Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 7
augum og um þriðjungur á vanda til höfuðverks af þessum sökum. Þetta einkenni er þeim mun algengara, sem rýmið er minna, t.d. ef reykt er tímum saman í litlum bíl á ferðalagi. Sviði í nefi og hálsi er algengur. Um 30-40% þeirra sem lenda í tó- baksreyk fá hósta eða hóstakjölt og öndunargetan minnkar um 5 — 15% hjá þeim sem eru langdvölum í tó- baksreyk. Deilt er um hvort þetta hafi nokkra þýðingu, þ.e.a.s. hvort sá sem verður fyrir þessu sé mæðnari og þrekminni. Hins vegar er nú ljóst að sjúklingar með sjúkdóma eins og astma, berkjubólgu og hjartaöng, eru næmastir fyrir eituráhrifum óbeinna reykinga. Áhríf á ungböm Berkjubólga, lungnabólga og aðrir sjúkdómar í neðri loflvegum eru mun algengari hjá þeim börnum á fyrsta ári sem eiga foreldri eða for- eldra sem reykja. Hvaðanæva úr heiminum benda rannsóknir til hins sama: Þeim mun meira sem reykt er á heimilinu, þeim mun oftar veikjast börnin af ofangreindum sjúkdóm- um. Ahrifin eru langmest á yngstu börnin, en þeirra gœtir alla bernsk- una. Reykingar mæðra hafa mun meiri áhrif en reykingar feðra og verður þetta skiljanlegt, þegar hugs- að er til þess hve börn að jafnaði umgangast mæður sínar meira en feður. Ýmislegt bendir til þess að börn reykjandi foreldra fái oftar astma en hin, sem eiga foreldra sem ekki reykja. Börn reykjandi foreldra eru mun oftar á sjúkrahúsum vegna ofangreindra sjúkdóma en börn hinna. Böm og unglingar Rannsóknir á börnum og ungling- um á aldrinum 5 — 20 ára benda ein- dregið til þess sama, þ.e. að orsaka- samband sé á milli reykinga foreldra og bráðra öndunarfœrasjúkdóma, langvarandi hósta, uppgangs og píps í lungum hjá börnunum. Einnig verða börn reykforeldra miklu oftar Fimm af hverjum sex læknum Á síðasta vetri skipuðu lækna- ráð og starfsmannaráð Borgar- spítalans nefnd til að gera tillögur um reglur varðandi takmarkanir á reykingum innan spítalans. Til að kanna reykingar meðal starfs- tuannanna og viðhorf þeirra til slíkra reglna var gerð könnun í maí 1984. Sendir voru spurninga- listar til 550 starfsmanna og bárust svör frá 503, eða 91%. Þessi könnun sýnir að aðeins þriðjungur starfsfólksins reykir (36%). Minnst er um reykingar meðal lækna og læknanema (15- 16%), síðan koma meinatæknar (22%), þá hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar (33%), ýmsar starfsstéttir (36-41%) en mest var um reykingar hjá sjúkraliðum (54%). Þess má geta að sam- kvæmt könnun sem Hagvangur gerði um svipað leyti kom í ljós að 41-42% fullorðinna íslendinga reykja, og var lítill munur á kynj- unum. Það er því augljóst að lilut- fallslega fáir læknar reykja hér á landi, líkt og í mörgum öðrum löndum. Allflestir starfsmenn Borg- arspítalans töldu rétt að setja regl- ur um takmarkanir á reykingum innan spítalans og 17% vildu ganga það langt að banna þær með öllu á spítalanum. I framhaldi af þessu gerði Reykingavarnatiefnd spítalans til- lögur um reykingareglur á spítal- anum. Eru þær í átta liðum. 1. Reykingar verði aðeins leyfðar á tilteknum tnerktum svæðum. 2. Gestum verði með öllu bannað að reykja í spítalanum. 3. Sjúkling- um verði leyfilegt að reykja í innri setustofum sem eru á flestum hæðum. 4. Reykingar verði ekki leyfðar í matsal starfsfólks. 5. Á kaffistofum má ekki reykja nema samkomulag liggi fyrir milli þeirra sem nota kaffistofuna. 6. Á bóka- safni má ekki reykja. 7. Bannað fyrir því að teknir séu úr þeim háls- kirtlar og nefkirtlar. Að minnsta kosti ein rannsókn bendir til þess að reykingar foreldra valdi aukinni tíðni á eyrnabólgu í börnum sínum. Starfhæfni lungnanna Við mælingar á starfhæfni lungna hjá reykingamönnum sjást oft frávik til hins verra af völdum reykinga löngu áður en einstaklingurinn finn- ur breytingu. Allmargar rannsóknir sýna, að börn reykforeldra eru með skerta lungnastarfsemi (t.d. minni lungu), þótt einkennalaus séu. Hins vegar er mjög deilt um, enda ekki vitað, hvort eða hvaða áhrif þetta hefur til frambúðar. Reykjandi mæður valda þar meiru en feður og koma niðurstöðurnar þannig vel saman við aðrar athuganir. Hjá fullorðnum sem lenda í óbeinum reykingum hefur mælst skert starfshœfni lungna og er skerð- ingin háð því hve mikið hefur verið reykt í návist þeirra. Yfirleitt eru þessi frávik af völdum óbeinna reykja ekki er að reykja á öllum fundum innan spítalans. Stjórn sjúkra- stofnana Reykjavíkurborgar hef- ur nýlega staðfest þessar reglur. í starfsmannablaði Borgar- spítalans, Spítalapóstinum, sem út kom í desember 1984, var sagt frá þessari könnun og tillögum nefndarinnar. Þar segir Guð- mundur I. Eyjólfsson læknirm.a.: „Ástæðan fyrir setningu slíkra reglna er sú að sjúkrahúsið eyðir miklurn starfskröftum og fé til að sinna sjúklingum með sjúkdóma sem rekja má til reykinga. Þessum sjúklingum er ráðlagt að hætta að reykja og skýtur þá skökku við að starfsfólkið sé reykjandi um allan spítalann frammi fyrir þessu fólki. Menn eru einnig farnir að gera sér grein fyrir því að þeir eiga í raun heimtingu á því að anda að sér hreinu lofti, það er jafn sjálfsagð- ur hlutur og að fá að drekka hreintvatn." HEILBRIGÐISMÁL 4/1984 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.