Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 15
lungun. Vegna alls þessa er rökrétt að áætla að minnkun á tjöru í síga- rettuni leiði til minni sjúkdómshættu í þessu tilliti. Það hefur líka komið á daginn að víða hefur dregið úr tíðni lungnakrabbameins, og virðist það að nokkru skýrast með minni tjöru. Ef einungis er litið á minnkun tjör- unnar í hinum svonefndu léttu síga- rettum má þannig segja það heilsu- farslega jákvætt að skipta. Minni tjara virðist draga úr hætt- unni á hósta og slímmyndun. A hinn bóginn er enn sem komið er ekkert sem bendir til að hættan á mæði og teppu í lungnapípunum minnki af að reykja tjöru- og nikótínrýrar síga- rettur. Þetta gefur til kynna, að hósti og slímmyndun við langvinnt lung- nakvef stafi af tjörunni, en mæði og surgur orsakist fremur vegna loft- tegunda eins og köfnunarefnisdíox- i'ðs og ósons, sem berast lengra út í lungnapípurnar en tjaran. Nikótín flokkast til svokall- aðra alkalóiða. Aðeins lítill hluti af nikótínmagninu í tóbaki kemst inn í líkama þess sem reykir. Hluti nikó- tínsins eyðist í eldinum og hluti þess berst út í andrúmsloftið með reyknum. Sogtækni hefur líka áhrif á endanlegt magn nikótíns, sem berst inn í líkamann. I heilanum veldur nikótín hækkun á llestum heilaboð- efnum. Nikótín er a.m.k. ein af ástæðunum fyrir því að reykinga- menn verða oftast háðir reykingum og halda áfram að reykja til að forð- ast fráhvarfseinkenni. í úttaugakerfi örvar nikótín sjálfvirka taugaþræði, sem losa frá sér noradrenalín, en einnig örvar nikótín nýrnahettu- merg, sem aftur losar frá sér adren- alín. Mikið af áhrifum nikótíns á hjarta og blóðrásarkerfi má rekja til þessara efna. Mikil fylgni er milli magns tjöru og nikótíns í sígarettum. Nikótín úr sígarettum sem hér eru á markaði er á bilinu frá 0,1 milligramm og upp í 1,7 milligrömm. Það hefur viljað brenna við að þeir sem skipta yfir í sígarettur sem eru nikótínrýrari en þær sem þeir reyktu áður bæti sér það upp með því að soga oftar að sér. Hjá þeim sem reykja léttar síga- rettur er þéttni tjöru, nikótíns og kolsýrlings í blóðinu hærri en ætla mætti út frá magni þessara efna í TJARA OG NIKÓTÍN I SIGARETTUM A ISLENSKUM MARKAÐI Tjaia Nikótíii Sígarettur með síu: Barclay 1 mg 0,2 mg (1) Benson & Hedges . 15 mg 1,1 mg (2) CamelFilter . 17 mg 1,3 mg (1) CamelLights 9 mg 0,7 mg (1) CravenA . 14 mg 1,3 mg (3) Dunncap . 12 mg 1,2 mg (1) Dunncap Lights 8 mg 0,8 mg (1) Dunhill . 14 mg 1,2 mg (3) Gauloises Filter . 23 mg 1,4 mg (1) Gitanes . 22 mg 1,5 mg (1) Kent . 12 mg 0,9 mg (2) Kent Golden Lights 9 mg 0,8 mg (1) Kool 1,1 mg (2) Lark . 14 mg 1,0 mg (2) Lucky Strike .. 15 mg 1,2 mg (1) Marlboro .. 17 mg 1,0 mg (2) Marlboro Lights . . 11 mg 0,7 mg (2) Merit 9 mg 0,6 mg (2) Merit Menthol . . 9 mg 0,6 mg (2) More .. 17 mg 1,4 mg (1) More Mentliol . . 17 mg 1,4 mg (1) Now 1 mg 0,1 mg (1) Prince .. 20 mg 1,7 mg (1) Prince Lights . . 14 mg 1,3 mg (1) Rothmans . . 16 mg 1,4 mg (3) Royale Filter .. 15 mg 1,2 mg (1) RoyaleLights 5 mg 0,5 mg (1) Royale Menthol .. 15 mg 1,0 mg (1) Salem . . 17 mg 1,3 mg (1) Salem Lights 9 mg 0,8 mg (1) S. G. Export . . ? mg ? mg S. G. Export . . ? mg ? mg Vantage 9 mg 0,7 mg (1) Viceroy .. 15 mg 0,9 mg (2) Viceroy Lights 9 mg 0,8 mg (1) Winston . . 19 mg 1,4 mg (1) Winston 100’s . . 19 mg 1,3 mg (1) Winston Lights . . 11 mg 0,8 mg (1) Winstonllltra 5 mg 0,5 mg (1) Sígarettur án síu: Camel .. 21 mg 1,5 mg (1) Chesterfield . . 21 mg 1,2 mg (2) Gauloises . . 23 mg 1,3 mg (3) PallMall 1,4 mg (2) Player’s 1,3 mg (3) (1) Upplýsingar frá umboðsmonmim, 1984. (2) Federal Trade Commission, USA. Febrúar 1984. (3) Health Department of the United Kingdom. Maí 1983. Upplýsingar í þessari töflu midast við mælingar aðalstraumsreyk sígarettanna eins og hann er mældur í reykingavélum. Mælingarnar eru ekki fyllilega sambærilegar. Skrá þessi er birt að höfðu samráði við Tóbaksvamanefnd. HEILBRIGÐISMÁL 4/1984 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.