Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 9
ingakvenna geti lengi fram eftir aldri liðið fyrir tóbaksnautn móður- innar, t.d. vaxið og þroskast hæg- ar. Af þessu má sjá að kona sem reykir er að taka mikla áhættu, ekki aðeins fyrir sig heldur einnig fyrir afkvæmi sitt. Hættan af reykingum kvenna er ekki eingöngu bundin við með- göngu. Líkur benda til að reykingar dragi úr frjósemi. Tíðahvörf verða fyrr og úrkölkun beina hefst fyrr hjá reykingakonum en öðrum kon- um. Hættan á kransæðastíflu er um tuttugu sinnum meiri hjá konum sem taka getnaðarvarnapillur og reykja en hjá þeim sem reykja ekki og taka ekki pilluna. Æðastíflur í útlimum, heilablæð- ing, slæmur háþrýstingur og fleiri æðasjúkdómar eru mun algengari hjá reykingakonum en þeim sem ekki reykja. Hrukkótt og skorpin húð er auðkenni margra sem reykja, stafar þetta að hluta til frá áhrifum tóbaks á bandvef og æðar í húðinni. Foreldrar hafa mikil áhrif á það hvort börnin hefja reykingar. í könnun meðal skólabama í Reykja- vík sem gerð var árið 1978 á vegum Borgarlæknisembættisins sagði helmingur nemendanna reykingar foreldranna vera ástæðuna fyrir því að þau byrjuðu sjálf að reykja. For- eldrar sem reykja, mæður ekki síður en feður, eru slæmt fordæmi og geta á þann hátt orðið börnum sínum til óbætanlegs tjóns, án þess að gera sér grein fyrir því í upphafi. I ljósi þeirra staðreynda, sem hér hafa verið taldar er dapurlegt til þess að vita að ekki dregur eins mikið úr reykingum meðal kvenna og meðal karla. Stúlkur á skólaaldri virðast falla auðveldlegar fyrir þessum vágesti en drengir. Kann- anir á reykingavenjum nemenda í Reykjavík hafa sýnt, að allt frá 13 ára aldri reykja hlutfallslega fleiri stúlkur en drengir og við 16 ára aldur er þessi munur verulegur. Þótt talsvert hafi dregið úr reyking- um unglinga, þá hafa stúlkur hætt í minna mæli en drengir. Hvers vegna tekst konum ekki betur en raun ber vitni að forðast þennan ósið eða láta af honum ef þær ánetjast? Skortir þær sjálfs- traust? Telja þær ímynd sína sterk- ari með því að nota tóbak? Margar hræðast það að fitna ef þær hætta að reykja, en sú hræðsla er oftast ástæðulaus. Hlutur kvenna í at- vinnulífinu fer vaxandi. Eru reykingar hluti ímyndar þeirra hlutverka sem konur eru að taka að sér en áður tilheyrðu eingöngu körlum? Konum virðist gjarnara en körlum að bregðast við streitu og reyna að bæla neikvæðar tilfinning- ar með reykingum. Eru reykingar kvenna merki um bága stöðu þeirra í þjóðfélaginu? Konur einar geta svarað þessum spurningum. Ljóst er að meðal kvenna og innan samtaka þeirra hafa reyking- ar, og sú hætta sem þeim fylgir, ekki fengið athygli sem skyldi. Bar- áttumál kvenna á fyrri áratugum þessarar aldar tengdust heilbrigði beint og óbeint, t.d. möguleikum konunnar á að takmarka barn- eignir. Nú er mál til komið fyrir konur að beina orkunni gegn þeim vá- gesti sem skæðast herjar á þær, reykingunum. Ef þær gera það ekki má leiða að því sterkar Iíkur að fram til aldamóta muni tvö þúsund íslenskar konur deyja fyrir aldur fram vegna reykinga. Eru þá ótald- ar allar þær konur sem þurfa að berjast við sjúkdóma sem Ieiða af reykingum án þess að þeir dragi þær til dauða. Eitt af því sem vekur athygli er- lendis er að íslenskar konur eru langlífastar allra kvenna veraldar. Nýfædd stúlkubörn á íslandi eiga rúm 80 ár eftir ólifuð, að meðaltali. Þessi virðingarstaða gæti verið í hættu vegna reykinga. Meiri hluti íslenskra kvenna, sem reykja hefur sennilega ekki náð því stigi, að af- Ieiðingar séu farnar að sýna sig til fullnustu, sem verður oft ekki fyrr en eftir 20 til 30 ára reykingar. Is- lenskar konur hafa oft sýnt sam- takamátt sinn, og þær geta enn beitt honum og losað sig undan oki þessa heilsuspillis. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Hvað er til ráða? Aukin fræðsla meðal unglinga er nauðsynleg. Viðhorf til reykinga þurfa að breytast enn meira en orðið er. Koma þarf þeim hugmyndum inn hjá unglingum, einkum stúlkum, að það er ekki fínt að reykja. Réttur A kvennafrídaginn sýndu konur sam- takamátt sinn. Nú er kominn tími til aö þær beiti sér af afli gegn helsta heilsu- þjófi kvenna - reykingum. HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.