Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 6
Obeinar reykingar Flestir reykja með einhverjum hætti en margir án þess að vilja það Grein eftir Sigurð Árnason Hin nýju lög um tóbaksvarnir hafa valdið svolitlum úlfaþyt meðal reykingamanna, sem telja á rétt sinn gengið. Þessi lög miða þó fyrst og fremst að því að atferli reykinga- manna geri sem minnstan skaða þeim sem ekki reykja. Þess vegna er ekki um að ræða að réttur sé skertur, heldur er verið að reyna að koma í veg fyrir að reykingamenn valdi öðrum heilsutjóni. Komið hefur í Ijós á síðustu árum að reykingamenn geta með atferli sínu valdið sjúkdómum í öðrum, í fóstrum í móðurkviði, í börnum sín- um og öðrum þeim sem umgangast þá mest. I þessari grein verður drepið á helstu niðurstöður læknisfræðilegra rannsókna, sem styðja ofangreinda fullyrðingu. Hva6 eru óbeinai reykiiigar? Óbeinar reykingar eiga sér stað þegar einstaklingur, sem ekki reykir andar að sér reyk frá brennandi tó- baki innandyra, og einnig þegar fóst- ur fær í sig eiturefni tóbaks gegnum blóðrás reykjandi móður. Tóbaksmengun í umhverfi má skipta í tvo þætti, í meginreyk og hliðarreyk. Meginreykur er fráblástur reyk- ingafólksins. Sá hluti reykjarins hef- ur sogast í gegnum sígarettuna, píp- una eða vindilinn og eftir það ef til vill í gegnum síu áður en hann fer í gegnum öndundarfærin og niður í lungun. Þar „hreinsast" reykurinn jafnframt, tjaran situr eftir, svo og ýmsar agnir, og reyknum er síðan blásið út í andrúmsloftið. Hliðarreykurinn kemur frá endan- um á logandi sígarettu eða öðru tó- baki og fer þaðan beint út í and- | rúmsloftið. Meginreykur og hliðar- | reykur eru mismunandi samsettir. J Um 85% af reyknum í umhverfinu | er úr hliðarreyknum. Þess ber þó að £ gæta að hann þynnist meira en hinn og þeim mun meira sem reykt er í stærra herbergi og loftræsting er betri. Sá, sem reykir ekki hefur að öðru jöfnu allt að 1% af kolsýrlingi íblóð- inu. Reykingamenn hafa um 5% af kolsýrlingi í blóði sínu og þeir sem verða fyrir óbeinum reykingum allt að 3%. Sýnt hefur verið fram á að fólk sem reykir ekki og vinnur t.d. á veitingahúsum, á börum eða í flug- vélum, þar sem reykt er, hefur miklu meira en eðlilegt má teljast af kol- sýringi, nikótíni og niðurbrotsefnum þess í blóði og þvagi. Einnig hafa fóstur, börn og makar þeirra sem reykja meiri þéttni af þessum efnum í blóðinu, og auk þess hefur verið sýnt fram á þíósýanat (SCN-) í blóði þeirra. Vitað er að kolsýrlingur í blóði dregur úr getu blóðsins til að flytja súrefni og nikótín veldur sam- drætti í æðum, en deilt er um hvaða þættir það eru í tóbaksreyknum sem valda sjúkdómum hjá þeim sem reykja óbeint. Reykingar á meðgöngu Reykingar mæðra hafa margvísleg áhrif á fóstur í móðurkviði. Börnin eru léttari við fæðingu og munar 250—350 grömmum. Súrefnisþrýst- ingur er lœgri í fóstrum reykjandi mæðra. Sýnt hefur verið fram á nik- ótín í blóði þessara barna. Þetta í sameiningu, þ.e. nikótínið og lækk- un á súrefnisþrýstingi, er talin skýring á því af hverju þessum kon- um er hættara en öðrum við fylgju- losi, enda er minna blóðflæði í fylgju og fóstri. Hætta á andvana fæðingu eða andláti á fyrstu viku er meiri en ella. Tíðni fósturláta er atikin. Til eru nokkrar rannsóknir, sem benda til að vanskapanir séu tíðari hjá börnum reykjandi mæðra og einnig að börn þeirra hafi aukna tíðni illkynja sjúkdóma. Þessar tvær síð- ustu ábendingar hafa ekki enn verið staðfestar. Bráð áhrif óbeinna reykinga Um 70% þeirra sem verða fyrir reyk frá öðrum kvarta um ertingu í 6 HEILBRJGÐISMÁL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.