Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 4
HEILBRIGÐISMÁL / Jóhannes Long Heilbrigðismálin og sagan Með sanni má segja að vagga skipulegrar heilbrigðis- þjónustu hér á landi standi að Nesi við Seltjörn þar sem er Nesstofa. Þar var embættisbústaður fyrsta landlæknis á Islandi, Bjarna Pálssonar, sem skipaður var í embætti 18. mars 1760. Einnig var þar stofnsett hið fyrsta apótek íslenskt undir stjórn landlæknis, en það fluttist síðar til Reykjavíkur sem Reykjavíkur Apótek og er enn starf- andi í gamla miðbænum sem kunnugt er og í eigu Há- skóla íslands frá hausti 1982. Fyrstu starfsár sín sem landlæknir bjó Bjarni Pálsson að Bessastöðum en árið 1763 flutti hann í hinn veglega, nýreista embættisbústað Nesstofu, sem er eitt af níu húsum sem danska stjórnin lét reisa hér á landi á síðari hluta átjándu aldar. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu Nesstofu, en aðeins að vekja athygli á því að nú er nokkuð vel á veg komin endurbygging hluta hússins í sinni upphaflegu mynd, en það hefir verið í eigu ríkisins frá því 1977 og er í umsjá þjóðminjavarðar sem vernduð menningarverðmæti. Er ætlunin að þarna verði til húsa stofn að safni íslenskra læknisfræða, Nesstofusafn. Ýmsir aðilar hafa unnið að því að koma á fót Nesstofu- safni á ofangreindum stað og að byggja upp Nesstofu í upprunalegri mynd. Skal hér einkum minnt á einn þeirra, sem er Félag áhugamanna um sögu læknisfræð- innar, en það var stofnað hinn 18. desember 1964 og verður því tuttugu ára í ár. Formaður félagsins frá upp- hafi hefir verið prófessor Jón Steffensen og hefir hann sannlega borið hita og þunga dagsins í starfsemi þess. Eitt af aðalverkefnum félagsins fram til þessa hefir verið uppbygging Nesstofu og Nesstofusafns. Auk forustu- starfa sinna í Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinn- ar hefir prófessor Jón ásamt konu sinni Kristínu sem lést árið 1972, lagt fram mikla fjármuni til uppbyggingar Nesstofu. Einnig hefir hann gefið Háskólabókasafni hið einstæða bókasafn sitt varðandi sögu læknisfræðinnar og mun það á sínum tíma skipa sérstaka deild í Þjóðarbók- hlöðu en sú deild mun bera nafn Jóns Steffensen. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hefir frá upphafi átt góða samvinnu við sambærileg félög á hinum Norðurlöndunum og verið aðili að útgáfu Nordisk Medi- cinhistorisk Ársbok, sem gefin er út í Stokkhólmi árlega. Einn af velunnurum félagsins erlendis er prófessor Egill Snorrason í Kaupmannahöfn, en hann er af íslensku bergi brotinn. Egill er heiðursfélagi í Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Það félag stóð fyrir VIII. norræna þinginu um sögu Iæknisfræðinnar, sem haldið var í Reykjavík 15.-17. júní 1981. í sambandi við þingið var haldin í Pjóðminjasafninu sýning á munum og Jón Steffensen prófessor (til vinstri) hefur verið formaður „Fé- lags áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar" frá stofnun þess fyrir nær tuttugu árum. Finnski prófess- orinn Louis Perret (til hægri) flutti Egill Snorrason fyrirlestur í júni síðastliðnum. 4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.