Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 5
gögnum varðandi sögu læknisfræðinnar á íslandi og má með nokkrum rétti kalla vígsluhátíð Nesstofusafns. í tilefni þeirrar sýningar var stofnaður sjóður til heiðurs Agli Snorrason, af Poul M. Assens lyfjafræðingi og forstjóra í Kaupmannahöfn. í fyrstu grein skipulags- skrár sjóðsins segir svo: „Undertegnede cand. pharm. Poul M. Assens tildeler herved Islandsk Medicinhistor- isk Selskap en donation i form af árlig gæsteforelæsning med titelen: Egill Snorrason Forelœsningen 19 Dette sker i anledning af indvielsen af Islands Medicinhistor- iske Museum for at hedre min mangeárige ven profess- or, dr. med. & phil. Egill Snorrason og med det formál at fremme samarbejdet indenfor den nordiske medicin- historiske forskning og formidlingen af denne.“ Ofangreindir fyrirlestrar skulu fluttir árlega í Reykja- vík af fyrirlesara frá einhverju hinna Norðurlandanna. Kostar sjóðurinn ferð þeirra fram og til baka og þriggja daga dvöl í Reykjavík. Þegar hafa þrír Egill Snorrason fyrirlestrar verið flutt- ir. Fyrsta fyrirlesturinn flutti dr. med. Eyvind Bastholm frá Kaupmannahöfn þann 27. maí 1982 og ræddi um René Laennec og upphaf nota hlustunarpípunnar í Dan- mörku fyrir tvö hundruð árum. Næsti fyrirlesari, árið 1983, var prófessor Wolfram Kock frá Stokkhólmi, aðal- ritstjóri Nordisk Medicinhistorisk Ársbok. Nefndist fyrirlestur hans „Banbrytande studieresor av svenska 1800-tals lákare." Síðasti fyrirlesturinn var fluttur þann 7. júní síðastliðinn. Fyrirlesari var þá prófessor Louis Perret frá Helsingfors sem fjallaði um þætti úr sögu hjartadrepsins (infarctus myocardii). I sambandi við áminnst Norðurlandaþing um sögu læknisfræðinnar var útbúið félagsmerki það, sem fylgir þessari grein. Stefán Jónsson arkitekt teiknaði merkið, en táknið í því er tekið eftir titilblaðsmynd á rímtali Þórðar biskups Þorlákssonar, Skálholti 1692, en frumút- gáfa þess var prentuð á Hólum 1671 og var án mynda. Síðasti kafli rímsins fjallar um lækningar og er hið fyrsta sem prentað var um það efni á íslandi. Að síðustu skal þess getið að bæjarstjórn Seltjarnar- nesskaupstaðar hefir lagt uppbyggingu Nesstofu og Nes- stofusafns umtalsvert lið sem ber að þakka. Einnig hefir bæjarstjórnin sýnt minningu Bjarna Pálssonar verð- skuldaða virðingu með því að reisa bautasteina við Nes- stofu í tilefni af 200. ártíð Bjarna Pálssonar, 8. septem- ber 1979. Landlæknissetur var í Nesi við Seltjöm frá 1763 til 1834 og eina lyijabúð á landinu fram til 1819. Nú er verið að endurbyggja Nesstofu sem er eitt af elstu steinhúsum á landinu. Árið 1979 var minnismerkið við Nesstofu reist og er steininn á myndinni til hægri hluti af þvi. HEILBRIGÐISMAL 2/1984 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.