Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 18
Hvaöa þættir hafa áhrif á burðarmálsdauðann? Grein eftir Gunnar Biering o.fl. Orðið burðarmál táknar tímabilið í kringum fæðinguna, en Vilmundur Jónsson landlæknir var höfundur þessa orðs. Með burðarmálsdauða (perinatal mortality) er átt við sam- anlagðan fjölda andvana fæddra barna og lifandi fæddra sem hafa látist á fyrstu viku eftir fæðinguna, miðað við 1000 fædda andvana og lifandi. Árin 1951—55 var burðarmáls- dauðinn 25,7 af þúsundi en var kom- inn niður í 10,1 af þúsundi árin 1976-80. Sé litið á árin 1981 og 1982 er burðarmálsdauði á íslandi 7,6 af þúsundi, sem er það lægsta á Norð- urlöndum. Hin stöðuga og mikla lækkun burðarmálsdauðans, sem átt hefur sér stað frá upphafi sjöunda áratug- arins, endurspeglar, m.a. bætt mæðraeftirlit í landinu, svo og bætta fæðingarhjálp og meðferð nýbura. Hér verða kannaðir nokkrir þættir sem hafa áhrif á burðarmálsdauða. Eru þessar athuganir byggðar á gögnum Fæðingaskrárinnar fyrir árin 1972-81. Aldur mæðra. Aldur móðurinnar er einn af þessum þáttum. Einkum hefur fæðing mjög seint á barn- eignaraldri verið talin áhættusöm að þessu leyti. Við könnun á Fæðinga- skránni kom í ljós að kona sem orðin er fertug er í nær þrefaldri hættu að missa barn sitt í burðarmáli sam- anborið við mæður 25-29 ára. Áhættan er nær eingöngu bundin við andvana fæðingar. Lengd meðgöngu. Burðarmáls- dauðinn er mjög háður meðgöngu- lengdinni. Hafi móðirin gengið með barn sitt í 29 vikur eru líkurnar á að barnið fæðist andvana eða látist á fyrstu viku eftir fæðingu um 500 af þúsundi. Við 36 vikna meðgöngu eru líkurnar komnar niður fyrir 100 af þúsundi og sé konan gengin með í 41 viku eru líkurnar aðeins um 3 af þúsundi. Hafa ber í huga að þrjár af hverjum fjórum fæðingum eiga sér stað þegar konan hefur gengið með í 40-42 vikur. Forskoðanir. Burðarmálsdauðinn er mjög hár eftir stutta meðgöngu. Þær konur sem fæða börn sín of snemma fara af eðlilegum ástæðum í færri forskoðanir en þær sem fæða eftir fullan meðgöngutíma. Ef ein- göngu eru kannaðar forskoðanir hjá þeim konum sem fæða börn sín eftir meðgöngu sem er 40-42 vikur er dregið úr samspili þessara þátta eins og unnt er. Kemur þá í ljós að hafi konan farið í þrjár forskoðanir eða færri er henni nær þrefalt hættara við að missa barn sitt í burðarmáli en þeim konum sem hafa farið í tíu for- skoðanir eða fleiri. Ljóst er að fjöldi forskoðana hefur áhrif á andvana fæðingar en meiri þó á dánartíðni á fyrstu viku. Þetta bendir til þess að börn sem eru í áhættu fæðist nú frek- ar en áður á stofnunum með bestu aðstöðu til nýburameðferðar, en það er bein afleiðing af bættu mæðraeft- irliti, m.a. auknum fjölda forskoð- ana. ForsíSumyndin vísar til þessarar greinar og annarrar í næstu opnu fyrir aftan. BurSarmálsdauði (dán- artíðni andvana fæddra og látinna á fyrstu viku) og ungbarnadauði (dán- artíðni á fyrsta ári) eru sennilega hvergi lægri en bér á landi. Þau börn sem nú eru að koma í heiminn eru því að þessu lcyti að fæðast í betri og iífvæniegri heim en þau hörn sem fæddust fyrir nokkrum áratugum. A forsíðunni sést eitt þeirra harna sem fæddust á Fæðingardeild Land- spítalans í aprílmánuði. Þetta var 16 marka drengur, sem hér er ásamt stoitum foreldrum sínum, en þau eru Margrét Jónsdóttir og Sigurjón Arnason. Þau eiga heima í Vík í Mýrdai. Fæðingarröð. Vegna samspils fæðingarraðar (birth order) og aldurs mæðra eru breytingar á burð- armálsdauða svipaðar með hækk- andi aldri og auknum fjölda barna. Tölur fyrir burðarmálsdauða eftir fæðingarröð sýna að áhættan er minnst við annað og þriðja barn. Dánartíðni á fyrstu viku breytist þó lítið eftir fæðingarröð. Til að reyna að skilja áhrif aldursins frá áhrifum fæðingarraðarinnar var reiknaður út burðarmálsdauði eftir fæðingarröð í hverjum aldursflokki. Niðurstöð- urnar sýna að lágmarksáhættan við annað og þriðja barn er til staðar hvort sem litið er á 20—24 ára eða 25-29 ára mæður. Fjölburafæðingar. Hættan á burð- armálsdauða