Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 10
þeirra sem ekki reykja verður að aukast, nú þegar hættan af óbeinum reykingum hefur orðið Ijós. Kvennasamtök verða að vakna og sjá þennan skaðvald í réttu ljósi, ósið sem veldur konum, börnum þeirra, fjölskyldum og vinnufé- lögum óþægindum, sjúkdómum og mörgum þeirra dauða um aldur fram, verði ekkert að gert. ítarefni: The health consequences of smoking for women. A report of the Surgeon General. 1983. U.S. Dep. of HHS. Bobby Jacobsson: The Ladykillers - Why smoking is a feminist issue. Pluto Press 1981. The World Cigarette Pandemic. Part II. New York State Journal of Medicine. 1985,85,(7). Sveinn Magnússon læknir er sér- fræðingur í heimilislækningum og starfar á Heilsugæslunni í Garða- bæ. Hann er í stjórn Læknafélags Islands og formaður samtakanna RÍS 2000 (Reyklaust ísland árið 2000). Breytíngar á ritstjórn Um síðustu áramót lét dr. Ólaf- ur Bjarnason prófessor af störf- um sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Heilbrigðismála, að eigin ósk. Ólaf- ur tók við ritstjórn tímaritsins árið 1976 og gegndi þessu starfi því í tíu ár. Ólafi er þakkað óeigingjarnt starf að málefnum Krabbameinsfé- lagsins allt frá stofnun þess. Jafn- framt er fráfarandi ritnefnd þakkað framlag hennar til ritsins. Jónas Ragnarsson, sem starf- að hefur við útgáfu tímaritsins síð- an 1976, þar af sem ritstjóri síðan 1982, verður áfram ritstjóri Heil- brigðismála. Jónas Hallgrímsson prófessor tekur nú við sem ábyrgðarmaður Heilbrigðismála og mun einnig bera ábyrgð á öðru efni sem Krabbameinsfélag Islands gefur út. Síðasta áratuginn hefur tímaritið Heilbrigðismál tekið stakka- skiptum, áskrifendafjöldinn hefur tvöfaldast og farið er að prenta blaðið að miklu leyti í lit. Þess er að vænta að fyrir lok þessa árs verði blaðið allt litprentað. Hér eftir sem hingað til verður fjallað um flest svið heilbrigðismála í þessu tíma- riti. Framkvæmdastjórn Krabbameinsfélags Islands. Frœóslunt ns Þessi rit eiga aö liggja frammi á öllum heilsugæslustöövum en fást einnig á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíö 8 í Reykjavík. VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ■ DREGIÐ 24. DESEMBER 1985 ■ AUDI 100: 149610 TOYOTA COROLLA 1300: 40283 123687 BIFRHIÐAR Á KR. 350.000 : 82798 159458 VÖRUVINNINGAR Á KR. 50.000: 3998 41849 69174 84765 120648 135821 157796 170744 4858 45189 70735 88436 128094 139674 159758 173891 8067 53655 72822 90036 128193 142465 166066 180587 13590 56845 74178 95795 128906 148636 168613 180737 17187 58978 80902 101746 131301 154340 168864 181928 Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíö B, sími 62 14 14. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuöning. é C- Krabbameinsfélagið S Ólafur Bjarnason (til hægri), Jón- as Ragnarsson (neðst til vinstri) og Jónas Hall- grímsson (neðst til hægri). 10 HEILBRIGÐISMÁL 1/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.