Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 15
hvítuefna í sárum. Talið er að þetta efni geti einnig bundið efnakljúfa eins og pepsín svo og gallsölt, en þau eru jafnframt talin hafa nokkur áhrif á myndun sára í meltingarvegi. Lyf þetta er talið nær jafnvirkt í græðslu skeifugarnarsára eins og Cimetidine, sem er sýruhemjandi. Verið er að rannsaka áhrif lyfsins á græðslu magasára. Aukaverkanir af lyfinu virðast álíka tíðar og af Cimetidine. Önnur efnasambönd í þessum flokki hafa komið fram á sjónarsviðið og virkari efni eiga sjálfsagt eftir að sjá dagsins Ijós í náinni framtíð. Sár á slímhúSarþekjunni geta mynd- ast í þeim hluta meitingarvegar sem verður fyrir áhrifum af magasafa og efnakljúfnum pepsín. Lyf sem auka slímframlciðsluna. Carbenoxolone er slíkt efni. Það inniheldur sýru (glycyrrhizic acid), sem finnst einnig í lakkrís, og er hið virka efni. Það eykur seitur og við- ioðun slímhúðarinnar og styrkir magaþekjuna til að verjast magasýr- unni. Niðurstöður rannsókna benda til þess að þetta lyf hafi nokkur áhrif við græðslu maga- og skeifugarnar- sára. Aukaverkanir lyfsins eru hins vegar vel þekktar og hvimleiðar og geta valdið brenglun á söltum og vatnsbúskap líkamans, og leitt til hækkunar á blóðþrýstingi. Önnur efni í þessum flokki eru svokölluð prostaglandín, sem myndast í líkam- anum úr fitusýrum. Samsettar eft- irlíkingar af þessum efnum eru harð- ari af sér og brotna síður niður en hin náttúrulegu prostaglandín, þar til þau koma niður í magann. Mörg slík samsett prostaglandín eru mjög virk í meðferð á sárum í efri melting- arvegi. Prostaglandínin auka seitur slíms og framleiðni bíkarbónats, sem upphefur sýru og eykur einnig blóð- flæði til slímhúðar magans. Nokkur þessara efna hindra einnig sýruseitur og minnka framleiðslu pepsíns. Nú er verið að rannsaka fjölda efna, sem tilheyra þessum flokki, við með- ferð á sárum í meltingarvegi. Önnur efni sem hafa annan verkunarmáta (Benzimidazole) eru til athugunar og munu tvímælalaust koma fram á sjónarsviðið sem virk lyf við þessum algenga sjúkdómi. Ásgeir Theodórs er sérfrædingur í meitingarsjúkdómum og starfar á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og á Borgar- spítalanum í Reykjavík. HEILBRIGÐISMAL 1/1984 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.