Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 21
Félag íslenskra barnalækna: Sex sjónvarpsinnskot tilbúin og önnur sex væntanleg Hverjar eru batahorfurnar til lengri tíma lítið? Þó að fyrsta kransæðaaðgerðin (bypass) hafi verið gerð árið 1967 þá eru ekki nema um tíu ár síðan farið var að gera slíkar aðgerðir í stórum stíl. Þess vegna hefur ekki verið hægt að fylgja sjúklingunum mjög lengi eftir ennþá. Það er vitað að líðan flestra sjúk- linganna batnar verulega og rann- sóknir sýna að þeir sem gangast undir skurðaðgerð lifa lengur en þeir sem fá einungis lyfjameðferð. Fjöldi kransæðaaðgerða á íslend- ingum svarar til 60 aðgerða á ári miðað við 100.000 íbúa, sem er það hæsta í Evrópu og næsthæsta tíðni í heimi, á eftir Bandaríkjunum. Höfum við gengið of langt? Nei, Það má allt eins álíta að íslenskir hjartalyflæknar hafi verið forsjálli en starfsbræður þeirra í mörgum öðrum löndum. Svíar settu sér það mark að komast upp í 20—25 kransæðaaðgerðir á 100.000 íbúa, en það virðist nú vera allt of lágt. / aprílmánuði hefjast hjarta- skurðlækningar hér á landi, efáætl- anir standast. Er þetta tímabært? A annað hundrað íslendingar hafa farið í slíkar aðgerðir síðustu árin, og það eitt réttlætir að koma upp aðstöðu hér á landi. Hjartaskurðlækningar eru ekki lengur á tilraunastigi. Það hefur orðið ör þróun á undanförnum árum sérstaklega hvað varðar varð- veislu á hjartavöðvanum í aðgerð- unum. Búast má við framförum í lyfja- meðferð hjartasjúkdóma á næstu árum, vonir eru bundnar við til- raunir með leysiskurðaðgerðir og ekki má gleyma forvörnunum. En kransæðaskurðlækningar, með svipuðum hætti og þær eru nú stundaðar, verða líklega gerðar s næstu ár og jafnvel áratugi. Einnig má ætla að tíðni hjartalokuaðgerða verði svipuð á næstu árum. Að- gerðir á meðfæddum hjartagöllum hjá börnum á þó áfram að gera erlendis á stofnunum sem sérhæfa sig í slíku. 7r- Sjónvarpsinnskotin sem Félag ís- lenskra barnalækna lét gera hafa tekist vel. Þessi innskot hafa verið vönduð og vakið fólk til umhugs- unar um þær hættur sem steðja að yngstu kynslóðinni. Það var stjórn félagsins sem átti hugmyndina að gerð þessa fræðsluefnis og fékk sjónvarpið til að birta það án endurgjalds. Gestur Pálsson, sem á sæti í stjórn félagsins ásamt Atla Dagbjartssyni (formanni) og Stef- áni Hreiðarsyni, sagði að þrjú inn- skot hefðu verið birt í haust, eitt um áramót og tvö væru í vinnslu. Ætlunin er að framleiða sex innskot til viðbótar á næstu mánuðum. Þetta fræðsluefni verður síðan sýnt á vissum árstímum, enda mikil þörf á að draga úr barnaslysum, sem eru algengari hér en í mörgum öðrum löndum. Fyrstu þrjú sjónvarpsinnskotin fjölluðu um umferðarslys á börn- um. Barnalæknarnir fengu fyrir- tækið Saga film til að framleiða efn- 1 ið ókeypis. Myndirnar, sem voru um það bil hálfrar mínútu langar hver, voru sýndar í haust. Slysum fækkaði í kjölfar þessarar herferð- ar, en erfitt er að meta að hve miklu leyti það er myndunum að þakka þar sem færð var óvenjulega góð miðað við árstíma. Undir lok síðasta árs var birt innskot um bruna af völdum flug- elda og nú er verið að ljúka við tvær aðrar myndir um bruna, m.a. þegar sjóðandi vatn hellist yfir smábarn. Þessar myndir gerði Saga film en þrjú tryggingafélög greiða kostnaðinn. Stefnt er að því að sýna í sumar þrjár myndir um algeng sumar- slys, svo sem slys í sjó og vötnum og dráttarvélaslys. Þá er í undir- búningi gerð þriggja mynda um eitranir, en oft hafa orðið mjög alvarleg slys af völdum efna sem börn ná til, t.d. dufts fyrir upp- þvottavélar. Ef áætlanir Félags íslenskra barnalækna standast verða sjón- varps innskotin því orðin 12 talsins fyrir lok þessa árs. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.