Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.03.1986, Blaðsíða 32
alans af félagslegum ástæðum árið 1981 hafði alvarleg elliglöp sem meginorsök fyrir félagslegum vanda sínum. I nýlegri ferilrann- sókn Hjartaverndar, Öldrunar- lækningadeildar Landspítalans og Landlæknisembættisins á Reykvík- ingum 80 ára og eldri utan sjúkra- húsa, fundust einkenni greinilegra elliglapa hjá 9% karla og 17% kvenna. Hærri tíðni sjúkdómsein- kenna sem bentu til elliglapa meðal kvenna kom einnig fram í athugun á íslenskum krufningsskýrslum um aldrað fólk og einnig í könnun á sjúklingum sem leituðu til Öldrun- arlækningadeildar Landspítalans. Svipaður kynjamunur hefur fund- ist í erlendum rannsóknum en skýringar hafa ekki fundist á því að elliglöp eru algengari hjá konum en körlum. Þó er vitað að heili karl- manns er að jafnaði 100-200 grömmum þyngri en heili konu. Því hefur einnig verið haldið fram að í menningu okkar séu gerðar Allt að helmingur aldraðs fólks sem vistast til langframa á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, eða um eitt þús- und Islendingar, er með Alzheimer sjúkdóm. meiri kröfur til heilans í karl- mönnum og þess vegna sé hann stæltari og standist álagið betur. Gangur sjúkdómsins. Alz- heimer sjúkdómur byrjar gjarnan hægt og bítandi og ágerist jafnt og þétt. Þó að sjúkdómurinn dragi úr lífslíkum fólks er mjög einstakl- ingsbundið hversu hratt hann gengur. Stundum leiðir hann til dauða innan tveggja ára en hjá flestum er hann mjög hægfara og fólk lifir þá við hægt versnandi ástand í fimm til tíu ár og jafnvel tuttugu ár. Minnkandi skammtímaminni og vægar breytingar á persónuleika koma fram í byrjun sjúkdómsins. Sjúklingur rekur kannski sama er- indið tvisvar til þrisvar sinnum áður en hann man eftir að hann er búinn að Ijúka því eða allt í einu man hann ekki eftir heimilisfangi sínu eða símanúmeri. Óhlutbundin hugsun (abstract) verður erfið og við tekur rugl og áttunarleysi þegar sjúkdómurinn ágerist. Að lokum verður sjúklingur allsendis ófær um að annast sjálfan sig og algjör- lega upp á aðra kominn þó hann sé að öðru Ieyti við góða heilsu. Sjúkl- ingur hættir að rata um húsakynni og ber ekki kennsl á sína nánustu. Að lokum dregur úr hreyfifærni og hann verður rúmfastur og þarf hjálp við allar nauðþurftir. A byrjunarstigum sjúkdómsins gerir sjúklingur sér grein fyrir fötl- un sinni og verður oft kvíðinn og þunglyndur. Þessi geðbrigði auka á fötlunina og getur vandvirk læknismeðferð oft bætt úr. Oft breytist útlit og fas sjúklings lítið fyrr en sjúkdómurinn er langt genginn og algengt er að læknar átta sig ekki á hvað er á seyði og eltast við óskyldar kvartanir. Sjúkl- ingar með Alzheimer sjúkdóm geta líka átt við aðra sjúkdóma að stríða sem breyta sjúkdómsmynd hans verulega. A lokastigum sjúkdóms- ins þegar sjúklingur virðist algjör- lega skyni skroppinn þarf þó alltaf að gera ráð fyrir meiri skynjun en tjáning hans ber vott um. Hlýtt við- mót og umhyggjusamt umhverfi hafa greinilega jákvæð áhrif á sjúkl- inga. Aðstandendur sjúklinga bera mikinn þunga af þessum sjúkdómi og nauðsynlegt er að þeir fái einnig aðstoð við hæfi. Misbrestur er á því, í okkar annars ágætu heilbrigð- isþjónustu á íslandi, hvað þennan sjúkdóm varðar og fræðsla fyrir 32 HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 Einangrun aldraðs' fólks getur stafað af mörgum ástæðum, m.a. elliglöpum. heilbrigðisstéttir og aðra, þyrfti að vera meiri. Orsakir Alzheimer sjúkdóms eru enn óþekktar, en þó hafa rann- sóknir leitt fjölmargt í ljós. Þær breytingar sem eru mest einkenn- andi fyrir sjúkdóminn eiga sér stað í próteinum taugafrumanna í heila- berki og dýpri lögum gagnauga- hluta heilans. Þessar breytingar sem kallast taugakönglar (neurofi- brillary tangles) líkjast þeim breyt- ingum sem verða við suma smit- næma heilasjúkdóma (Creutzfeld- Jacobs sjúkdóm og Kuru). Hugsan- legt er að t.d. áblástursveiran (herpes simplex) gæti borist eftir lyktartauginni til þeirra staða í heila þar sem skemmdirnar verða mestar í Alzheimer sjúkdómi. Ekkert hefur þó enn komið fram sem bendir til þess að Alzheimer sjúkdómur geti smitast eða borist á milli manna. Þó