Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 14
Persónuleiki og krabbamein ✓ Grein eftir Margréti Olafsdóttur Samband sálar og líkama hefur löngum veriö mönnum hugstætt viðfangsefni. Þegar á dögum forn- Grikkja hélt Galen fram þeirri hug- mynd að lesa mætti úr persónu- leika manna hvaða sjúkdóm þeim væri hættast við að fá. Hann skipaði mönnum í fjóra flokka eftir skaphöfn og taldi að konum sem féllu undir flokkinn „melankólía" væri hættast við að fá brjósta- krabbamein. Leit að áhættuhópum hefur í seinni tíð vakið áhuga manna á ný fyrir persónuleikaeigindum sem kynnu að tengjast krabbameini. Breski sálfræðingurinn Hans Júrg- en Eysenck er einn þeirra sem hafa látið sig varða þetta mál og hafa kenningar hans vakið mikla athygli víða um heim. Hann heimsótti Is- land haustið 1985 og hélt þá m.a. fyrirlestur á vegum Krabbameinsfé- lagsins og Sálfræðingafélagsins um persónuleika og krabbamein. Hér verður stuttlega sagt frá kenning- um hans. I tímans rás hafa safnast saman mörg þekkingarbrot um skaphöfn krabbameinssjúklinga. Meðal þeirra fyrstu sem rannsökuðu kerf- isbundið hvort tengsl væru á milli persónuleika manna og þess hvort þeir hefðu krabbamein voru félag- arnir Kissen og Eysenck. Þeir Iögðu persónuleikapróf Eysencks (EPI) fyrir 239 karlmenn sem lágu á lungnadeild og biðu eftir sjúk- dómsgreiningu.1 Kom þá í ljós að þeir sem reyndust síðan hafa krabbamein voru hærri á svonefnd- um E-kvarða prófsins og voru þannig úthverfari en hinir sem þjáðust af öðrum sjúkdómum. Fjöl- margar aðrar rannsóknir fylgdu síðan í kjölfarið og voru niðurstöð- ur þeirra allar á sömu lund og hjá Kissen og Eysenck. Krabba- meinssjúklingar skáru sig einnig úr fyrir það að þeir voru lægri en aðrir á svonefndum N-kvarða, en það þýddi að þeir væru jafnlyndir.2-6 Kissen taldi jafnvel að þeir sem væru lágir á N-kvarðann hefðu sex sinnum meiri líkur á því að fá krabbamein en þeir sem væru háir.5 Samkvæmt þessum rannsóknum virðist mega í grófum dráttum lýsa fólki með háa einkunn á E-kvarðan- um (og þar með fólki með lungna- krabbamein og konum með brjósta- krabbamein) sem opinskáum og fé- lagslyndum, lausum við áhyggjur og oft á tíðum árásargjörnun. Þeim sem fá lága einkunn á N-kvarðan- um má hins vegar lýsa sem rólegu og áhyggjulausu fólki sem sjaldan verður fyrir miklum geðsveiflum. Það sem er sameiginlegt þessum tveim þáttum, sem báðir tengjast krabbameini, er það að fólk með þessa skaphöfn tekur létt á tilfinn- ingamálum eða leiðir slík mál hjá sér. Þessar manngerðir finna því ekki oft fyrir spennu eða streitu. En hvað er orsök og hvað er af- leiðing, persónuleiki eða krabba- mein? Rannsóknir þær sem hér hefur verið getið um segja ekkert um það hvaða orsakatengsl eru á milli per- sónuleika manna og krabbameins. Að baki þessum niðurstöðum geta legið að minnsta kosti þrjár ástæð- úr. I fyrsta lagi er það hugsanlegt að sama orsök liggi að baki krabba- meini og þeim persónuleika- einkennum sem mældust á EPI- prófinu, og er þá hvort tveggja grein af sama meiði. I öðru lagi geta sjúkdóms- einkenni af völdum krabbameins haft áhrif á prófniðurstöður, án þess að um bein orsakatengsl sé að ræða. í þriðja lagi má hugsa sér að per- sónuleiki manna sé einn af mörg- um samverkandi þáttum sem valda krabbameini. Krabbamein veldur oft truflun- um í heila og taugakerfi.7 Þeir sem tóku þátt í fyrrgreindum rannsókn- um þjáðust allir af krabbameini á því stigi að einkenna var farið að gæta. Það er því hugsanlegt að sjúkdómurinn sem slíkur, eða vit- neskjan um hann, hafi haft áhrif á skapgerð fólks og að það hafi endurspeglast á persónuleikapróf- inu. Langtímarannsóknir, þar sem persónuleikapróf er lagt fyrir stór- an hóp manna og þeim fylgt eftir í langan tíma, geta einar skorið úr um hvort svo sé. Ein slík rannsókn er fyrir hendi þar sem Hagnell lagði persónuleikapróf fyrir 2550 manns í Svíþjóð á fimmta áratug aldarinn- ar. Tíu árum seinna var áthugað hvort þeir sem síðan höfðu fengið krabbamein skáru sig á einhvern hátt úr á persónuleikaprófi. Niður- stöður þessarar rannsóknar voru á sama veg og í áðurnefndum rann- 14 HEILBRIGÐISMÁL 1/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.