Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 8
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson Tóm tjara? Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins birti í maí skrá um tjöru, nikótín og kolsýrling í reyk sígaretta á ís- lenskum markaði „til upplýsinga fyrir tóbaksneytendur", eins og segir í auglýsingu verslunarinnar. Skrá þessi, sem byggir á upplýsing- um frá umboðsmönnum tóbaks, er birt án ábyrgðar, enda er ekki enn aðstaða hér á landi til að mæla magn skaðlegra efna í tóbaki. Þetta er í fyrsta sinn sem ÁTVR birtir slíka skrá, en hliðstæðar upp- lýsingar birtust í Heilbrigðismálum fyrir tveim árum (4. tbl. 1984). í sama hefti var grein eftir Porstein Blöndal og Jónas Ragnarsson, en hún hét „Allt sama tóbakið? Eru léttu sígaretturnar hættuminni en hinar?" Þar segir meðal annars að tjara sé samheiti á reykögnum og úða tóbaksreyksins, en í henni eru mörg krabbameinsvaldandi efni. Áætla má að minni tjara í síga- rettum dragi úr hættu á lungna- krabbameini, og minnki hósta og slímmyndun. Á hinn bóginn er ekkert sem bendir til þess að hætt- an á mæði og teppu í lungnapípum minnki. Talið er að tjörulitlar síga- rettur dragi ekki úr líkum á krans- æðastíflu. I lok greinarinnar er komist að þeirri niðurstöðu að eng- in skaðlaus sígaretta sé til. Síðan segir: „Það er því lang best að byrja aldrei að reykja, næst best að hætta, en þriðji skásti kosturinn er að velja þær tegundir af sígarettum sem eru tjöruminni en aðrar. Það er þó háð því skilyrði að reyking- arnar séu ekki auknar frá því sem áður var." Hér til hliðar er „íslenskum" sígarettum raðað eftir tjöru í reyk hverrar sígarettu, mælt í milli- grömmum. Miðað er við tjöru í þeim reyk sem reykingamaðurinn sogar að sér, svonefndum aðal- reyk. Allar mælingar eru gerðar í reykingavélum samkvæmt ákveðn- um stöðlum sem engan veginn má treysta að falli að reykingavenjum einstakra neytenda. Rétt er að taka fram að mælingarnar eru ekki fylli- lega sambærilegar innbyrðis. -F- 22,8 Gauloises (án síu) Camel (án síu) 21,2 20,0 Prince Winston 19,0 Welcome Red 18,8 Winston 100's 18,6 19,0 Pall Mall (án síu) 18,6 Welcome Blue 18,5 Victory Camel 17,6 More Menthol 17,1 Rothmans 16,5 Kool 16,0 Dunhill 15,5 Gold Coast 15,0 HB Crown 15,0 Royale Menthol 14,9 Prince Lights 14,0 Gauloises 13,9 17.4 More 16,7 Salem 16.4 Craven A 15.5 Viceroy 15,0 Lucky Strike 15,0 Gold Coast Menthol 14,9 Royale 14,1 S.G. Lights 14,0 S.G. Export Stanton 12,8 Dunncap 12,0 Kim Menthol 12,0 13,0 Kent 12,2 Gitanes 12,0 Kim Mild Winston Lights 10,8 11,0 Gold Coast Lights Viceroy Lights 9,0 Camel Lights 8,9 Dunncap Lights 8,4 9.4 Vantage 9,0 Salem Lights 8.5 Kent Lights 7,9 Merit Menthol Royale Lights 4,9 Milligrömm af tjöru í meginreyk hverrar sígarettu. 8 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.