Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 30

Heilbrigðismál - 01.06.1984, Blaðsíða 30
fylgja leiðbeiningunum þurfa vafa- laust að breyta lifnaðarháttum sín- um. Það er sjaldnast átakalaust, svo spurningin er hvort viðkomandi er tilbúinn að leggja sig fram. Af hvezju viltu grennast? Algengustu ástæðurnar eru líklega tvær. í fyrsta lagi álíta flestir að séu þeir grennri þá aukist aðdráttarafl þeirra og þeir falli betur inn í hóp- inn. í öðru lagi hefur fólk áhyggjur af heilsu sinni, því offita hefur vissu- lega slæm áhrif á heilsufarið. Varðandi fyrri ástæðuna, þá er sjálfsagt að hugleiða að ef ykkur finnst þið útundan eða lítt eftirsótt þá er ekki víst að offita sé eina skýr- ingin þar á. Kannski á framkoma ykkar einhvern þátt í því. Þó að það geti gert ykkur auðveldara fyrir að umgangast aðra þá er ekki víst að megrun opni ykkur allar dyr. Reynið að gera ykkur raunsæjar hugmyndir um hvernig líf ykkar gæti orðið eftir að þið hafið grennst. Er hættulegt að vera of feitur? Þegar rætt er um áhættu sem fylgir t.d. í kjölfar offitu, þá er auðvitað aðeins hægt að miða við rannsóknir á hópum fólks. Slíkar rannsóknir sýna nokkuð glögglega hver tilhneig- ingin er varðandi ákveðna sjúk- dóma, en þær segja eðlilega ekki til um það hvað getur komið fyrir ákveðinn einstakling. Þannig getur verið að sumir lifi lengi og við góða heilsu þrátt fyrir offitu, og ef til vill þekkið þið slík dæmi. En rannsóknir sýna að það eru býsna margir sjúk- dómar sem sækja að þeim offeitu, svo offitan býður vafalaust hættunni heim. Líftryggingafélög hafa eðlilega mikinn áhuga á upplýsingum um lífs- líkur manna. Rannsóknir á þeirra vegum hafa sýnt að sá sem er orðinn offitu að bráð fyrir 35 ára aldur er mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram en sá sem er í hæfilegum hold- um. Þessi áhrif eru einnig til staðar hjá eldra fólki. Svo virðist sem offita sé alltaf heldur hættulegri fyrir karl- menn en konur. Og svo eru það sjúkdómarnir. Hár blóðþrýstingur og kransæða- sjúkdómar eru líklegri til að hrjá of- fitufólk en aðra. Þessir sjúkdómar geta leitt til blóðtappa og hjarta- áfalla. Þeir sem eru of feitir eiga sykur- sýki og sjúkdóma í gallblöðru frem- ur á hættu en aðrir. Þunginn mæðir auðvitað mjög á líkamanum og sjúk- dómar í liðum gera gjarnan vart við sig, t.d. gigt í hnjám og mjöðmum. Eitthvað verður undan að láta. Gjarnan er mælt með hæfilegri lík- amlegri áreynslu og gott er að hreyfa sig, t.d. að ganga. Hreyfing er erfið fyrir þá offeitu. Hreyfingarleysið dregur úr möguleikum þeirra til að efla sál og líkama og gerir þeim enn hættara en ella. Þá dregur úr þoli fólks bæði í starfi og leik. Við skyndilega áreynslu stendur offeitt fólk fljótt á öndinni og því líður illa. Hreyfingarleysi og offita gerir fólk einnig svifaseint og það á þá erfiðara með að forða sér frá hættu, t.d. á götu úti. Af hvezju fitna sumir en aðrix ekki? Það eru vísast margir sem spyrja bæði sjálfa sig og aðra þessarar spurningar og sennilega oft í dapur- legum tón. Einhverjum detta í hug efnaskiptasjúkdómar, sem í daglegu tali kallast röng efnaskipti. Efna- skiptasjúkdómar geta vissulega vald- ið offitu, en þeir eru fremur sjald- gæfir miðað við fjölda þeirra sem eru of feitir. Þessir sjúkdómar eru því yfirleitt alls engin skýring á of- fitu. Hins vegar er sjálfsagt að ganga úr skugga um þetta og fara í læknis- rannsókn áður en farið er í megrun þar sem stefnt er að því að léttast um meira en 20% af líkamsþyngd. Svarið við spurningunni hér að ofan er ekki einhlítt, það geta verið fleiri en ein skýring þar á. En einu nafni getum við nefnt svarið slæmar matarvenjur, þ.e. óheppilegur mat- ur og óheppileg umgengni við mat. Hér á eftir er þetta skýrt nánar. Mataræði. Líkaminn breytir matnum sem við borðum í brenn- sluefni svo líkamsstarfsemin haldist gangandi og við getum unnið. Lík- aminn gengur fyrir mat, rétt eins og bíll gengur fyrir bensíni. Ef við borð- um álíka mikið og líkaminn þarf til vinnu sinnar, þá eyðist eldsneytið. En ef við borðum meira en líkaminn þarf, þá breytist afgangs eldsneytið í fitu, sem safnast fyrir. Þessu er svona haganlega komið fyrir hjá náttúrunni, því hugmyndin er að þegar lítið er af mat, eldsneyti, þá getur líkaminn breytt fitunni í elds- neyti og starfað þannig um tíma, þó við borðum lítið um stund. En þó að náttúran hygðist sjá vel fyrir okkur á þennan hátt, við ótrygg lífskjör, þá gerir þetta nútímafólki erfitt fyrir. Við gnægð matar gengur aldrei á umframfituna svo hún bara safnast fyrir. Og þó það reynist mörgum erfitt þá megum við ekki borða meira en við þurfum. Auk þess að borða hæfilega mik- Líkaminn gengur fyrir mat rétt eins og bíll gengnr fyrir bensíni. 30 HEILBRIGÐISMAL 2/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.