Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 25
HEILBRIGÐISMAL / Jóhannes Long sýnum sem tekin voru úr hjörtum manna, nokkrum klukkustundum eftir dauða, sýna breytingar áþekkar þeim sem verða í hjarta eftir krans- æðastíflu þegar vöðvafrumur deyja af súrefnis- og orkuskorti. Athugan- irnar sýndu að þeir fosfólipíðar brotna hraðast niður sem mest hafa af fjölómettuðum fitusýrum og safn- ast þessar fitusýrur fyrir í vöðvanum sem óbundnar fitusýrur. Fitusýru- samsetning fosfólipíða virðist geta ráðið töluverðu um styrk frumunnar til að standast skaðleg áhrif súrefnis- skorts við skert blóðstreymi. Frekari rannsóknir sýndu breytingar á efna- Svipmyndir frá rannsóknastof- unni. Á efri myndinni er Edda Benediktsdóttir við gasskilju, en á neðri myndinni er Elsa Benedikts- dóttir að aðgreina efni á plötu. samsetningu fosfólipíða í hjörtum manna og tilraunadýra með aldri. Minnkar þannig magn línolíusýru í frumuhimnu með aldri en magnið af enn lengri og ómettaðri fitusýrum eykst að sama skapi. Áhrif fæðufitu Neysla feitmetis er talin hafa áhrif á líkurnar fyrir kransæðasjúkdómi. Rannsóknir okkar sýndu að tegund feitmetis getur haft mikil áhrif á efnasamsetningu fosfólipíða í hjarta. Þegar rottur voru aldar á fóðri sem í var blandað 10% af kornolíu eða 10% af þorskalýsi urðu miklar breyt- ingar á efnasamsetningu fosfólipíða í hjartanu. Kornolía sem hefur mikið af línolíusýru (um 50%) olli veru- legri aukningu á magni arakídonsýru í hjarta, en þessi fitusýra myndast úr línolíusýru. Þorskalýsi olli hins vegar mikilli lækkun bæði á línolíusýru og arakídonsýru í hjarta en jók að sama skapi magn enn lengri og ómettaðri fitusýru í hjarta. Þessar löngu og margómettuðu fitusýrur eru einkum í lýsi og fiskmeti. Rotturnar þrifust vel á þessu fóðri en þegar kanínum var gefið fóður með 10% lýsi þrifust þær illa, veiktust og dóu eftir 6-8 vikur, sennilega af of mikilli gjöf A og D vítamína í lýsinu. Við slíkar athuganir verður að gæta þess að ólíkar dýrategundir þola mismun- andi magn af ýmsum næringarefn- um, en of mikil neysla A og D víta- mína veldur eituráhrifum. í lýsi og fiskmeti er töluvert af tveimur mjög áhugaverðum fitusýrunr. Önnur fitu- sýran nefnist eikosapentaen-sýra eða EPS og hindrar hún samloðun á blóðflögum. EPS tefur blóðstorknun og minnkar þannig hættu á myndun blóðtappa. Hin fitusýran nefnist dokósahexaen-sýra eða DHS en hlutverk hennar er óþekkt. DHS er í töluverðum mæli í heila og taugum en í hjartanu er magn þessarar fitu- sýru mest hjá dýrategundum sem hafa öran hjartslátt. Er nú leitað leiða til að framleiða EPS úr lýsi svo gefa megi þetta efni kransæðasjúk- lingum í þeirri von að hindra mynd- un blóðtappa. Neysla á lýsi takmark- ast vegna A og D vítamína, sem eru nauðsynleg í litlu magni en verða skaðleg í of miklu magni. Of mikil neysla á D vítamíni hraðar æðakölk- un. Æskileg neysla er talin vera 400 einingar á dag fyrir börn og þungað- ar konur en 200 einingar fyrir full- orðna. I einu grammi af lýsi eru 100 einingar. Áhrif streitu Aðlögun að breyttum lífsskilyrð- um og streitu veldur marktækum breytingum á efnasamsetningu fos- fólipíða í hjarta. Breytingarnar eru þær sömu hvort sem um er að ræða aðlögun á nýburaskeiði, við megrun (10%-15% minnkun á líkamsþunga á 2 vikum) eða við gjöf streituhor- móna. Miklar breytingar verða í tveinrur aðal fosfólipíðum í frumu- himnum en vissir fosfólipíðar ná- tengdir orkuvinnslu frumunnar breytast lítið sem ekki. Magn líno- líusýru minnkar en í staðinn vex magn arakidon-sýru og DHS. Sem stendur er verið að kanna hvers HEILBRIGÐISMÁL 2/1984 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.