Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 19
falla ekki beint undir þessa skil- greiningu, en við víkkanir er þó nauðsynlegt að geta gripið til kransæðaskurðaðgerða ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef við höldum okkur við krans- æðaaðgerðirnar, sem eru algeng- astar, hvað þarf að rannsaka áður en aðgerð er ákveðin? Fyrsta einkenni er yfirleitt brjóst- verkur við áreynslu. Pá þarf að kanna hvort viðkomandi einstak- lingur er með þrengingar í kransæð- um og hvar þær eru. Petta er gert með hjartaþræðingu og æða- Hér sést hjarta sjúklings í kransæðaað- gerð í Uppsölum. Ofarlega hægra megin er slanga með dökku blóð frú stóru bláæðunum á leið í hjarta- og lungnavélina. Neðst til vinstri á mynd- inni er slanga frá vélinni sem dælir blóðinu inti í meginslagæðina. Þegar myndin var tekin hafði verið tengt fram hjá einni kransæð. myndatöku. Auk þess þarf að meta hvernig hjarta sjúklingsins starfar og hversu öflug hjartadælan er. Einnig þarf að athuga Iungnastarf- semina og flokka blóð sjúklings mjög nákvæmlega. Hvernig gengur aðgerðin fyrir sig? Þegar brjóstbeinið hefur verið opnað er hjarta- og lungnavélin tengd æðunum sitt hvoru megin við hjartað. Vélin heldur hringrás á blóðinu fram hjá hjartanu og í henni fara einnig fram loftskipti. Rétt er að minna á það að kransæð- arnar eru tvær og sú vinstri greinist í tvær stórar greinar. Kransæðarnar liggja að mestu utan á hjartavöðv- anum og næra hann. Aðgerðin Þórarinn Arnórsson er sérfræðingur í skurðlækningum og brjóstholskurð- lækningum og hefur fengist við hjarta- skurðlækningar í Svíþjóð undanfarin sjö ár, en fluttist heim í fyrra. HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.