reynist vera fimmfalt meiri hjá íslenskum tvíburum en ein- burum. Á þetta við um báða þætti burðarmálsdauðans. Þessa aukningu á burðarmálsdauða má m.a. skýra með minni þyngd tvíbura en ein- bura. Tvíburum reiðir hins vegar betur af en jafnþungum einburum, 18 HEILBRIGÐISMAL 1/1984 en það stafar af því að tvíburarnir eru þroskaðri en þyngdin bendir til. Samkvæmt fræðibókum er seinni tví- burinn talinn í helmingi meiri áhættu en sá fyrri. Hér á landi virðist aukn- ingin einkum tengd andvana fæðing- um. Þyngd. Fæðingarþyngdin tengist mjög hættunni á burðarmálsdauða. Um helmingur þeirra barna sem vega 1000—1500 grömm fæðast and- vana eða lifa skemur en eina viku. Burðarmálsdauðinn lækkar síðan jafnt og þétt með hækkandi fæðing- arþyngd, að vissu marki, er lægstur hjá börnum sem eru 4000—4500 grömm, en fer svo vaxandi á ný. Enginn munur er á andvana fæðing- um hjá jafnþungum stúlkum og drengjum, en dánartíðnin á fyrstu viku er verulega meiri hjá drengjum en stúlkum af sömu þyngd. Burð- armálsdauðinn er þannig hærri meðal drengja en stúlkna, 13,8 af þúsund fæddum, móts við 11,9 af þúsundi. Samantekt. Erfitt er að meta hlut hvers einstaks þáttar í lækkun burð- armálsdauðans úr 15,4 af þúsund fæddum börnum árin 1972—76 í 10,1 af þúsund árin 1977—81, en munur- inn nemur 110 börnum (22 að með- altali á ári). Hægt er að áætla að um 37% af lækkun burðarmálsdauðans megi rekja til fjölgunar forskoðana. Breytingar á aldursskiptingu mæðra (færri í yngstu og elstu hópunum) gætu skýrt 17% lækkunar burðar- málsdauðans. Breyting á dreifingu nýburanna í þyngdarflokka (færri en áður eru mjög léttir og mjög þungir) gæti skýrt um 20% af lækkun burð- armálsdauðans milli þessara tveggja tímabila. Þessir þættir tengjast þó innbyrðis svo að ekki er hægt að leggja þá saman, en segja má að hægt sé að skýra mikinn hluta af lækkun burðarmálsdauðans milli þessara tveggja tímabila með þeim breytingum sem hér hafa verið nefndar. Hinn hlutann má þakka ýmsum ytri aðstæðum en fyrst og fremst betri heilbrigðisþjónustu. Ef unnt er að draga ályktun af áhrifum þeirra þátta sem hér hafa verið nefndir má segja að burðarmáls- dauði sé lægstur ef móðirin er 25—29 ára, hefur farið í tíu forskoðanir eða fleiri, fæðir barnið (helst einbura) eftir að hafa gengið með það í 41 viku, og er að eiga sitt annað barn. Best er að barnið sé stúlka og sé 4000-4500 grömm þegar það fæðist. Hitt er svo annað mál hvort íslensk- ar konur geta nýtt sér niðurstöður þessarar ályktunar til fulls! Léttasta barn sem fæðst hefur hér á landi síðustu áratugi er Lísa Rut, dóttir Jóhönnu Maríu Sveinsdóttur og Björns Pálssonar á SigluFirði. Lísa Rut var tæpra tveggja ára þegar þessi mynd var tekin í lok febrúar, og hún dafnar vel eins og sjá má. Þegar hún fæddist, eftir 26 vikna meðgöngu, var hún 2,8 merkur (710 grömm) og 36 sm. Erik Helgi, bróðir hennar sem fæddist í október 1983 og er með henni á myndinni, var 3,1 mörk (780 grömm). Það virðist óhætt að fuliyrða að þetta séu létt- ustu systkinin sem fæðst hafa á íslandi. Af öðrum léttum nýburum má nefna 740 gramma dreng (32 sm), fæddan Grein þessi er eftir Gunnar Bieríng yfirlækni, dr. Gunnlaug Snædal yfir- lækni, Helga Sigvaldason verkfræðing og Jónas Ragnarsson ritstjóra. Stuðst er m.a. við greinar eftir sömu höfunda í Læknablaðinu 10. tbl. 1983 og 5. tbl. 1984. 1978, og 740 gramma stúlku (33 sm), fædda 1978, en síðastnefnda barnið fæddist eftir aðeins 25 vikna með- göngu. Þá má geta sveinbarns sem fæddist árið 1945 og var talið 700 grömm (36 sm). Þyngsta barn sem fæðst hefur á síðustu árum og lifað var drengur, fæddur á Húsavík árið 1972. Hann vóg 6590 grömm, eða rúmar 26 merkur, og mældist 65 sentimetra langur. Meðalþyngd barna sem fæddust árin 1972—81 var 3558 grömm (14,2 merkur). Drengirnir voru heldur þyngri en stúlkurnar eða um 3620 grömm samanborið við um 3490 grömm. Meðallengd nýbura þessi ár var 51,6 sentimetrar. HEILBRIGÐISMAL 1/1984 1 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.