Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 21
jafnframt að taka upp vinnslu í stór- um stíl. Aukin neysla - betri heilsa Grænmeti og aðrir garðávextir er eitt að því fáa sem íslenskir bændur framleiða ekki of mikið af, heldur alltof lítið. Ættu þeir á komandi árum að snúa sér af alefli að þessum þætti. En jafnframt er ljóst að garð- yrkjubændur munu aldrei fullnægja öllum markaðnum, sérstaklega yfir vetrartímann. Er því brýnt að inn- flutningur á garðávöxtum takist sem best. Sem betur fer hafa íslendingar borið gæfu til að eignast framtaks- sama innflytjendur sem hafa flutt inn fyrsta flokks garðávexti í fjöl- breyttu úrvali um langt skeið. Á þessu sviði þarf að ríkja fullt viðskiptafrelsi að því tilskyldu að hagsmunir innlendra framleiðenda séu tryggðir, þannig að þeirra fram- leiðsla hafi forgang. Afar mikilvægt er að lækka tolla á innfluttu grænmeti. Til þess að það sé kleift verður einnig að fella niður aðflutningsgjöld af öllum búnaði til innlendrar garðávaxtaframleiðslu. Eitt af því sem gæti orðið hvað mest til að ýta undir aukna neyslu garðávaxta er að komið sé á fót grænmetismörkuðum á sem flestum stöðum á landinu. Auk þess þyrfti að auka alla fræðslu um hollar neysluvenjur. Grænmetið og aðrir garðávextir eru þar í fremstu röð, og eitt af því fáa sem þjóðin þarf lífsnauðsynlega á að halda. Af þessum ástæðum verður að koma í veg fyrir að stjórnvöld grípi til nokkurra þeirra aðgerða sem geta dregið úr garðávaxtaneyslu, t.d. með því að leggja söluskatt á slíka vöru. Takmarkið er einfaldlega: Ferskir garðávextir í bestu gæðaflokkum á hagstæðasta verði sem völ er á árið um kring. Þá og fyrr ekki munu ís- lenskir neytendur fagna lokasigri. Nokkur ril um |>arðávexti o.fl.: Fruil and Vegetables. Duckworth, R.B. Pcrgamon Prcss. 1966. Fœða og heilbrigdi. Jón Óttar Ragnars- Geymslutími grænmetis Þar sem um tvær tölur er að ræða á sú lægri við kæligeymslur en sú hætri við geymslur með stýrðum loftskilyrðum. Sveppir .... 7- 10 dagar Paprika .... 10- 15dagar Tómatar .... 10- 20dagar Agúrkur .... 10— 20 dagar Hnúðkál .... 15- 30 dagar Blómkál .... 25- 40 dagar Blaðlaukur . . 60—120dagar Rósakál . 120-150 dagar Hnúðsellerí . 150 dagar Gulrætur . . . 180 dagar Rauðrófur . . 180 dagar Hvítkál . 150-200 dagar Rauðkál .... . 150-200 dagar ; son. Morgunblaöiö, 17. júlí 1982. 19. maí og 24. maí 1984. Geymsla á gardávöxlum. Garðar Árna- son. Fjölrit RALA nr. 98, Fæðudciltl 2. rit. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1983. Grœnmeli og heilsuvernd. Jón Óttar Ragnarsson. Erindi flutt á ráðstcfnu um grænmctisvcrslun á Hótcl Esju, 21. janúar 1984. Matvœlavinnsla II. Jón Óttar Ragnarsson. Fyrirlcstrar. Háskóli íslands, 1984. McCance and Widdowson's Tlie Compos- ilion of Foods. Paui, A.A. and Southgatc. D.A.T. Hcr Majcsty's Stationary Officc, 1978. Neyslukönnun Manneldisráðs tslands. Jón Óttar Ragnarsson og Erla Stcfánsdóttir. Fjölrit RALA nr. 74. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1981. Nœring og heilsa. Jón Óltar Ragnarsson. Hclgafcll, 1979. Nœring og vinnsla. Jón Óttar Ragnarsson. Helgafell, 1984. Nœringarefnabanki RALA. Jón Óttar Ragnarsson, Erla Stcfánsdóttir og Ólafur Rcykdal. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, 1981. Rcektun gardávaxta. Axcl Magnússon. Fjölrit RALA nr. 98, Fæðudcild 2. rit. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1983. Dr. Jón Óttar Ragnarsson matvæla- efnafræðingur er dósent í efnafræði og matvælafræði við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands. Hann er einnig forstöðumaður fæðu- rannsóknadeildar Ranrvsóknastofn- unar landbúnaðarins. Jón Óttar á sæti í Manneldisráði og er í ritnefnd tíma- ritsins Heilbrigðismál. Hvenær eru ferskir íslenskir garðávextir á markaði? JFMAMJ JÁSOND BELGBAUNIR inni BLAÐSALAT úti BLAÐSALAT inni BLÓMKÁL úti BROICKOLÍ úti GRASLAUKUR úti GRÆNAR BAUNIR inni GRÆNKÁL úti GRÆNKÁL inni GULRÓFUR úti GULRÆTUR úti GULRÆTUR inni GÚRKUR inni HREDKUR úti HVÍTKÁL úti KARTÖFLUR úti NÆPUR úti PAPRIKA inni RABBARBARI úti RAUÐRÓFUR úti SVEPPIR inni TÓMATAR inni HEILBRIGÐISMÁL 2/1984 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.