Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.03.1984, Blaðsíða 29
Kólesteról í blóði og kransæðasjúkdómar Grein eftir dr. Gunnar Sigurðsson í ársbyrjun voru birtar niðurstöð- ur hóprannsókna í Bandaríkjunum, sem varpað hafa nýju ljósi á mikil- vægi kólesteróls í blóði sem þáttar í hjarta- og æðasjúkdómum. Áður en vikið verður að þessum niðurstöðum er þó nauðsynlegt að átta sig á nokkrum atriðum úr rannsóknum síðustu áratuga um þessi tengsl. Nýlegar kenningar um meingerð æðakölkunar, studdar af niðurstöð- um tilrauna á æðavegg og einstökum frumum, benda til þess að fyrsta stig æðakölkunar sé einhvers konar áverki á æðaþelinu af völdum áreit- is, t.d. háþrýstings. Slíkar skemmdir á æðaþelinu auðvelda streymi ým- issa efna úr blóðinu inn í æðavegg- inn, þar með talið kólesterólberandi sameindir (lipoprotein). Þeim mun hærri sem þéttni kólesteróls í blóði er, því meira verður innstreymi þess í æðavegginn undir slíkum kringum- stæðum. Svörun æðaveggjarins er m.a. fólgin í því að sléttar vöðva- frumur og gleypifrumur leita til áverkastaðarins og valda þar vissum vefjabreytingum, bæði aukinni bandvefsmyndun og upptöku kól- esteróls inn í þessar gleypifrumur. Síðar verða einnig kólesterólútfell- ingar utan frumna í bandvefnum sem á seinni stigum kalkar og fram kemur hin dæmigerða æðakölkun, ef áreitið heldur áfram. Það hefur lengi verið þekkt, að auðveldasta leiðin til að framkalla æðaskemmdir í vissum dýrateg- undum, all svipaðar því sem gerist í mannfólki, er að ala dýrin á fæði sem inniheldur mikið af kólesteróli, sem leiðir svo til hækkunar á kól- esteróli í blóði. Þessar tilraunir hafa þó sætt þeirri gagnrýni að bæði kól- esterólhækkunin í blóði væri mun meiri en gerist í lifandi lífi í mannfólki og jafnframt að þær sam- eindir sem bera kólesterólið í blóði þessara dýra væru öðru vísi samsett- ar en í mönnum. Nýlega hefur tekist að rækta afbrigði af kanínum sem haldnar eru arfbundnum galla á kól- esterólbúskap sínum, sams konar og finnst í tveimur af hverjum þúsundi fólks. Þessar kanínur fá æðakölkun sams konar og þekkist hjá mannin- um og rannsóknir á þessu kanínuaf- brigði koma ef til vill til með að segja okkur mikið um þróunarferil æðakölkunar og leiðir til að hindra slíkt. Fjöldi erlendra hóprannsókna hef- ur sýnt að áhættan á kransæðasjúk- dómum stendur m.a. í beinu hlutfalli við kólesterólgildi viðkomandi ein- staklinga. Þessu virðist svipað farið meðal miðaldra íslenskra karl- manna, samkvæmt tölum unnum úr rannsókn á hópi karla sem komu í skoðun á Rannsóknastöð Hjarta- verndar árið 1968 (sjá mynd). Upp- haflega hópnum (2200 körlum á aldrinum 34 ára - 61 árs) hefur ver- ið skipt í fimm jafnstóra hópa (440 í hverjum) eftir kólesterólgildi ein- staklinganna (aldursstaðlað). Hópur 1 hafði lægstu kólesterólgildi og hóp- ur 5 hæstu gildi. Fylgst var síðan með afdrifum þessa karlahóps til loka ársins 1979. Búast hefði mátt við að svipaður fjöldi hefði látist úr kransæðasjúkdómum (samkvæmt dánarvottorði) í hverjum hópi. I Þátttakendum í hóprannsókn Hjartaverndar 1968 (2200 körlum) var skipt í fímm fíokka eftir því hve mikiS kólesteról mældist í blóði þeirra. Að ellefu árum liðnum hafði 1 % þeirra sem minnst kólesteról höfðu, látist úr kransæðasjúkdóm- um en 7% þeirra sem höfðu hæst gildi. Lengst til hægri á myndinni sjást hlutfallslegar dánarlíkur þcirra sem hölðu langhæst gildi kólesteróls. HEILBRIGÐISMÁL 1/1984 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.