Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 4
„Heilbrigðisfræðsla meðal almennings“ Á þessu ári eru liðin 35 ár síðan fyrsta krabbameinsfé- lagið var stofnað hér á landi, en það var Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur. Þetta sama ár, 1949, hófst útgáfa á Fréttabréfi um heilbrigðismál, en nafni þess var fyrir tveimur árum breytt í Heilbrigðismál, sem kunnugt er. Fyrsti ritstjórinn, Niels Dungal, sagði í fyrsta tölublað- inu að með útgáfunni væri verið „að gera tilraun til að halda uppi heilbrigðisfræðslu meðal almennings." Hann sagði að „aðgengileg og auðskilin fræðsla" þyrfti að koma í stað fáfræði og hjátrúar. Ekki átti „að binda sig við krabbameinið eitt, heldur fjalla um hvað eina sem varðar heilbrigði þjóðarinnar." Segja má að þeirri stefnu sem Dungal markaði hafi verið fylgt öll þessi ár. Reynt er að fjalla um sem flest svið heilbrigðismála, en krabbameinið hlýtur ætíð að vera áberandi, þó ekki væri nema vegna þess hversu stór hlutur þess er í sjúkleika og dauðsföllum. Oft er spurt hvort slík fræðsla geti fengið einhverju áorkað. Á það hefur verið bent að þótt sum áföll séu óviðráðanleg sé víst að við getum haft góð áhrif á líðan okkar og heilsu með hollum lífsháttum og að áreiðanleg fræðsla hjálpi okkur að skilja þetta og taka réttar ákvarð- anir. Því miður freistast dagblöðin oft til að birta fréttir sem eru ekki nógu vel unnar, m. a. vegna tímaskorts. Hægt er að gera meiri kröfur til þess efnis sem birt er í tímaritum. Vandinn er hins vegar fólginn í því að „mat- BRJÓSTAKRABÐAMEIN Árlegt aldursstaðlað nýgengl og stöðluð dánartiðni. miðað við 100.000 50 40 30 --- iNýgengi • Dánartíðni / y — / r / 10 ''v / 1951 1956 1961 1966 1971 1976 -55 -60 -65 -70 -75 -80 reiða" efnið þannig að leikmenn skilji það og fáist til að lesa það. Á síðustu árum hafa æ fleiri íslenskir læknar gefið sér tíma til að skrifa fyrir almenning. Sé litið á læknisstarfið í víðara samhengi hlýtur slík miðlun upplýs- inga að vera í verkahring læknisins. Þetta hlutverk var áréttað þegar lögum um heilbrigðisþjónustu var breytt á síðasta ári, en þá var heilbrigðisfræðslu bætt á verkefna- skrá heilsugæslustöðvanna. Skipulagning almenningsfræðslu um heilbrigðismál mætti þó vera betri en nú er. Það virðist t.d. háð tilviljunum hvaða bæklingar eru til. Nokkrir þýddir bæklingar um meðferð ungbarna hafa verið gefnir út, svo og bæklingar um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma (samkvæmt lagaskyldu). Þá hefur Krabbameinsfélagið gefið út röð lítilla fræðslurita um krabbamein, og eiga þau að liggja frammi á öllum heilsugæslustöðvum. Sama máli gegnir um vandaðan bækling sem Reykingavarna- nefnd gaf út og heitir Reykingar og heilsa. En þegar kemur að öðrum heilbrigðisvandamálum eins og svefn- leysi, háþrýstingi, höfuðverk og áfengissýki eru ekki til nein fræðslurit, en í sumum tilfellum er hægt að vísa á mismunandi nærtækar tímaritsgreinar. Verður að ætlast til þess að heilbrigðisyfirvöld bæti úr þessu. Ekki verður litið fram hjá hlutverki ríkisfjölmiðlanna í heilbrigðisfræðslunni. Því miður virðist lítið fara fyrir slíku efni þrátt fyrir það að mikið framboð sé af sjón- varpsefni um heilbrigðismál erlendis. I upphafi var getið 35 ára afmælis krabbameinssamtak- anna. En þessi samtök gætu minnst margra afmæla í ár. Nú eru 30 ár síðan Krabbameinsskráin tók til starfa, 20 ár síðan leit að leghálskrabbameini var hafin og 10 ár síðan skipuleg leit að brjóstakrabbameini hófst af fullum krafti. Á þessu margfalda afmælisári rætist langþráður draumur samtakanna um betri aðstöðu til starfseminnar, en í ágúst verður flutt í nýtt húsnæði að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Megi þessi tímamót verða til þess að efla baráttuna gegn krabbameini, m.a. með aukinni heil- brigðisfræðslu. Brjóstakrabbinn I tilefni af umræðum um leit að brjóstakrabbameini er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir. Árlega finnast 70- 80 ný tilfelli að þessu krabbameini hér á landi. Nýgengið hefur aukist úr 36,8 af 100.000 konum árin 1951-55 og upp í 58,2 árin 1976—80, eða um nær 60%. Dánartíðnin hefur hins vegar staðið nokkurn veginn í stað síðustu ár, en að meðaltali hafa 25 konur dáið á ári úr þessum sjúkdómi. Af þeim konum sem greindust með brjósta- krabbamein fyrir aldarfjórðungi lifði önnur hver í fimm ár eða lengur, en nú lifa tvær af hverjum þremur svo lengi. Talið er að bæta megi árangurinn verulega með því að greina sjúkdóminn á lægri stigum með röntgen- tækni (mammógrafíu). Mikilvægt er því að efla núver- andi leit að brjóstakrabbameini sem fyrst. 4 HEILBRIGÐISMAL 1/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.