Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 26
vegna þessar breytingar verða við streituálag og hvernig. Aukinn skiln- ingur og þekking á eðli streitu og streituaðlögunar ætti að gera mönn- um kleift að auka streituþol og koma í veg fyrir sjúkdóma af völdum streitu. Fjölómettaðar fítusýrur og áhrif þeirra á tíðnitruflanir í hjarta og skyndidauða Enn er margt óljóst um hlutverk og áhrif hinna ýmsu fjölómettuðu fitusýra í æðum, hjarta, heila og víðar. Arakidon-sýra ummyndast í meira en 30 myndefni, sem geta haft ólík áhrif á hjartað og æðakerfið. Sum efnin valda slökun á æðaveggj- um, víkka æðar og auka blóð- streymi. Önnur efni valda samdrætti í æðaveggjum, jafnvel krampa- kenndri lokun æða og raska þannig eðlilegu blóðstreymi. Enn önnur myndefni úr arakidon-sýru stuðla að aukinni samloðun blóðflaga og myndun blóðtappa í æðum, en það getur leitt til vefjaskemmda, t.d. hjartadreps. Með því að stjórna þessari ummyndun arakidon-sýru eftir ýmsum efnaferlum má stjórna áhrifum þessara myndefna og hindra skaðleg áhrif þeirra. Þannig var hægt að koma í veg fyrir tíðnitruflanir og skyndidauða í tilraunadýrum (rott- um) af völdum lyfsins ísópróterenol með því að gefa dýrunum áður efni sem hindraði ummyndun arakidon- sýru í svokölluð leukótríen-efni. Þessi efni valda m.a. samdrætti í kransæðum og skertu blóðstreymi, sem á ríkan þátt í að framkalla hjartatitring og skyndidauða í til- raunadýrum. Fleiri fjölómettaðar fitusýrur eru áhugaverðar í þessu sambandi, t.d. EPS og DHS eins og áður er getið, en lítið er vitað um hlutverk eða ummyndanir þessara fitusýra í önnur myndefni. Lokaorð Þekking og skilningur á eðli krans- æðasjúkdóma vex ört. Með aukinni þekkingu á viðbrögðum hjartans við kransæðastíflu og eðlilegri viðgerð og endurhæfingu hjartans skapast skilyrði til að efla þessa viðgerð og styrkja starfshæfni hjartans eftir myndun hjartadreps. Fyrirbyggjandi ráðstafanir eru þó mikilvægastar. Kanna verður hvort, og þá hvaða, breytingar verða í hjartavöðva sam- fara myndun æðaþrengsla og áður en hjartadrep myndast. Við verðum að öðlast frekari skilning á eðli kransæðasjúkdóma og þeim þáttum sem veikja viðnámsþrótt hjartans við að standast aukið álag og tíma- bundna röskun á orkubúskap vöðv- ans. Margir þættir koma hér við sögu og virðast ýmsir þeirra óljósir og jafnvel óþekktir enn. Það sem virtust staðreyndir í gær eru aftur tilgátur í dag. Dr. Sigmundur Guðbjamason er prófessor í efnafraeði við Verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands. Umræddar rannsóknir hafa verið unnar frá 1961 í samvinnu við fjölda rannsóknamanna bæði hérlendis og erlendis. Núverandi samstarfsmenn Sigmundar á Raunvísindastofnun Há- skólans eru Ágústa Guðmundsdóttir, Edda Benediktsdóttir, Elsa Bene- diktsdóttir og Guðrún Skúladóttir. Þá hefur höfundurinn einnig haft sam- starf við prófessor Jónas Hallgríms- son forstöðumann Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Bragðmiklar baunir frá Nutana Góð heilsa er gæfa hvers manns Faxafell hf sími 51775 26 HEILBRIGÐISMAL 2/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.