Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 18
Verkefnin eru heillandi og fólkid vingjarnlegt Rætt við Geir Gunnlaugsson lækni sem hefur starfað í rúm tvö ár í Guinea-Bissau Hér á íslandi eru hlutfallslega fleiri læknar en í flestum öörum löndum. Við ættum því að vera af- lögufær og geta aðstoðað þær þjóðir sem eru skemmra á veg komnar í heilbrigðisþjónustu. I>að heyrir þó enn til undantekninga að íslenskir læknar starfi í þróunarlöndum. Síð- ustu tvö og hálft ár hafa Geir Gunn- laugsson læknir og kona hans Jónína Einarsdóttir, efnafræðingur og kennari, unnið í Guinea-Bissau. Það land var áður nefnt Portúgalska Guinea og er í vestanverðri Afríku, um 5700 km í hásuður frá austur- hluta íslands. Landið varð sjálfstætt lýðveldi árið 1974. íbúarnir eru um 830 þúsund, þar af um 100 þúsund í höfuðborginni, Bissau. Að flatar- máli er Guinea-Bissau um 36 þúsund ferkílómetrar, eða samsvarandi þriðjungi Islands. Rætt var við Geir þegar hann var staddur hér á landi í desember. Hvernig bjóst þú þig undir lœknis- starf í þessum heimshluta? Að loknu læknisnámi 1978 og tæplega þriggja ára starfi hér heima fór ég til Uppsala í Svíþjóð. Par var ég á tólf vikna námskeiði til undir- búnings læknisstarfi í þróunar- löndum. í framhaldi af því bauðst mér staða í Guinea-Bissau á vegum sænsku þróunarsamvinnustofnunar- innar, SIDA. Þá tók við tveggja vikna námskeið til kynningar á Afr- íku og starfi þar. Síðan fórum við Geir Gunnlaugsson læknir skoðar bam í skugga „cashew“-trjánna. Víða er það eina aðstaðan í dreifbýlinu. hjónin til Lissabon á fimm vikna námskeið í portúgölsku, sem er hið opinbera mál í Guinea-Bissau. Hjálpaði þá fyrri kunnátta í spænsku, annars tekur tungumála- námið tíu vikur. Slíkt nám er grund- vallaratriði ef gera á sér einhverjar vonir um árangur í starfi. Frá Lissa- bon lá leiðin síðan til Afríku. / hverju er starf þitt fólgið? Ég starfa innan mæðra- og ung- barnaeftirlitsins, mest við heilsu- gæslu barna í hinum ýmsu hverfum Bissau en einnig nokkuð úti á lands- byggðinni. í Bissau eru sjö heilsu- gæslustöðvar. Pær eru flestar í gömluin íbúðarhúsum, rafmagn er stopult, rennandi vatn er aðeins í þremur stöðvanna og tækjabúnaður- inn er fábrotinn. Á heilsugæslu- stöðvunum eru hjúkrunarfræðingar sem taka á móti sjúklingunum og hefja meðferð. I>að eru einkum konur og börn sem sækja þjónustu til heilsugæslu- stöðvanna. Venjulegast er um að ræða kvilla eins og öndunarfærasýk- ingar, niðurgang, húðsýkingar o. fl. Malaría er landlægur sjúkdómur og veldur mörgum dauðsföllum. Þá er svæsin eyrnabólga algeng og heyrnartjón í kjölfar hennar. Pví er 18 HEILBRJGÐISMÁL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.