Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 19
En dýralandbúnaður með járnald- arvinnubrögðum er afar óhag- kvæmur og þungur í vöfum. Enda leið ekki á löngu þar til fólksfjöldinn fór yfir það mark sem gæði landsins leyfðu. Fyrstu hallærin riðu yfir- á tólftu öld og jókst vandamálið jafnt og þétt fram á þá fjórtándu. Þá fékk þjóðin gálgafrest um stund, en síðan keyrði um þverbak á sautjándu og átjándu öld. Á nítjándu öld tók loks að rofa til í þjóðlífinu. Þjóðin fór að flytja inn korn í stórum stíl (og síðar sykur) og kartöfluframleiðslan jókst ört. Árið 1924 byggðu íslendingar sitt fyrsta gróðurhús. Áður höfðu nær eingöngu verið kartöflur og rófur á markaði en nú kom æ fjölbreyttara úrval af hvers kyns garðávöxtum. Þegar fyrsta almenna neyslu- könnunin meðal landsmanna var gerð árið 1940 kom í Ijós að þjóðin fékk um það bil 50% orkunnar úr jurtaafurðum í stað minna en 10% einni öld áður. Eftir heimstyrjöldina síðari jókst grænmetisneyslan hægt og hægt. Hins vegar varð gífurleg aukning í innflutningi ávaxta. Tuttugufaldað- ist neyslan frá 1940 til 1965. Þetta varð til þess að C-vítamín- neyslan jókst svo unt munaði. Var hún loks um 1980 komin í það horf sem manneldisfræðingar mæla með (um 60 milligrömm á dag fyrir full- orðna). Kostir garðávaxta En hvað er svona merkilegt við garðávexti? Fyrst og fremst tveir eiginleikar þeirra. Er það annars vegar lítið orkugildi og hins vegar hátt bætiefna- og trefjaefnagildi. 1 100 grömmum af ávöxtum eru yfirleitt innan við 100 hitaeiningar og í 100 grömmum af grænmeti innan við 50 hitaeiningar. Er því hægt að borða nær ótakmarkað grænmeti án þess að fitna. Sú bábilja að kartöflur séu fitandi virðist sprottinn frá þeim tíma þegar talið var að það væru fyrst og fremst kolvetni sem stjórnuðu því hvort fólk fitnar eða ekki. Staðreyndin er sú að í 100 grömmum af kartöflum eru ekki nema um það bil 80 hitaeiningar. Til af fá dagskammt af orku úr kart- öflum eingöngu þyrfti því að borða um 3 kíló af þeint! Það er einmitt þetta samspil milli lágs orkugildis og mikils magns af bæti- og trefjaefnum sem veldur því að manneldisfrœðingar um allan heirn mœla með aukinni neyslu garð- ávaxta. Auk þess innihalda garðávextir ýmis efni sem virðast geta spornað gegn krabbameinum og ýmsum öðr- um hrörnunarsjúkdómum sem nú eru algengir, þar á meðal eru C- og E-vítamín. Nú fáum við næstum því 80% alls C-vítamíns fæðunnar úr garðávöxt- um, 15-30% af mörgum öðrum bætiefnum og 38% af trefjaefnum. Síðast en ekki síst innihalda garð- ávextir ekki mettaða fitu svo neinu nemi og ekkert kólesteról, en þessi efni eru helstu sökudólgarnir hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma. Tafla sem hér fylgir sýnir næring- argildi ýmissa garðávaxta sem eru algengir hér á landi. Eins og sjá má er magn bætiefna, t.d. C-vítamíns, alls staðar mikið miðað við magn orkuefnanna. Sem betur fer er neysla ávaxta nú orðin allmikil í landinu. Þyrfti hún þó að aukast enn til muna. Svipaða sögu er að segja um kartöflurnar. Um grœnmetið gegnir nokkuð öðru máli. Neyslan hér er því miður ennþá margfalt minni en í grannlöndunum, en hefur aukist hægt og sígandi á undanförnum árum. Verður að vinna að því að hún stóraukist frá því sem nú er. Enn sem komið er nemur HEILBRIGÐISMAL 2/1984 1 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.