Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 16
sígarettunum. Þetta bendir því til þess að minna nikótín í tóbaki skapi ekki hina öruggu sígarettu. Spurn- ingin snýst þannig fremur um hvort fólk vill lifa með eða án nikótíns yfirleitt. Benda má á að haustið 1973 sam- þykkti ráðgjafanefnd Evrópuráðsins að hvetja stjórnir aðildarríkja sinna til að banna framleiðslu og sölu á sígarettum sem gefa meira en 15 milligrömm af tjöru og 1 milligramm af nikótíni. Konunglega breska lyf- læknafélagið vill einnig að miðað sé við sömu mörk. Ef fara ætti að þess- um tilmælum hér á landi myndu 17 af 44 sígarettutegundum hverfa af markaði. Kolsýrlingur (CO) er lofttegund, sem myndast við ófullkominn bruna. Við vindlareykingar og pípureyking- ar berst yfirleitt minni kolsýrlingur inn í líkamann en við sígarettu- reykingar þar eð innöndun reyksins er þá að jafnaði ekki eins djúp. Binding kolsýrlings við blóðrauðann er sterkari en binding súrefnis. Þannig tekur kolsýrlingur upp sæti, sem súrefninu er ætlað. Þeir sem reykja sígarettur hafa um 3-7% minni súrefnismettun blóðrauðans en hinir sem ekki reykja. Þetta leiðir oft til vægrar hækkunar á blóðgild- inu, eins og til að bæta fyrir minnkaða súrefnisburðargetu. Hækkað blóðgildi leiðir aftur til aukinnar seigju blóðsins, sem aftur getur stuðlað að blóðtappamyndun. Talið er að kolsýrlingur geti verið orsakavaldur æðaskemmda hjá reykingafólki. Þar af er kransæða- stíflan þyngst á metunum, en um þriðjungur þeirra sem fá sjúkdóm- inn deyja af völdum hans í fyrstu atrennu. A sama tíma og tjara og nikótín frá hverri sígarettu hafa minnkað verulega hefur kolsýrlingur aðeins minnkað lítillega. Af þeim athugunum sem fyrir liggja er ekki að sjá að þetta hafi leitt til minnkunar á tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma, e.t.v. vegna þess að lækk- un nikótíns hefur leitt til að fólk sýgur sígaretturnar ákafar og andar meira inn, en það leiðir aftur til meiri kolsýrlingseitrunar. Árið 1982 komst Alþjóða heilbrigðismálastofn- un að þeirri niðurstöðu að á grund- velli þeirra gagna sem fyrir liggja sé ekki unnt að mæla með notkun á léttum sígarettum, til að draga úr líkum á kransæðasjúkdómum. í fyrra birti konunglega breska lyf- læknafélagið nýja skýrslu sem heitir „Health or Smoking?“. Þar er m.a. bent á að dánartíðni þeirra sem reykja léttar sígarettur sé í heild 15- 17% lægri en þeirra sem reykja sterkar sígarettur. Dánartíðni þeirra sem reykja ekki er hins vegar 40— 50% lægri en þeirra sem reykja sterku sígaretturnar. Niðurstaðan er því sú að engin skaðlaus sígaretta sé til og þess vegna ekki nein skaðleysismörk. Það er því lang best að byrja aldrei að reykja, næst best að hætta, en þriðji skásti kosturinn er að velja þær tegundir af sígarettum sem eru tjöruminni en aðrar. Það er þó háð því skilyrði að reykingarnar séu ekki auknar frá því sem áður var. Dr. Þorsteinn Blöndal er yfirlæknir lungna- og berklavamadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur. Jónas Ragnarsson er annar af rit- stjómm Heilbrigðismála. Markmið tóbaksvarna Að sem allra fæst ungt fólk byrji að reykja og sem seinast. Aö sem flestir reykingamenn séu hvattir til að hætta að reykja og aðstoðaðir við það. Aö þeir sem geta ekki hætt að reykja reyni að fá í sig sem minnst af skaölegum efnum í reyknum, svo sem tjöru, nikótini og kolsýrl- ingi. Úr ábendingum sérfræðinganefndar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, 1974. 16 HEILBRIGÐISMÁL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.