Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 30

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 30
Læknisfræði og kristin trú Grein eftir dr. Ásgeir B. Ellertsson vel Huggun og styrkur Sálgæslan Aö líða Læknisfræði og kristin trú eiga ýmislegt sameiginlegt. Læknisfræðin fæst við manninn alian, þannig að stefnt er að líkamlegri, sálarlegri og félagslegri vellíðan mannsins. Bibl- ían höfðar einnig til mannsins alls, til sálar, anda og líkama, þó að aðal mark og mið kristindómsins sé boð- un fagnaðarerindisins um Jesúm Krist. Læknisfræðileg og kristin sið- fræði snertast á ýmsan hátt. í þessu sambandi má t.d. nefna afstöðu til líknar og til lífs og dauða, svo og til annarra þátta eins og tæknifrjóvgun- ar, fóstureyðinga, líknarvíga o.s.frv. Læknar fást við rannsóknir á sjúk- dómum og beita vísindalegum að- ferðum við lækningar og meðferð, sem reynslan hefur sýnt að geri gagn. I Biblíunni er aftur á móti talað um lækningar fyrir trú, og að leggja hendur yfir sjúka og biðja fyrir þeim. Bæði læknisfræði og kristindómur leggja áherslu á að ætíð sé veitt hin besta læknisfræði- lega aðstoð. Guðs orð kemur þannig inn í læknisfræði, hjúkrunarfræði og skyldar greinar, og þar af leiðandi inn í starf þeirra kristinna einstakl- inga sem vinna á sjúkrahúsum. Kristin siðfræði gefur tilefni til um- ræðna á kristilegum grundvelli og til þess að afstaða sé tekin út frá kristi- legum sjónarmiðum. Við sjúkdóm eða slys er maðurinn hrifinn út úr daglegri tilveru sinni. Það getur verið eitthvað smávægi- legt á ferðinni, en einnig alvarlegri hlutir, þar sem um líf og dauða er að tefla. En viðkomandi er stöðvaður í önn dagsins, alls konar hugsanir koma upp í hugann. Hvers vegna kom þetta fyrir mig? Hver annast mína nánustu i veikindum mínum? Hvað um starf mitt? Hvernig fer þetta allt saman? Einnig fara menn oft að hugsa um stöðu sína almennt í lífinu. Skyldi efnishyggja og metnað- ur hafa setið í fyrirrúmi? Snerist allt um að vinna, borða og sofa, og gleymdust andleg tengsl við maka eða börn? Undir svona kringumstæðum verður tilfinningalíf viðkomandi manna næmt og opið. Á spítalanum eru læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsráðgjafar og aðrar heilbrigðisstéttir til reiðu. Þessir að- ilar leggjast á eitt til að létta líkam- lega og sálarlega þjáningu. En and- legt líf sjúklingsins þarfnast oft einn- ig næringar. Bænir hans stíga til Guðs, en huggunarorð og styrk þarf hann einnig. Hvernig er þessum þætti sinnt á spítölunum? Mér hefur alltaf fundist að þrír hópar fólks væru sérstakur akur þar sem kirkjan gæti látið rödd sína heyrast með góðu móti. bað eru börn, gamalmenni og sjúklingar. Til þesssara hópa er auðvelt að ná með kristinn boðskap. Hvernig hefur ís- lenska Þjóðkirkjan sem stofnun plægt og sáð í þennan akur? Hérlendis játa um það bil 98% þjóðarinnar kristna trú, lang flestir eru lútherskir. Á sjúkrahúsunum í Reykjavík eru um 70% sjúklinga frá höfuðborgarsvæðinu og hinir utan af landi. Sóknarprestar þeirra sókna, þar sem spítalarnir eru, annast guðs- þjónustur á viðkomandi stofnunum. Mikið heppilegra væri að sjúkrahús- prestur, sérmenntaður í sálgæslu, annaðist andlega þjónustu á spítöl- unum. Presturinn gæti verið ráðinn beint af kirkjunni til þessara starfa eða alveg eins af sjúkrahúsinu sjálfu, þannig að hann tilheyri starfsliði við- komandi sjúkrahúss. Á Grensás- deild Borgarspítalans starfar prestur í hlutastarfi, hann er sem sagt einn af starfsliðinu. Eitt kvöld hálfsmánað- arlega hefur hann guðsþjónustur fyrir sjúklinga, og einn morgun í viku geta sjúklingar átt við hann við- töl. Þegar presturinn hóf starl á deildinni gekk hann stofugang með læknum og hjúkrunarfræðingum, var kynntur starfsfólki og sjúkling- um. Sjúklingar geta sjálfir snúið sér beint til prestsins eða gert það fyrir tilstuðlan deildarhjúkrunarstjóra. Presturinn sjálfur auglýsir einnig sína viðtalstíma í sambandi við guðsþjónustur. Þessi starfsemi hefur gefist mjög vel, og hafa margir sjúkl- inga notfært sér hana. 30 HEILBRIGÐISMAL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.