Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 18
Grænmeti og ávextir Hollusta og neysla Grein eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Maðurinn er í eðli sínu alæta. Forfeður hans í Afríku fyrir tugum milljóna ára lifðu á rótum og aldin- um, fræjum og öðru jurtakyns ásamt smádýrum sem þeir veiddu sér til matar. Þegar ísöld hófst fyrir um það bil þremur milljónum ára urðu miklar breytingar á högum hans. Hann þurfti að laga mataræðið að nýjum aðstæðum: treysta meira á veiðidýr, minna á matjurtir. Til þess að geta ráðið niðurlögum hinna stórvöxnu og kulsælu veiði- dýra ísaldar þurfti hann að smíða sér vopn úr því efni sem náttúran hafði upp á að bjóða. Þannig hófst forn- steinöld. Á síðasta jökulskeiði, Wurm- skeiðinu svokallaða, sem hófst fyrir áttatíu þúsund árum kom Neander- thalsmaðurinn til sögunnar með enn- þá stærra heilabú en fyrirrennarar hans. Neanderthalsmaðurinn smíðaði betri steináhöld en áður höfðu þekkst. Engin veiðidýr voru Iengur óhult fyrir honum. í fyrsta sinn í sögunni þurfti maðurinn ekki að kvíða morgundeginum. Það var svo loks fyrir um það bil tólf þúsund árum að jökullinn tók að hörfa norður á bóginn. Þeir yngri og áræðnari leituðu þá suður til að tak- ast á við nýtt og framandi umhverfi. Miðsteinöld var komin til sögunn- ar. Hún var tímabil kreppu, en jafn- framt skeið mikillar nýsköpunar og framfara. Þá hætti maðurinn að treysta á kjöt eingöngu og varð alæta á ný. Um þetta leyti tók maðurinn loks að veiða fisk svo um munaði. Jafn- framt fór hann að safna korni í stór- um stíl og raunar að nýta alla þá fæðugjafa sem hann kunni skil á. Það tók hann um það bil tvö þús- und ár til viðbótar að gera þá upp- götvun sem olli straumhvörfum í lífi hans sjálfs: Að rækta sitt eigið korn, þ.e. að framleiða fæðuna sálfur. í stað þess að treysta á þá fæðu sem náttúran skammtaði honum sá hann sér hag í því að hætta hirðingja- lífi og fór að hafa fasta búsetu. Þar með voru landbúnadarbylting- in og nýsteinöld gengnar í garð. I kjölfarið sigldi kvikfjárræktin og síð- asti hinna fjögurra grunnflokka fæð- unnar: mjólkurmaturinn. Fæöan og íslendingar En ekki héldu allir til suðurs þegar síðasta jökulskeiðinu lauk. Þeir eldri og íhaldssamari fylgdu jökuljaðrin- um norður á bóginn og urðu frum- byggjar Norður-Evrópu. Löngu seinna lærðu einnig þeir að færa sér í nyt árangurinn af landbún- aðarbyltingunni. Þá fóru þeir að rækta korn og halda húsdýr og undu svo glaðir við sitt. Þar kom sögu að einhverjum þeirra datt í hug að færa sig um set til óbyggðrar eyju úti í Atlantsálum. En sár hafa vonbrigðin verið þegar í ljós kom að korn þreifst þar ekki svo heitið gæti. Ekki gekk heldur betur að afla annarra „garðávaxta“ né annarra matjurta sem þeir voru vanir. Land- nemarnir urðu því að neita sér um báða þá fæðuflokka sem koma úr jurtaríkinu. Um þúsund ára skeið voru íslend- ingar þar af leiðandi í þeirri sér- kennilegu aðstöðu að þurfa að treysta nær eingöngu á dýraafurðir. 18 HEILBRJGÐISMAL 2/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.