er ekki hægt að útiloka þann mögu- leika að Alzheimer sjúkdómur stafi af veiru en vitað er um nokkrar veirur sem geta Iifað lengi í vefjum líkamans og valdið sjúkdómum síðar. Álitið er að elliskellur (senile plaques) myndist þegar taugafrum- ur hrörna. Þær eru gerðar úr venju- legum mótefnum sem sjást í vefj- um þegar líkaminn berst við sýkla og einnig í ýmsum langvinnum of- næmis- og gigtarsjúkdómum. í heilum Alzheimer sjúklinga hefur fundist aukið magn ýmissa snefilefna svo sem áls og sílíkons. Itarlegar rannsóknir á mögulegum eitrunum úr umhverfi hafa ekki bent til að um orsakasamband geti verið að ræða. Árið 1968 fundu breskir vísindamenn að sjúklinga með Alzheimer sjúkdóm skorti nægilegt magn af ákveðnu tauga- boðefni, svonefndu asetýlkólíni í heilanum. Þetta hefur verið stað- fest með öðrum rannsóknum. Vakti þetta mikla athygli og sáu menn fram á samlíkingu við annan heilasjúkdóm, Parkinson sjúkdóm, eða riðulömun eins og hann nefnist á íslensku. Parkinson sjúkdóm er hægt að bæta verulega með því að gefa lyf sem eykur taugaboðefnið dópamín í heila. Því miður hafa tilraunir í þá átt að auka taugaboð- efnið asetýlkólín í heilum Alz- heimer sjúklinga ekki enn borið ár- angur á afgerandi hátt. Tengsl Alzheimer sjúkdóms við erfðaefni eru nokkur. Hjá 20% sjúklinga er sjúkdómurinn algeng- ur meðal náinna skyldmenna. Því yngri sem sjúklingurinn er þegar sjúkdómurinn greinist, því meiri líkur eru á að erfðir eigi þátt í sjúk- dómnum. Á íslandi er vitað um þrjá systkinahópa sem fengið hafa þennan sjúkdóm. Einstaklingar með litningagalla á krómósomi 21 virðast í sérstakri hættu. Þeir ein- staklingar sem eru með mongól- isma og ná fertugs aldri hafa allir útbreiddar Alzheimer breytingar í heilanum og einkenni um elliglöp. Litningarannsóknir á Alzheimer sjúklingum standa nú yfir á vegum Geðdeildar Borgarspítalans í sam- vinnu við sérfræðinga á Maudsley spítalanum í London. Einstaklingar sem verða fyrir miklum og endur- teknum höfuðáverkum eins og hnefaleikmenn fá einnig sams- konar breytingar í heilavef. Þekkt dæmi um það er Muhamed Ali, fyrrverandi heimsmeistari í þessari íþrótt. Sýnt hefur verið fram á tengsl Alzheimer sjúkdóms við bilun í ónæmiskerfi og ýmsir efnaskipta- sjúkdómar hafa einnig vera taldir koma til greina sem orsakir, þar með truflanir á kalkefnaskiptum og niðurbroti ammoníaks. Þá hafa sumar rannsóknir leitt í ljós brengl- un í innkirtlakerfi og skort á horm- ónunum vasopressín og nýrna- hettubarkarhvata. Truflanir koma fram á fleiri taugaboðefnum í heila en asetýlkólín en í minna mæli. Þeirra verður meira vart þegar sjúkdómurinn er kominn á hátt stig. Sumir sérfræðingar hafa álykt- að út frá þeim mörgu þekkingar- brotum um orsakir sjúkdómsins að hér sé um að ræða ósérhæfð við- brögð heilans við margvíslegu og skaðlegu áreiti. Sjúkdómurinn fer ekki í mann- greiningarálit og tíðni hans virðist svipuð meðal ólíkra atvinnustétta. Þó er talið að því greindari sem einstaklingurinn er, því þrekmeiri sé hann gagnvart álagi sjúkdóms- ins, líkt og íþróttamaður með þjálf- að hjarta gæti staðið sig betur í baráttunni við kransæðasjúkdóm. Alzheimer sjúkdómur er algengur sjúkdómur og eykst tíðni hans með hækkandi aldri. Sjúkdómurinn mun því Iíklega verða algengari þegar fleiri þjóðfélagsþegnar ná háum aldri. Með bættu heilsufari þjóðarinnar má ætla að almenn greind hennar fari vaxandi og það, ásamt aukinni þekkingu á sjúk- dómnum, leiðir til þess að samfé- lagið geti sinnt sjúklingum betur en áður. Ætla má að um helmingur Alz- heimer sjúklinga á íslandi dvelji utan stofnana. Þjáningar sjúklinga og aðstandenda þeirra verða ekki metnar á neinn auðveldan hátt. Sá hluti sjúklinga sem dvelur á stofn- unum hefur óhjákvæmilega ákveð- inn kostnað í för með sér. Sé miðað við bandarískar tölur má ætla að annar hver vistþegi sem dvelur á opinberri stofnun fyrir aldraða, dvelji þar fyrst og fremst vegna Alzheimer sjúkdóms. Áætla má að kostnaður vegna stofnanavistunar Alzheimer sjúklinga sé um hálfur milljarður króna á ári. Það er því til mikils að vinna, a.m.k. fjárhags- HEILBRIGÐISMÁL 1/1986 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.