Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 29
4 \ 1964 Hafin leit að krabbameini í leghálsi (Leitarstöð B). Stöðin var formlega opnuð 29. júní í húsi félagsins við Suðurgötu. Eldri leitarstarfsemi (Leitarstöð A) var í október flutt úr Heilsuverndarstöðinni í Suður- götuna. Lög félagsins voru endurskoðuð. Meirihluti fundarmanna á aðal- fundi var andvígur því að breyta nafni félagsins í Krabbavernd eða Krabbavarnarfélag. 1968 Við rannsóknir á krabbameinsvald- andi efnum í íslenskum matvælum fundust slík efni í sviðum og harð- reyktu kjöti. 1976 Ný sókn hófst í baráttunni gegn reykingum. Krabbameinsfélag Reykjavíkur jók verulega fræðslu í grunnskólum og beitti nýjum að- ferðum. Hafin útgáfa á blaðinu „Takmark", og þvi dreift í tugþús- undum eintaka til nemenda. 1980 Prenn samtök sjúklinga hafa á síð- ustu árum verið stofnuð í sam- vinnu við Krabbameinsfélagið: „Stómasamtökin" (fólk með tilbúna þarfaganga), „Samhjálp kvenna" (konur sem fengið hafa brjósta- krabbamein) og „Ný rödd" (fólk sem misst hefur raddböndin vegna krabbameins). 1969 Oddfellowar, Krabbameinsfélagið o.fl. gáfu Landspítalanum kóbalt- geislalækningatæki. Leit að leghálskrabbameini náði til alls landsins. 1970 Á alþjóðlega heilbrigðisdaginn, 7. apríl, var frætt um krabbamein, í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Húsið Suðurgata 24 keypt. 1971 Bann við tóbaksauglýsingum varð að lögum, en Krabbameinsfélagið hafði barist fyrir því í mörg ár. 1972 í árslok var hætt rekstri Leitar- stöðvar A. 1973 Leit hófst að brjóstakrabbameini meðal þeirra kvenna sem komu í leghálsskoðun í Leitarstöð B. 1974 Samvinna hófst milli Krabba- meinsskrárinnar, Alþjóða krabba- meinsrannsóknastofnunarinnar í Lyon í Frakklandi, Erfðafræði- nefndar Háskólans og Rann- sóknastofu Háskólans um fjöl- skyldurannsóknir á brjóstakrabba- meini. 1975 Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna veitti félaginu styrk til rannsókna- verkefna í tengslum við Krabba- meinsskrána. 1982 Landsráð gegn krabbameini stofn- að í maí, að áskorun forseta ís- lands, forsætisráðherra og biskups- ins yfir íslandi. Aðild að ráðinu áttu 62 félagasamtök. Á vegum ráðsins var skipulögð landssöfnun í október undir kjörorðinu „Þjóðar- átak gegn krabbameini". Alls var safnað 13 milljónum króna til að búa Krabbameinsfélaginu aðstöðu til aukinnar starfsemi í nýju húsi. I framhaldi af söfnuninni festi Krabbameinsfélagið kaup á húsinu nr. 8 við Skógarhlíð, en það var þá í byggingu. íslensk fyrirtæki lögðu fram 7 milljónir króna til kaupanna. 1984 I lok september flutti Krabbameins- félagið í hið nýja hús sitt. Við það tækifæri var tilkynnt að félaginu hefði verið gefinn tölvubúnaður sem metinn var á 10—15 milljónir króna. Jafnframt var tölvudeild fé- lagsins stofnuð. 1985 Krabbameinsfélaginu gefin tvö röntgentæki til myndatöku af brjóstum. Röntgendeild opnuð í febrúar. Stofnað bókasafn, sem ætlað er að veita lærðum sem leikum upplýs- ingar um krabbamein. 1986 Hafin forkönnun vegna leitar að krabbameini í ristli og endaþarmi. Efnt til „Þjóðarátaks þín vegna". HEIIBRIGÐISMÁL 1/1986 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.