Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 15
með konunni. Venjan er sú að kjarnabreytingar ganga stig af stigi til hins verra. Einstaka sinnum staðnæmast breytingarnar eða ganga til baka og er það algengara þegar vægari formin eiga í hlut (dysplasia I og II). Við lengra gengnar breytingar (dysplasia III og carcinoma in situ) er mælt með því að leghálsinn sé speglaður og tekið vefjasýni til ná- kvæmrar athugunar. Vefjasýnistak- an fer þannig fram að kvensjúk- dómalæknir speglar yfirborð legháls- ins með þar til gerðri smásjá sem komið er fyrir á færanlegum armi. Smásjáin magnar allar misfellur á yfirborði þekjunnar og greinir stað- inn þar sem hinar afbrigðilegu frum- ur vaxa. Með sérstakri töng tekur hann örlítinn vefjarbita, sem sendur er til meinafræðilegrar rannsóknar. f>á sést vefurinn í heild sinni og má þar greina hve langt breytingarnar eru gengnar. Nauðsynlegt er að fjarlægja for- stigsbreytingar þegar þær eru svo langt gengnar að þær taka að líkjast illkynja vexti. Er þá talað um stað- bundið krabbamein til aðgreiningar frá ífarandi krabbameini. Hið síðar- nefnda hefur náð að fleyga sig inn í stoðvefinn og hefur þá æxlið mögu- leika á því að sá sér út og gerist það í æ ríkara mæli eftir því sem það vex lengra. Ekki er ljóst hversu langur myndunartími krabbameins er, en oftast er um margra ára þróunarferil að ræða. Þegar stigi staðbundins krabba- meins er náð þykir öruggast að fjar- lægja meinsemdina. Er það gert með því að nema brott keilulaga stykki umhverfis leghálsopið þar sem for- stigsbreytingarnar er að finna. Meinafræðingar skoða síðan skurð- brúnir keilunnar til þess að athuga hvort komist hafi verið fyrir vöxtinn. Til enn frekara öryggis er konan hvött til að koma á sex til tólf mán- aða fresti svo hægt sé að fylgjast með því að allt hafi tekist sem skyldi. Enda þótt aðgerð af þessi tagi geti haft fylgikvilia eins og blæðingu í för með sér, þá er keiluskurður úr leg- hálsinum smáræði í samanburði við aðgerðir þær sem nauðsynlegar eru ef um ífarandi krabbamein er að ræða. Leitarstöð Krabbameinsfélags ís- lands hefur starfað í tuttugu ár og sannað árangur sinn með því að tíðni ífarandi meinsemda í leghálsi hefur farið lækkandi, þrátt fyrir það að forstigsbreytingar séu algengari nú en áður var. Sjúkdómurinn er „virk- ur“ í umhverfinu en nær sér ekki niðri nema hjá þeim er sleppa gegn- um net leitarstarfsinS. Algengast er það að sjá ífarandi æxli hjá konum sem aldrei hafa komið í leitarstöðina eða hafa látið mörg ár líða frá síð- ustu mætingu. Stöku sinnum hafa fundist ífarandi æxli hjá konum sem hafa Iátið hjá líða að mæta eftir að fundist hafa frumubreytingar, en sem betur fer er slíkt sjaldgæft. Ein- stöku æxli myndast á óvenjulegum stöðum og sjást ekki við skoðun eða í frumuprófi fyrr en ífarandi vöxtur er kominn. Samt ber að hafa hugfast að enda þótt ífarandi æxli greinist við skoðun eru lækningahorfur all góðar og því betri sem æxlið er greint fyrr. Er það enn eitt sem mæl- ir með því að konur mæti reglulega til skoðana á tveggja til þriggja ára fresti. Gunnlaugur Geirsson er yfirlæknir Frumurannsóknastofu Krabbameins- félagsins og sérfræðingur á Rann- sóknastofu Háskólans í meinafræði við Barónsstíg í Reykjavík. Gunn- laugur er í ritnefnd tímaritsins Heilbrigðismál. 1 HEILBRIGÐISMAL 2/1984 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.