Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 5
HE/LBRIGÐ/SMÁL / Jónas Ragnarsson i Fæðingum fækkar Undanfarin ár hefur fæðingum fækkað mikið hér á landi og nú er svo komið að hver kona eignast að meðaltali færri en tvö börn. Islend- ingum fækkar því þegar fram líða stundir. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni átti hver íslensk kona um miðja síðustu öld að með- altali 5 börn, fyrir aldarfjórðungi 4 börn, 3 börn fyrir fimmtán árum en nú aðeins 1,9 börn (lifandi fædd börn á ævi hverrar konu). Dregið hefur úr barneignum ís- Ienskra kvenna í öllum aldurshóp- um. Sem dæmi má taka konur á aldrinum 20—24 ára. Árið 1972 eignuðust 19% þeirra börn en árið 1984 aðeins 12,4% þeirra, sam- kvæmt tölum úr Fæðingaskránni. Sé litið yfir lengra tímabil hefur mest breyting orðið í aldurshópn- um 35—39 ára. Um miðja síðustu öld áttu 23,8% þeirra börn á einu ári, en nú einungis 3,7% kvenna á þessum aldri. Á síðasta ári fæddust um 3800 börn hér á landi, en þegar fæðingar urðu flestar, árið 1960, fæddust 4916 börn. Ef sú fæðing- artíðni, sem þá var, hefði haldist óbreytt hefðu fæðst um 8600 börn á síðasta ári. I flestum hinum norrænu lönd- unum eru fæðingar hlutfallslega færri en hér. Síðustu ár hefur fæð- ingum þó aðeins verið að fjölga aftur í sumum þessara landa. -F- Lifandi fædd börn á ævi hverrar konu i Færeyjar ............. 2,2 Grænland ............. 2,1 ísland................ 1,9 Finnland ............. 1,7 Noregur............... 1,7 Svíþjóð............... 1,7 Danmörk............... 1,4 FRJÖSEMi ÍSLENSKRA KVENNA 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 15-19 ÁRA 20-24 ARA 25-29 ARA 30-34 ARA 35-39 ARA 40-44 ÁRA LIFANDI FÆDD BÖRN Á ÆVI HVERRAR KONU HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.