Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 13
augun og venjulegur bóklestur (7). Draga má úr augnóþægindum með því að minnka endurskyn birtu, með réttri iýsingu, með góðri stöðu á skjánum og með notkun skerma sem minnka glampa frá skjánum. Einnig má nota síur og liti til að auka skýr- leika leturs. Langvarandi vinna við tölvuskjái skaðar ekki sjónina, en með aldrinum breytist sjónin, fólk verður fjarsýnt og þarf að nota les- gleraugu til að lesa á bók. Ekki er þó víst að sömu gleraugu henti til lest- urs á tölvuskjái og viðkomandi gæti jafnvel þurft þriðju gleraugun til að sjá vel frá sér. Fólk sem lengi horfir á grænan skjá sér allt bleikt þegar það lítur upp. Þetta eru kölluð McCollough-áhrif og eru eðlileg við- brögð sjónhimnunnar því bleikur litur er andstæðulitur við grænan. Þetta er meinlaust fyrirbæri. Stoðkerfí Sérhvert einhæft starf getur valdið óþægindum frá stoðkerfi, vöðvum og liðamótum, einkum í baki. Ein- kenni þessi eru langmest frá vöðvum og sinafestum í hálsi, herðunt og mjóbaki, og koma helst við slæm vinnuskilyrði. Mikilvægt er að koma í veg fyrir stoðkerfasjúkdóma með þægilegum stólum, góðri staðsetn- ingu á skjám og með hæfilegri hæð á lyklaborði. Stólar þurfa að hafa sæti með stillanlegri hæð á setu, geta snú- ist, verið á hjólum, en þó stöðugir. Setur og bök eiga að vera þétt, en mátulega bólstruð og bakið á að þrýsta vel að mjóbakinu. Armar þurfa að vera þægilegir og stóllinn þarf að geta runnið undir borðið. Streita Margri vinnu fylgir streita, og visst andlegt álag er manni nauðsynlegt til velfarnaðar í starfi. Streita í starfi getur orðið það mikil að það valdi andlegum og lífeðlisfræðilegum truflunum. Vinna við tölvur veldur ekki streitu ein sér, en önnur atriði, svo sem innihald vinnu, ábyrgð, vinnugleði og manngerð skipta þar miklu máli. Slæm vinnuaðstaða er einnig streituaukandi. Tölvuvinna getur verið mjög krefjandi þar sem beita þarf þrotlausri athygli við mótttöku upplýsinga og við mötun á tölvunni. Nauðsynlegt er að gera hlé á starfi með vissu millibili ef vinnuá- lagið er mjög ntikið. Slík hlé koma stundurii af sjálfu sér en í öðrum tilvikum verður að skipta um fólk með vissu millibili til að hvíla starfs- fólkið. Samantekt Reynt hefur verið að gera skil helstu sjúkdómum, sem talið er að rekja megi til vinnu við tölvur. Deilt er um tengsl þessara sjúkdóma við tölvuvinnu, svo sem starblindu, van- sköpun barna og tíð fósturlát kvenna sem vinna við tölvur. Samband þar á milli hefur ekki sannast. Kvillar svo sem þreyta í augunt, vöðvabólga, bakverkir, höfuðverkir og streita tengjast tölvum óyggjandi og má koma í veg fyrir þá með fyrir- byggjandi aðgerðunt. Heimildir: 1. E. Marshall: Food and Drug Admini- stration sees no radiation risk in VDT screens. Science 212, 1120, 1981. 2. Waltcr E. Baker: Health and safety aspects of visual displays. IBM, N.Y. 1984. 3. M.M. Weiss: Thc VDT - is there a radiation hazard? JOM, 25, 1983. 4. M.M. Weiss & R.C. Pctersen: Electro- magnctic radiation emittcd from video com- putcr terminals. American Industrial Hygicne Association Journal 40, 1979. 5. Food and Drug Administration, National Center for Deviccs and Radiologic- al Hcalth. Radiological Health Bullctin 17, 2.febr. 1983. 6. U.S. Center for Disease Control: Clust- er of spontaneous abortions. EIP, 80, 113, 1981. 7. M.J. Smith, G.F. Cohen, L.W. Stammcrjohn: An investigation of health complaints and job stress in VDT operators. Human Factors, 23, 1981. Höfundur þessarar greinar, Guð- mundur I. Eyjólfsson læknir, er sér- fræðingur í lyflækningum og blóð- sjúkdómum. Hann starfar á Borgar- spítalanum í Reykjavík. HEILBRIGÐISMÁL 4/1984 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.