Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 5
Dánartíðnin hefur lækkað mikið síðustu öldina í þessu tímariti hafa birst nokkrar greinar um dánartíðni Islendinga og breytingar á henni síðustu ár og ára- tugi. En það er einnig fróðlegt að athuga hvernig þróunin hefur verið á síðustu öldum. Arnljótur Ólafsson, prestur og al- þingismaður (f. 1823, d. 1904), tók saman tölur um mannfjölda, fæðing- ar og dauðsföll frá 1735 til 1855. „Manndauðinn eður dauðleiks- megnið" eru þau hugtök sem hann notar yfir dánartíðnina. Á þessu tímabili var dánartíðnin yfirleitt frá 2% til 4% af íbúafjölda. Einstök ár skera sig þó úr. Laust eftir miðja átjándu öld gengu óvenju mann- skæðar „hungursóttir" og t.d. létust 7,8% af þjóðinni árið 1758. Móðuharðindunum fylgdi einnig mikill mannfellir. Árið 1784 Iétust 5346 manns (11,0% af þjóðinni) og árið eftir létust 5626 inanns (12,6%). Þá voru íbúar landsins rúm 38 þús- und eða litlu fleiri en í lok stórubólu árið 1707, en talið er að í henni hafi þriðjungur þjóðarinnar látist. Af öðrum slæmum árum má nefna 1843 þegar inflúensufaraldur gekk og 5,5% þjóðarinnar létust, svo og 1846 er dánartíðnin var 5,6%, en það byggðist m.a. á landfarsótt og mislingum. Um dánartíðnina frá 1855 til 1920 er m.a. fjallað í Heilbrigðisskýrslum 1911—20. Þar segir Guðmundur Hannesson: „... íslenska þjóðin hef- ir um langan tíma barist við dauðann og var jafnvel 1780—90 í þann veg- inn að deyja út. Fólksfjöldalínan á 18. öldinni er eins og línuritið yfir hita dauðveiks sjúklings, og framan af hinni 19. líkt og í langvinnum tvísýnum afturbata. Öld eftir öld höfuni vér legið fyrir dauðanum og það er fyrst 1880—90 sem þessari dauðans sótt léttir, og þá vonandi til fulls“. Stundum hefur ástandið þó verið slæmt á þessari öld. 1 apríl 1906 „fóru 100 manns í sjóinn" og í spánsku veikinni 1918-19 geta skýrslur um 550 dauðsföll. Áratug- inn 1911—20 dóu um 1,5% þjóðar- innar að meðaltali á ári, og um það segir Guðmundur: „Þrátt fyrir erfið lífskjör, afleit húsakynni, misjafnan þrifnað og skort á ótal heilbrigðis- nauðsynjum hefir þjóðin vaxið og blómgast og manndauðinn verið minni þennan áratug en gerist í flest- um löndunt Norðurálfunnar". Fram yfir miðja þessa öld fækkaði dauðsföllum hlutfallslega, en lítil breyting hefur orðið síðustu áratugi fyrr en á allra síðustu árum. Á tæpri einni öld, eða frá 1881 — 85 til 1976— 80 lækkaði dánartíðnin úr 2,9% í 0,65%. -jr. Helstu heimildir: Arnljótur Ólafsson: Um mannfjölda á ís- landi. Skýrslur um landshagi á íslandi, gefn- ar út af hinu íslcnska bókmcnntafclagi. Fyrsta bindi, bls. 329-404. Kaupmannahöfn, 1858. Heilbrigðisskýrslur 1911-20, bls. X-XIII. Guömundur Hanncsson tók saman. Land- lækniscmbættið. Reykjavík, 1922. Heildardánartíðni á íslandi Dánir sem hlutfall af ibúafjölda Meöaltal fimm ára timabila HEILBRIGÐISMAL 4/1984 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.