Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 23
Rannsóknir í heilsugæslu: Þvagfærasýkingar hjá konum Nú er farið að beita styttri meðferð en áður við þvagfærasýkingar sem heilsugæslan fæst við, og aukaverkunum hefur fækkað Grein eftir dr. Jóhann Ág. Sigurðsson Rannsóknir á þvagfærasýkingum beindust áður fyrr einkum að fólki með síendurteknar sýkingar, eða að sjúklingum með bráðar bólgur í nýrnaskálum (pyelonephritis). Hér var oft um alvarlega sjúkdóma að ræða sem kröfðust innlagnar á sjúkra- hús og lyfjameðferðar í langan tíma, oft vikur eða mánuði. Snemma varð hins vegar ljóst að samheitið „þvag- færasýking“ á við margar tegundir sjúkdóma í þvagfærunr. Þegar bakt- eríur ræktast í þvagi er ekki endilega um alvarlegt ástand að ræða. Þetta á einkum við um þvagfærasýkingar hjá fullorðnum, sem að jafnaði eru meðhöndlaðir utan sjúkrahúsa, hjá heimilislæknum eða sérfræðingum starfandi á stofum eða göngu- deildum. Á síðari árum hafa orðið stórstíg- ar framfarir í rannsóknum á eðli og orsökum þvagfærasýkinga í heilsu- gæslu. Hér hefur oft á tíðum vel tekist til með samstarf heimilislækna og annarra sérfræðinga um rann- sóknir á þessu sviði. Viðhorf hafa breyst nokkuð, sérstaklega með til- liti til lyfjavals og tímalengdar lyfja- gjafar, þar eð lyfjameðferð er ekki alltaf óþæginda- eða hættulaus. Þessi atriði verður því að vega og meta í hlutfalli við þá hættu sem stafar af sjúkdómnum sjálfum. Aukaverkanir í Svíþjóð er starfandi nefnd á veg- um heilbrigðisyfirvalda, sem skráir reglubundið aukaverkanir lyfja. Öll- um læknum ber að tilkynna hugsan- legar eða staðfestar aukaverkanir lyfja til þessarar nefndar. í áliti nefndarinnar er hins vegar talið að aðeins um 30% allra aukaverkana séu tilkynntar þangað, og þá helst þær alvarlegri. Á tíu ára tímabili (1966-1975) var talið að 23 einstaklingar hefðu látist þar í landi af lyfjameðferð þeirri sem beint var gegn þvagfærasýkingum. Það voru tvær lyfjategundir sem komu við sögu. Annað þessara lyfja hefur aldrei verið skráð hér á landi, en hitt hefur hins vegar verið notað töluvert hér og aukaverkanir vel þekktar hjá fullorðnum en dauðs- falla ekki getið. Nánari athuganir á þeim tilvikum þegar lyfjameðferðin leiddi til dauða sýndu að hér var yfirleitt um gamalt fólk að ræða, lyfjameðferð stóð yfir í vikur eða mánuði og að skammtar voru þeir sömu og ætlaðir voru yngra fólki. Nýjar rannsóknir Af niðurstöðum rannsókna á þvagfærasýkingum í heilsugæslu er vert að nefna nokkur atriði: • Þvagfærasýkingar eru algengar, sérstaklega hjá konum. Hér er í langflestum tilvikum (90%) um sýk- ingu í neðri hluta þvagfæra að ræða, svonefnd „blöðrubólga" og/eða „þvagrásarbólga". Sýkingarnar eru að jafnaði meinlausar en valda óþægindum og sársauka. Konur, sem fá þessar þvagfærasýkingar, eru oftast frískar að öðru leyti. Ýtar- legar rannsóknir, svo sem röntgen- myndir af nýrum, blöðruspeglun og blóðsýni, eru óþarfar nema um sí- endurteknar sýkingar sé að ræða (þrisvar til firnm sinnum á eins árs tímabili). • Bakteríugróðurinn er oft annar hjá fólki, sem meðhöndlað er í heilsugæslunni borið saman við þá sem þurfa sjúkrahúsvistar við. Bakt- eríutegund að nafni „Staphylococcus saprophyticus", sem eru koagulasa neikvæðir klasasýklar, eru næst al- gengasta orsök þvagfærasýkinga. einkum hjá ungum konum, á aldrin- um 16—30 ára. Sjaldgæft er að þessi tegund ræktist hjá sjúklingum á sjúkrahúsum, enda veldur hún oftast sýkingum í neðri hluta þvagfæra. Þó hefur sýkingum í nýrum verið lýst. Þetta er talið skýra hversu seint menn gerðu sér grein fyrir mikilvægi þessa. • 1 mið- og suðurhluta Svíþjóðar og í Danmörku hefur verið sýnt fram á árstíðabundnar sveiflur á algengi bakteríustofna sem valda þvagfæra- sýkingum. Á veturna og vorin eru 5% þvagfærasýkinga af völdum áð- urnefnds klasasýkils en afgangurinn mestmegnis kólígerill (E. coli). Á haustmánuðum á klasasýkillinn sök á um 30% allra þvagfærasýkinga. Þessar sveiflur eru óskýrðar en tald- ar geta stafað af aukinni útiveru, sundi í vötnum og sjó svo og auknu kynlífi á þessum tímum. Ekki hefur verið sýnt fram á slíkar sveiflur hér á landi. • Lyfjanæmi baktería er oft mjög ólíkt utan og innan sjúkrahúsa. Að hluta stafar þetta af því að um er að ræða mismunandi stofna, en einnig af úrvalinu, þ.e. svæsnari sýkingum hjá þeim sem enda á sjúkrahúsum HEILBRIGÐISMAL 1/1984 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.