Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 20
Meira en 98% barna ná nú tvítugsaldri - en aðeins 50% fyrír einni öld Grein eftir Ólaf Ólafsson og Jónas Ragnarsson Um miðja síðustu öld kom hingað danskur læknir, P.A. Schleisner, til að rannsaka sjúkdóma á íslandi, heilsufar fólks og Iifnaðarhætti. Hann skrifaði doktorsritgerð um þessa rannsókn sína og kom þar m.a. fram að á fyrri hluta nítjándu aldar dóu 300 af hverjum þúsund börnum áður en þau náðu eins árs aldri. En nú er öldin önnur og ung- barnadauðinn kominn nokkuð niður fyrir 10 af þúsundi. Nú mega 97,6% nýfæddra drengja og 98,8% stúlkna vænta þess að ná tvítugsaldri. Að meðaltali eru því einungis 1,8% nýfæddra barna sem ná ekki tvítugsaldri, samanborið við 3,8% fyrir aldarfjórðungi og 49,5% fyrir einni öld. Ungbarnadauðinn. Þetta hugtak nær til dánartíðni á fyrsta aldursári, en með burðarmálsdauða er hins vegar átt við andvana fædda og dána á fyrstu viku. Opinberar upplýsingar um ungbarnadauðann ná aftur til áranna 1871-75 en þá létust 219 af hverjum þúsund börnum. Síðan hef- ur dregið nær stöðugt úr ungbarna- dauðanum. Hann var um 100 af þús- undi í byrjun þessarar aldar, en var um 50 af þúsundi á fyrri hluta fjórða áratugarins. Meðaltal áranna 1976— 80 sýnir að þá dóu aðeins 35 börn yngri en eins árs en 4290 börn fædd- ust lifandi, þannig að ungbarna- dauðinn var 8,2 af þúsundi (8,6 hjá drengjum en 7,7 hjá stúlkum). Árið 1981 var þetta hlutfall 6,0 af þúsundi en 7,1 árið 1982. Þessar tölur skipa íslandi meðal þeirra þjóða heims þar sem dánartíðni barna á fyrsta ári er hvað lægst (hin norrænu löndin 6,5- 9,3 árið 1981). Á sama tíma búa sumar þjóðir Afríku og Asíu við svipaðan ungbarnadauða og hér var á síðustu öld. Dánartíðni 1 — 19 ára. Síðustu ár hafa dáið að meðaltali 10 börn á ári á aldrinum 1—4 ára, 8 börn 5-9 ára, 7 börn 10-14 ára og 18 unglingar á aldrinum 15-19 ára. Séu þessir ald- urshópar teknir saman kemur í ljós að umtalsverð lækkun hefur orðið á dánartíðni stúlkna síðustu áratugi og nemur hún 92% frá 1931—35 til 1976—80. Að því er varðar drengi UNGBARNADAUÐI Á ÍSLANDI 1931-1980 Dánir árlega innan eins árs sem hlutfall af þúsund lifandi fæddum. 1931 1936 1941 1946 1951 1956 1961 1966 1971 1976 -35 -40 -45 -50 -55 -60 -65 -70 -75 -80 DANARTIÐNI BARNA OG UNGLINGA Dánir árlega á aldrinum 1-19 ára, miðað við 100.000 í öllum hópnum. -35 -40 -45 -50 -55 -60 -65 -70 -75 -80 20 HEILBRIGÐISMÁL 1/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.