Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 21
var veruleg lækkun til 1956-60 en síðan hefur dánartíðni meðal þeirra lítið breyst. Miðað við 100.000 á þessum aldri er árleg dánartíðni nú 80,9 hjá drengjum en 23,5 meðal stúlkna. Dánarorsakir. Af þeim 217 börn- um og unglingum sem létust hér á landi árin 1976-80 voru „slys og aðrir ytri áverkar" taldir hafa valdið 129 dauðsföllum (59%). Slysin voru miklu algengari meðal drengja en stúlkna en þau skýra þó ekki að öllu leyti þann mikla mun sem er á dán- artíðni milli kynja. Dauðsföll af völdum sjúkdóma eru nær helmingi fleiri hjá drengjum en stúlkum á þessum aldri. Skýringar. Rekja má mikla lækk- un ungbarnadauða á fyrri hluta aldarinnar m.a. til stórbættra lífs- kjara, betri aðbúnaðar mæðra en áður og aukins hreinlætis. Athyglis- vert er að ungbarnadauðinn minnk- aði mikið fram undir miðja þessa öld, en engu að síður hefur mikill árangur náðst á þessu sviði síðustu áratugi. Um ýmsa þætti sem hafa áhrif á dánarlíkur í fæðingu og fyrst á eftir er fjallað í annarri grein í þessu hefti, en á það verður að leggja áherslu að bætt mæðravernd og nýburaþjónusta hefur skilað miklum árangri á síðustu árum. Að því er varðar lækkandi dánartíðni barna má rekja hana að einhverju leyti til ónæmisaðgerða, t.d. gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og mænusótt, en nú á allra síðustu árum er einnig farið að bólusetja við misl- ingum. Eftir að sýklalyfin komu á Helstu dánarorsakir bama og unglinga (1-19 ára) 1976-80, alls 217 dauðsföll Drengir Stúlkur Umferðarslys 42 25% 10 21% Önnur slys 57 34% 7 15% Sjálfsmorð 10 6% - Krabbamein 17 10% 5 11% - þar af hvítblæði 11 3 Meðfæddur vanskapnaður 13 8% 6 13% Smitsjúkdómar 10 6% 3 6% - þar af mengiskokkasýking ... 7 1 Hjarta- og æðasjúkdómar 4 2% 1 2% Öndunarfærasjúkdómar 3 2% 1 2% Annað 14 14 Alls 170 47 markað (á fimmta og sjötta áratug aldarinnar) hefur gjörbreyst aðstaða til baráttu gegn ýmiss konar sýking- um og hefur það haft sitt að segja til að bæta ástandið. Þegar litið er sér- staklega á dauðsföll af völdum slysa er komið að vettvangi sem við getum náð meiri árangri á. Það er verkefni í nútíð og framtíð. Ólafur Ólafsson er landlæknir og Jónas Ragnarsson er annar af rit- stjórum Heilbrigðismála. Sömu höfundar hafa áður skrifað í þetta tímarit um breytingar á dánar- tíðni og ævilengd (4. tbl. 1982), helstu dánarorsakir íslendinga (2. tbl. 1983) og dánartíðni úr umferðarslysum (3. tbl. 1983). HEILBRIGÐISMAL 1/1984 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.