Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 12
Er varasamt að vinna við tölvur? Grein eftir Guðmund I. Eyjólfsson Tölvunotkun fer dagvaxandi og eru tölvur nú notaðar á fjölmörgum vinnustöðum, jafnvel svo tugum skiptir á hverjum stað. Tölvur eru meira að segja komnar inn á mörg heimili á íslandi. Notað er lyklaborð til að mata tölvur, en þær tjá sig gegnum tölvuskjái. Vaxandi fjöldi fólks vinnur við tölvur og mun sá hópur fara stækkandi á næstu árum. Sá kvittur hefur komið upp að vinna við tölvur geti reynst hættuleg heilsu manna og að tölvuskjáir gefi frá sér geisla sem séu varasamir. Það er því tímabært að kanna hvað hæft er í þessum staðhæfingum, en umræða um þessi mál er orðin mikil erlendis, einkum í Bandaríkjunum. Hér á eft- ir verður stuðst við mörg atriði sem fram komu við athugun sem þing- nefnd bandarísku fulltrúadeildarinn- ar gerði árið 1981 (1), en einnig má vísa til bæklings, sem IBM gaf út nýlega (2) þar sem áhrif tölvuskjáa á heilsufar manna eru ýtarlega rakin og getið helstu rannsókna sem gerð- ar hafa verið á þessu vandamáli. Ekki leikur nokkur vafi á því að vinna við tölvur reynir mikið á augu og stoðkerfi líkamans. Einnig getur vinna af þessu tagi verið streitu- aukandi, en augnsjúkdómar, stoð- kerfasjúkdómar og streita eru þó vel þekktir atvinnusjúkdómar við margs konar vinnu, enda hefur umræðan lítt snúist um þessa sjúkdóma. Aðal- umræðan hefur snúist um það, hvort hættuleg geislun stafaði frá tölvu- skjám og ylli fósturláti hjá mörgum konum sem vinna við tölvur, þær fæði óeðlilega oft vansköpuð börn og að starblinda komi hjá þeim sem vinna lengi við skjái. Reynt verður að gera þessum atriðum skil hér á eftir. Geislun frá tölvuskjám Þar sem geislun hefur verið kennt um sjúkdóma svo sem starblindu, fósturlát og vansköpun barna hafa verið gerðar athuganir á geislun frá tölvuskjám af mörgum aðilum. Þetta eru bandarískar stofnanir sem hafa eftirlit með fæðu, lyfjum og atvinnu- öryggi og eru þekktar fyrir varfærni í fullyrðingum (FDA, OSHA, NI- OSH) svo og Alþjóða heilbrigðis- stofnunin (WHO) (3,4). Athuganir beindust aðallega að tvenns konar geislum, röntgengeisl- um (jónandi geislum) og lágtíðni- útvarpsgeislun, sem kennt hefur ver- ið um sjúkdóma. Einnig voru mældir geislar af öðrum tegundum. Niður- stöður þessara athugana eru að geislun nái ekki nema 5 sm frá skján- um og sé svo lítil, jafnvel alveg við skjáinn, að sú geislun geti ekki verið skaðleg heilsu manna. Geislamagnið er reyndar hið sama og verður frá venjulegu sjónvarpstæki. Víðast í heiminum eru í gildi reglur um leyfi- lega hámarksgeislun frá skjám og taka þessar reglugerðir mið af því að fólk vinni við tölvuskjái 40 tíma í viku hverri áratugum saman. Geislun frá algengustu tölvuskjám er þó ekki nema einn þúsundasti þess sem reglugerðir leyfa. Inni í tækjunum eru einnig öryggi svo geislun aukist ekki þótt tækin bili. Fósturlát og vansköpun Meðal þeirra kvenna sem vinna við tölvuskjái hefur stundum komið fram óeðlilega há tíðni fósturláta. Hér er um lítinn hóp kvenna að ræða og er erfitt að tengja fósturlátin tölvuskjánum, þar sem geislun er ekki mælanleg svo neinu nemi eins og að ofan er getið (5,6). Erfitt er að gera rannsókn á sambandi tölvu- vinnu og fósturláta því gera þarf rannsókn á hundruðum kvenná og bera saman við annan hóp kvenna sem vinna önnur störf. Þar sem um- ræðan um þetta mál er komin á til- finningastig verður enn erfiðara að fá sambærilega hópa kvenna til að taka þátt í þeirri athugun. Menn eru þó að ráðast í slíkar rannsóknir, bæði í Bandaríkjunum, Noregi og víðar. Sum fyrirtæki leyfa þunguð- um konum tilfærslu í starfi til að forðast tölvuskjái meðan á þungun stendur og sum ríki Bandaríkjanna eru að setja lög um vinnu þungaðra kvenna við tölvuskjái. Þessar laga- setningar byggjast þó greinilega á vafasömum forsendum. Ein rannsóknin hófst í kjölfar þess að á eins árs tímabili fæddu fjórar konur af sjö, sem unnu við tölvu- skjái við dagblaðið Toronto Star í Kanada, vansköpuð börn. Á sama tímabili fæddu þrjár konur, sem ekki unnu við tölvur hjá sama blaði, heilbrigð börn. Niðurstöður rann- sóknar Ontario Ministry of Labour (birtar í ágúst 1980) voru þær að ekki væru mælanlegir röntgengeisl- ar, örbylgjur né efnasambönd frá tölvuskjánum, sem valdið gætu fóst- ursköðum. Þeir töldu að ekki væri um sameiginlega orsök fyrir van- sköpun barnanna að ræða, en gall- arnir í þessum fjórum tilfellum voru mismunandi (1). Starblinda Árið 1976 kom í ljós að tveir starfsmenn New York Times, 29 og 35 ára gamlir, voru með starblindu (cataract). Þessir menn höfðu báðir unnið við tölvur. Vel er þekkt að þeir sem fá mikla geislun á augu við tíðar röntgenmyndatökur af höfði, en þó einkum eftir geislun æxla í höfði, geta fengið starblindu. Þessi tilfelli urðu til þess að enn voru gerð- ar athuganir á geislun frá tölvu- skjám, (bæði af NIOSH og IBM), og voru niðurstöður enn á þann veg að ekki væri hægt að kenna geislun frá tölvuskjám um starblindu. Einnig var bent á að fjögur prósent manna á aldrinum 35-45 ára hafa starblindu. Það er því ekki óeðlilegt að stöku tilfelli komi fram hjá starfsfólki við tölvur. Aðrir augnsjúkdómar Margir sem rýna lengi á tölvuskjái finna fyrir óþægindum og þreytu í augum. Menn eiga jafnvel í erfið- leikum með að eygja hluti í fjarlægð eftir að hafa horft lengi á tölvuskjá- inn. Athuganir sýna þó að lestur á tölvuskjái er álíka þreytandi fyrir 12 HEILBRIGÐISMAL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.