Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 5
CIÐ/Jó Niðurstaða alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík: Hægt aö lækka dánartíðni úr brjóstakrabbameini um nær helming með töku brjóstaröntgenmynda Um miðjan apríl var haldin hér á landi alþjóðleg ráðstefna um leit að brjóstakrabbameini. Var ætlunin að bera saman niðurstöður frá rann- sóknum sem hafa staðið yfir í nokkrum löndum, m.a. til að meta gildi þess að taka röntgenmyndir af brjóstum. í samantekt frá ráðstefn- unni segir m.a.: Margt bendir til þess að með skipulegri leit meðal heilbrigðra kvenna, þar sem beitt er brjósta- myndatöku og skoðun, megi lækka dánartíðni úr brjóstakrabbameini, a.m.k. meðal kvenna yfir fimmtugt. Um 38% lækkun á dánartíðni fyrstu fimm árin kom í ljós í stórri banda- rískri rannsókn (HIP, Health Insur- ance Plan of Greater New York). í rannsókn sem stenduryfir í Utrecht í Hollandi, þar sem brjóstin eru skoðuð og mynduð, kemur fram enn meiri lækkun á dánartfðni eftir sjö ár. í nýlegri rannsókn í Nyjmegen í Hollandi, þar sem einungis brjósta- myndatöku er beitt, kemur einnig fram lækkun á dánartíðni að sjö árum liðnum. Þrjár rannsóknir sem standa nú yfir í Svíþjóð, en þar er eingöngu notuð brjóstamyndataka, sýna að tala þeirra sem greinast með annars stigs krabbamein eða víðtæk- ara er mun lægri írannsóknarhópnum heldur en f samanburðarhópi. — Bæði með brjóstamyndatöku og skoðun er hægt að greina brjósta- krabbamein í einkennalausum kon- um yfir fertugt, en myndataka er næmari greiningaraðferð við hóp- skoðun heldur en þreifing ein sér. — Niðurstöður bandarísku rann- sóknarinnar benda til þess að með skipulögðum rannsóknum sé unnt aðgreina krabbamein í brjósti tólf til átján mánuðum fyrr en með hefð- bundnum aðferðum. Samkvæmt rannsókninni í Utrecht er sá tími allt að tveim árum. Þessar niðurstöður gefa til kynna að ekki sé æskilegt að meira en tvö ár líði á milli skoðana. — Flest bendir til að unnt sé að ná mjög góðum árangri ef brjósta- myndataka og skoðun er gerð af vel þjálfuðu ólæknislærðu starfsfólki sem vinnur undir stjórn sérfræðinga. — Öll rök hníga nú að þvíað geislun í lágum skömmtum leiði ekki til aukningar á brjóstakrabbameini hjá konum sem eru fertugar eða eldri þegar röntgenmyndir eru teknar. Því er óhætt að líta á brjóstamyndatöku sem hættulausa rannsóknaraðferð hjá konum á þessum aldri. — Reynsla frá þrem löndum sýnir að kostnaður við hópskoðanir þar sem beitt er bæði brjóstamyndatöku og þreifingu er um 900 krónur fyrir hverja rannsókn. í Svíþjóð er kostn- aður við brjóstamyndatöku eina sér um 450 krónur. — Með því að greina krabbamein í brjósti snemma er unnt að bjóða sjúklingnum upp á vægari meðferð og því má búast við betra lífi fyrir þær konur sem þannig greinast. Nefnd sú sem heilbrigðisráðherra skipaði í árslok 1981, til að kanna möguleika á aukinni leit að brjósta- krabbameini, hefur rætt niðurstöður ráðstefnunnar. Að sögn Ólafs Ólafs- sonar landlæknis, formanns nefndar- innar, eru nefndarmenn sammála um að skoða beri allar íslenskar konur á aldrinum frá fertugu til sjötugs annað hvert ár. Um þrjátíu þúsund konur eru á þessum aldri. Nú er verið að athuga hvernig best verður staðið að framkvæmd slíkrar leitar. Svipmynd frá Reykjavíkurrá&stefn- unni um leit aff brjóstakrabbameini. Þátttakendur voru tuttugu frá sjö löndum. RáSstefnan var haldin á vegum Alþjóða krabbamcinsrann- sóknastofnunarinnar (IARC) í Lyon í Frakklandi, landlæknisembættisins og Krabbameinsfélags Islands. HEILBRIGÐISMAL 1/1984 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.