Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 27
„Það íylgir því ábyrgð að lifa“ Kaflar úr giein sem Hulda Á. Stefánsdóttir skrifaði fyrir rúmu ári og birtist í Morgunblaðinu Það fer ekki hjá því að mörgu skýtur upp í hugann þegar legið er á sjúkrahúsi, og kvalirnar verða ekki allsráðandi. Það er oft lær- dómsríkt að vera með veiku fólki, kynnast viðbrögðum þess gagn- vart lífinu og margvíslegum veikindum. Mér varð hugsað til bernsku minnar og æskuára, þegar ég heyrði fólkið segja frá skæðum farsóttum, sem fóru um landið, hve fólkið var ráðþrota, því hvergi var hjálpar að leita. Mikill er nú munurinn. Öllum er kunnugt um, að krabbinn er erfiður sjúkdómur, mikið vonleysi og þjáningar fylgja honum. Fram að þessu hefur það þýtt allt að því sama og dauða- dómur, þegar kveðið var upp úr um það að menn hefðu krabba. 1 tugi ára hafa iæknar og vísinda- menn leitað orsaka þessa geigvænlega sjúkdóms, og ráða til að lækna hann. Fólk verður að hlusta þegar nýjungar berast um það, hvað valdi sjúkdóminum og taka það til greina, sem lærðir menn og góðviljaðir segja. Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann. Fyrir allmörgum árum hafa vís- indin leitt í Ijós að reykingar og óhóf á mörgum sviðum svo sem í óhollu mataræði, neyslu áfengra drykkja, að ég nú ekki tuli um eitur- eða deyfilyfin valdi oft á tíðum krabba. Því miður hlustar fólk ekki á slíkt, ef það brýtur í bága við lífsvenjur þess og langan- ir. Menn halda áfram sínum lífs- venjum, púa, þamba og þefa, enda þótt þeir viti, að slíkt býður hættunni heim. Sé vandað um við fólk, einkum það yngra, er því venjulega svar- að til: „Ég á mig sjálf (eða sjálfur) og ræð hvað ég geri“. En það er bara mesti misskiln- ingur, lífið er ekki svona einfalt, við eigum okkur ekki sjálf. Það fylgir því ábyrgð að lifa, segir skáldið, og það er sannleikur, sem ekki verður umflúinn. Öll erum við hlekkir í sömu keðju. Við erum hvort öðru háð og höfum skyldur, ekki eingöngu gagnvart okkur sjálfum og næsta umhverfi, við höfum skyldur við land okkar og þjóð. Það er hægt að tala borg- inmannlega meðan allt leikur í lyndi, en óðar og vanda ber að höndum og hallar undan fæti, er kallað á aðstoð, og ætlast til þess að hún sé veitt. Það er svo furðu- legt hve margir lítilsvirða lífið og Hulda Á. Stefánsdóttir, sem nú er 87 ára, var húsfreyja á Þing- eyrum í Austur-Húnavatnssýslu í áratugi, lengi forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi og um skeið forstöðukona Hús- mæðraskóla Reykjavikur. skyldurnar við það. Loka beinlín- is augunum fyrir dásemdum þess. í stað þess virðist fjöldinn allur á flótta frá lífinu. Birtist þessi flótti í mörgum myndum, svo sem í of- nautn víns og tóbaks, að ég nú ekki tali um öll vímulyfin og alls konar óhóf í lifnaðarháttum. Það er engu líkara en menn sækist eft- ir að gleyma stað og stund, gleyma að þeir eða þær eru lifandi ábyrgar manneskjur, sem fórna með þessum hætti ekki eingöngu eigin lífi heldur ótal margra ann- arra og valda þjóðarböli. Víst má deyða fólk, sagði 5 ára drengur, sem hafði lært þann boð- skap af sjónvarpinu. Er þetta ekki hræðilegt. Sjálfsagt segið þið, sem lesið þessar línur: Sú er af gamla skólanum. Já, sem betur fer. í gamla skólanum var okkur börn- unum kennt m.a. að virða lífið. Ég er oft að velta því fyrir mér, hvernig standi á því, að við Is- lendingar erum svo vansælir og vanþakklátir, því nú finnst ástæða til að þakka svo ótal margt. Fólk, sem þess þarfnast, fær að liggja á sjúkrahúsum svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir og njóta fullkomnustu þjónustu, meira að segja án endurgjalds. Finnst ykkur þetta ekki stórkost- legt, rennur ykkur ekki til rifja vanþakklæti okkar, og hvað við rækjum illa skyldurnar við þjóð- ina okkar sem veitir okkur öll þessi hlunnindi? Ber okkur ekki að sýna þakklæti, þó ekki væri með öðru rnóti, en varðveita heilsu okkar í lengstu lög, fyrst og fremst sjálfra okkar vegna og svo þjóðarinnar, sem daglega leggur fram stórfé til heilbrigðisþjón- ustu. Mönnum vill gleymast að það varðar þjóðarhag að lifa heilbrigðu lífi og stuðla þannig að bættu heilsufari. HEILBRIGDISMÁL 211984 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.