Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 11
HEILBRIGÐISMÁL/ Jónas Ragnarsson Burkitt‘s eitlakrabbamein er algengt (svörtu punktarnir) á þeim svæðum í Afríku þar sem malaría er landlæg (gráa svæðið). Þetta gat bent til þess að krabbameinið orsakaðist af veiru sem bærist á milli manna með moskítóflugum, líkt og malaría. Þessar forsendur reyndust rangar, en engu að síður varð þetta til þess að Epstein-Barr veiran fannst. Um samband hennar og krabbameins er nánar fjallað í meðfylgjandi grein. ific) próteina innan frumunnar. Að- ferðum sem þessum hefur verið beitt á fjölmargar tegundir krabbameina í mönnum, og niðurstöðurnar benda sterklega til þess að mörg þessara krabbameina orsakist af veirum, a.m.k. að einhverju leyti. Þar er helst að nefna áðurnefnt eitla- krabbamein (Burkitt‘s lymphoma), nefkokskrabbamein (undifferentiat- ed nasopharyngeal carcinoma), leg- hálskrabbamein (cervical cancer), lifrarkrabbamein (primary hepato- cellular carcinoma) og hvítblæði (leukaemia). Krabbameinsvcirur. Athygli manna hefur beinst meira að sumum veirum en öðrum. Retróveirur eru þar fremstar í flokki. Þess konar veirur valda bæði eitlakrabbameini, hvítblæði og sarkmeini í fjölmörgum spendýrum og fuglum. Annar hópur veira sem athygli hefur vakið eru svokallaðar papóvaveirur. í>ar á meðal eru papilloma veirurnar, sem valda bandvefs- og þekjuæxli í kan- ínum, en vörtum hjá mannfólkinu. Þær hafa nýlega verið orðaðar við leghálskrabbamein. Herpesveirur eru þekktir krabbameinshvatar úr náttúrunni. Lucké veiran veldur krabbameini í froskum. Mareks veiran veldur krabbameini (Mareks disease) í hænsnfuglum, en það var fyrsta krabbameinið sem farið var að bólusetja gegn. Aðrar herpesveirur geta valdið eitlakrabbameini og hvít- blæði í öpum. Tvær herpesveirur hafa tengst sérstaklega krabbameini í mönnum, en þær eru herpes sim- plex veiran, gerð 2 (HSV-2), sem löngum hefur verið talin ein orsök leghálskrabbameins og Epstein-Barr veiran (EBV), sem tengd hefur ver- ið Burkitt's lymphoma og nefkoks- krabbameini. Burkitt's eitlakrabbamein. Þetta er algengasta krabbameinið meðal barna í Mið-Afríku. Vegna sér- kennilegrar útbreiðslu þess hölluð- ust menn snemma að því að hér gæti verið um veirusjúkdóm að ræða. Árið 1964 uppgötvaðist svo áður óþekkt veira, Epstein-Barr veiran (EBV), í æxlisfrumum úr einu slíku krabbameini. Sýnt hefur verið fram á að öll börn sem fá þessa tegund krabbameins hafa háa tíðni mótefna gegn Epstein-Barr veirunni, en það bendir til þess að virk veirusýking sé til staðar um það leyti sem æxlið er að myndast. Flestar frumurnar inni- halda erfðaefni Epstein-Barr veir- unnar og ýmis veirusérvirk prótein finnast innan æxlisfrumnanna. Þess má einnig geta að þessi veira breytir auðveldlega hýsilfrumu sinni (B-eitilfrumu) í illkynja frumur og var til skamms tíma eina þekkta mannaveiran sem óefað bjó yfir þeim hæfileikum. Þessi veira veldur líka sjúkdómi líkum eitlakrabba- meini (malignant lymphoma) sé henni sprautað í apa (cotton-top marmosets). Allt bendir til að Ep- stein-Barr veiran eigi einhvern þátt í tilurð Burkitt's eitlakrabbameins, en enn á eftir að staðfesta hvert eigin- legt hlutverk veirunnar er í þessum sjúkdómi. Því má bæta hér við að nýlegar niðurstöður benda til þess að Epstein-Barr veiran geti einnig valdið illkynja eitilfrumusjúkdóm- HEILBR]GÐISMAL 1/1984 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.