Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 29
Fitudreifing Geysilegar framfarir hafa orðið í rannsóknum á mikilvægi fituvefsins og nú á síðustu árum hefur áhugi manna m.a. beinst að því hvernig fitan dreifist í líkamanum og hvort slíkt hafi einhver áhrif á heilsufarið. Hóprannsóknir, bæði á körlum og konum í Gautaborg, gefa til kynna að hlutfallið rnilli mittis og mjaðmar- ummáls gefi betri upplýsingar um hugsaniega áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjukdómum, en fyrrnefndar mæliaðferðir. Dýrarannsóknir og ýmsar tilraunir hafa styrkt þessar at- huganir og gefa vísbendingu um hvernig skýra megi þetta fyrirbæri. Pað er kunnugt að mikill eðlis- munur er að jafnaði á dreifingu lík- amsfitu hjá konum og körlum. Kon- ur hafa oftast fleiri og stærri fitu- frumur á lendum, rasskinnum og lærum. Þessi fita virðist vera hættu- minni heldur en sú fita sem safnast í kviðarholið hjá körlum með ístru, jafnvel þótt líkamsþyngd þeirra sé sú sama. I ljós kemur að sú fita sem safnast á læri og rasskinnar kvenna er að jafnaði minna næm fyrir horm- ónum sem stjórna fituefnaskiptum heldur en fita annars staðar í líkam- anum. Þetta breytist þó við þungun og þegar konurnar hafa barn á brjósti, en þá eykst næmi fyrir fitu- hormónum og mikil hreyfing verður á fitu frá þessum stöðum. Það er því talið að læra- og lendafita kvenna sé nokkurs konar varaforði þeirra til þess að sinna frjósemishlutverkinu. Gallinn á gjöf Njarðar er sá, að kon- ur eiga erfitt með að losna við fitu af þessu svæði með megrunarkúrum, læra- og lendafita hrynur heldur ekki af eftir tíðahvörfin. Karlmenn hafa tilhneigingu til þess að fá ístru sem stafar þá af fitusöfnun í formi mörs í garnaheng- inu. Þessi fita er mjög hreyfanleg og fríar fitusýrur úr henni fara inn í bláæðakerfið, upp til lifrarinnar og dreifast út um líkamann. Þetta getur leitt til minnkaðs sykurþols, sykur- sýki, hærri blóðþrýstings, svo og hærri insúlín- og þríglýseríða-þéttni í sermi. Þar sem þessi tegund fitu er sérstaklega algeng hjá karlmönnum er þeim hættara en konum við fylgi- kvillum offitu. Konan getur því að jafnaði orðið mikið feitari en karl- maðurinn, áður en hún er komin í sama áhættuflokk og meðalmaður með væna ístru. Með því að mæla ummál miðju og mittis fæst hlutfallið milli „kvenlegs" og „karlmannlegs“ eiginleika fitu- söfnunar. Hættan á hjarta- og æða- sjúkdómum verður því meiri eftir því sem hlutfall þetta er hærra, þ.e. við aukna tilhneigingu til „karl- mennlegrar fitusöfnunar". Blóðsökk Sökk er ein af algengustu blóð- rannsóknum sem gerðar eru í læknis- fræðinni. Er þá mælt hve mikið rauðu blóðkornin sökkva í sermi á einni klukkustund. Talið er að þessi mæling geti gefið vísbendingu um ýmsa sjúkdóma og kvilla í líkaman- um. í þessari rannsókn, sem og í öðrum, reyndist sökkið aukast með aldrinum. Sökk var skilgreint sjúk- legt ef það var 30 ntm eða meira á Karlmenn hafa tilhneigingu til þess að fá ístru, þ.e. fitusöfnun í formi mörs í gamahengi, en minni fítusöfnun verður t.d. á útlimum. Þessi staösetning fitusöfnunar er talin heilsfarslega áhættusöm. klukkustund. Athugað var hvort hækkað sökk hefði eitthvað forspár- gildi fyrir sjúkdóma af ýmsu tagi, t.d. brjóstakrabbamein eða krabba- mein í kynfærum, sem uppgötvaðist síðar. í ljós kom að lítið gagn var í sökkmælingu hvað þetta varðar, og ekki virtist hægt að uppgötva þessa sjúkdóma fyrr en ella með slíkum blóðrannsóknum. Sökkmælingin hefur því takmarkað gildi til sjúk- dómaleitar, að minnsta kosti hjá ein- kennalausu fólki, en getur haft þýð- ingu til að fylgja eftir sjúkdómsgangi þekktra sjúkdóma eða hjá fólki með ákveðin einkenni, svo sem liðasjúk- dóma, sýkingar og fleira. Lokaorð Hér að framan hefur verið greint frá örfáum atriðum um faraldsfræði- rannsóknir á miðaldra konum. Sýnt þykir af þessum niðurstöðum að blóðleysi hjá konum getur verið háð tíðarandanum. Varðandi offitu skiptir mestu hvar fitan sest á líka- mann. Ýmsar hefðbundnar rann- sóknaraðferðir geta haft takmarkað gildi. Sem dæmi má nefna að Svíar drógu þann lærdóma af þessari rann- sókn að spara mætti 20 milljónir sænskra króna eða 74 milljónir ís- lenskar á ári með því að gera mark- vissari sökkmælingar þar í landi. Faraldsfræðirannsóknir sem þessar geta því verið þjóðhagslega mjög ábatasamar. Helstu heimildir: Bo Larsson o.fl.: Abdominal adiposc tiss- uc distribution, obcsity and risk of cardio- vascular discasc and dcath: 13 ycar follow up of participants in thc study of mcn born in 1913. Br. Mcd. J., 228, 1401. 1984. Calle Bengtsson: Ischaemic hcart diseasc in womcn. Acta Mcd Scand., suppl. 549, 1973. Jóhann Ág. Sigurösson: High blood prcss- urc in womcn. Acta Mcd Scand., suppl. 669, 1983. Lcif Lapidus o.fl.: Distribution of adiposc tissuc and risk of cardiovascular discasc and death: A 12 ycar follow up of participants in thc population study of womcn in Gothcn- burg, Sweden. Br. Mcd. J., 289, 1257, 1984. Vilhjálmur Rafnsson: The Erythrocytc sc- dimcntation ratc. Gotab, Kungálv 1981. Dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson er heilsugæslulæknir í Hafnarfirði og jafnframt héraðslæknir Reykjanes- héraðs. HEILBRIGÐISMAL 4/1984 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.