Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 19
ekki að undra að sumum lands- mönnum liggi stundum hátt rómur. A hverju byggist mœðra- og ung- barnaeftirlitið? í flestum þróunarlöndum er nú í síauknum mæli farið að beina afli heilsugæslunnar að þunguðum kon- um og börnum yngri en fimm ára. í mæðraverndinni er stefnt að því að verðandi mæður konri að minnsta kosti tvisvar í skoðun á meðgöngu- tímanum. bar fá þær klórokin gegn malaríu í fyrirbyggjandi skömmtum og eru bólusettar gegn stífkrampa. Algengt er að konur fæði einar heima og því er lögð áhersla á að fræða þær um mikilvægi hreinlætis í fæðingunni og við frágang nafla- strengs. Hvað börnin varðar er hugsunin sú að öll börn komi reglulega til vigtunar, skoðunar og bólusetning- ar. Allar upplýsingar um barnið eru færðar inn á svonefnd þyngdarkort sem ætlað er að fylgja barninu hvert Sutumaca er dæmigert fyrir þorp í austurhluta Guinea-Bissau. Húsin eru með stráþaki og leirveggjum, þorpstorgið er snyrtilegt, en engin farartæki. sem það fer. Því er nánast ekkert um stórar spjaldskrár, enda erfitt að hafa slíka skrá í röð og reglu, þjóð- skrá er engin og mikið um ferðalög fólks um hin ýmsu landsvæði eftir árstíma. Eru skipulegar ónœmisadgerdir í Guinea-Bissau? Nú er stefnt að bólusetningu barna yngri en fimm ára í samræmi við tillögur Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar. Er þar um að ræða bólusetningar gegn berklum, barnaveiki, kíghósta, stífkrampa, mænuveiki og mislingum. I fljótu bragði gæti slíkt starf virst auðvelt í framkvæmd. Svo er þó ekki. Sér- staklega er varðveisla bóluefna erfið í hinum miklu hitum. Viðhaldi ís- skápa og kælikerfa er ábótavant og brennsli (steinolía) og rafmagn af skornum skammti eða ekki til stað- ar. Einnig eru samgöngur í landinu erfiðar. Þrátt fyrir erfiðleikana finnst mér þó nokkuð hafa orðið ágengt í því að ná með bólusetningarnar til íbúa út- hverfa og sveita landsins. Það hefur verið sérstaklega gaman að taka þátt í þessu starfi og finna ánægju og velvild fólks gagnvart því að börnin séu bólusett. Síðast liðinn vetur tókst t.d. að mestu að koma í veg fyrir liinn árlega mislingafaraldur í Bissau, en mislingafaraldrar draga venjulega mörg börn til dauða. Hvernig er staðið að heilsugœslu á landsbyggðinni? Þar eru nokkrar heilsugæslustöðv- ar, líkt og í höfuðborginni. Auk þess byggist heilsugæslan víða að mestu leyti á starfsfólki sem nefna má heilsuliða. Þorpsbúar velja einn til tvo úr sínum hópi til að fara á nám- skeið þar sem kennd eru grundvalt- aratriði hreinlætis og almenns heilbrigðis. Heilsuliðinn vinnur síð- an að fræðslu í sínu þorpi um heilbrigðismál og hefur undir hönd- um nokkuf nauðsynleg lyf til lækn- inga. Auk heilsuliðans starfar einnig nærkona (yfirsetukona) sem sér um allt er varðar þungaðar konur. Þar sem heilsuliði og nærkona starfa leggjast allir þorpsbúar á eitt um að reisa hús þar sem þessir starfsmenn Hreint vatn í brunni er ein af meginforsendum góðs heilbrigðis. Hér í Dandula er myndarlegur brunnur sem þorpsbúar hafa gert undir forystu heilsuliða. Áður var vatn tekið úr nærliggjandi fljóti. HEILBRIGÐISMÁL 4/1984 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.