Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 24
Nóbelsverðlaunin 1984 veitt fyrir rannsóknir í ónæmisfræði Grein eftir dr. Helgu M. Ögmundsdóttur og Ingileifi Jónsdóttur Um miðjan október tilkynnti sænska Nóbelsnefndin að verðlaunin í læknisfræði yrðu að þessu sinni veitt þremur mönnum sem unnið hafa brautryðjendaverk á sviði ónæmisfræði. Annars vegar hlaut Daninn Niels K. Jerne verðlaun fyrir kenningar sínar um sérhæfni ónæm- issvörunar og stjórnun ónæmiskerf- isins. Hins vegar fengu Þjóðverjinn George Köhler og Argentínumaður- inn César Milstein verðlaunin fyrir aðferð sína til framleiðslu á ein- stofna mótefnum. Það sem vekur sérstaka athygli við veitingu Nó- belsnefndarinnar er hve stutt er liðið síðan þeir félagar Köhler og Milstein lýstu aðferð sinni, eða einungis 9 ár. Köhler mun vera einn af yngstu mönnum sem hlotið hafa slíka viður- kenningu, aðeins 38 ára. Eínstofna mótefni I þessu tímariti var á síðasta ári fjallað rækilega um einstofna mót- efni og þær vonir sem bundnar eru við þau. Hér á eftir verður því stikl- að á stóru. Þau áreiti, eða antígen, sem ónæmiskerfið verður fyrir eru fjöl- mörg og flest mjög flókin. I ónæm- iskerfinu er mikil verkaskipting á þann hátt að hver eitilfruma getur aðeins tengst og brugðist við einu áreiti. í rannsóknarvinnu og læknis- fræði hafa mikið verið notuð mót- efni sem vakin eru í tilraunadýrum, en þau eru í raun blanda af mótefn- um sem hvert beinist gegn aðeins einu efnamynstri. Slík mótefni eiga þá uppruna sinn í mörgum mismun- andi eitilfrumum, þ.e. þau eru fjöl- stofna. Af þessum ástæðum varð til sú hugmynd að reyna að rækta hóp eitilfrumna út frá einni stofnfrumu og fá þannig fram alveg hreint mót- efni gegn aðeins einu tilteknu áreiti. Þetta tókst þeim George Köhler og César Milstein, en þeir störfuðu þá saman á Rannsóknastofunni í sameindalíffræði í Cambridge árið 1975. Er óhætt að fullyrða, að upp- götvun einstofna mótefna er einhver sú notadrýgsta sem orðið hefur á sviði ónæmisfræðinnar í mörg ár. Reyndar var það þannig, eins og verður svo oft í rannsóknarvinnu, að þeir höfðu ekki beinlínis ætlað sér að rækta einstofna eitilfrumur, heldur voru þeir að vinna að rannsóknum á erfðafræði og framleiðslu immúnó- glóbúlína í eitilfrumum. Nú orðið eru framleidd einstofna mótefni gegn allra handa antígenum á mörg- um rannsóknarstofum víða um heim. Aðferðin byggist á upphaf- legri aðferð Köhler og Milstein. Einstofna mótefni geta komið að margvíslegum notum í líffræði og læknisfræði. I rannsóknarvinnu geta þau greint mjög nákvæmlega einstök antígen og hafa t.d. kennt mönnum margt um byggingu frumna og sýkla og þá sérstaklega auðveldað rann- sóknir á yfirborðsmynstri frumna, sem verða ekki greindar sundur með Niels K. Jeme og George Köhler starfa nú á rannsóknastofnun í ónæmisfræði í Basel í Sviss en Cés- ar Milstein starfar í Cambridge á Englandi. öðrum aðferðum. Þá má nota ein- stofna mótefni til að einangra og hreinsa tiltekin antígen. Einstofna mótefni eru líka notuð við greiningu á sýklum. Einnig er unnið að tilraun- um til að hreinsa ákveðin antígen, sem síðan mætti nota sem bóluefni. 1 læknisfræði eru einstofna mótefni þegar allvíða notuð við greiningu á eitilfrumum í ýmsa undirflokka. A sviði krabbameinsrannsókna og krabbameinslœkninga opna ein- stofna mótefni ýmsa möguleika. Einstofna mótefni, sem beinast sér- hæft gegn einkennisantígenum æxla, má hugsa sér að nota í greiningar- skyni á ýmsan hátt. Einstofna mót- efni eru nú þegar notuð til nákvæm- rar tegundargreiningar á ýmsum illkynja sjúkdómum, en slíkt getur skipt miklu máli við ákvörðun rétt- rar meðferðar. Sum æxli losa þekkt einkennisefni í blóð og má mæla hversu mikið er af þeim og fylgjast þannig með sjúkdómsferli og árangri meðferðar. Með einstofna mótefn- um er unnt að endurbæta aðferðir til að mæla slík auðkennisefni. Æxlisleit í líkamanum er enn eitt svið þar sem hugsanlegt er að hafa not af ein- stofna mótefnum. Ef einstofna mót- efni eiga að koma að víðtækum not- um við almenna krabbameins- 24 HEILBRIGÐISMÁL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.