Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 16
með fæðu og öndunarlofti. Að jafnaði eru geislaskammtar frá þeim mjög litlir og skipta líklega litlu máli. Þrátt fyrir það að reykingamenn fái þrefaldan skammt í lungnaslímhúð, miðað við þá sem ekki reykja, er geisla- skammturinn samt sem áður óverulegur. Markverð er þó sú til- gáta að pólóníum-210 setjist í yfir- borð berkjuslímhúðar og valdi þar allháum geislaskömmtum, sérstak- lega hjá reykingamönnum. Hefur þar verið talað um geislaskammta allt frá 0,04 og upp í 30 millisívert á ári. Mannkynið hefur í aldanna rás lagað sig að náttúrulegri geislun og telst hún því lítið skaðleg. Þó má geta þess að geislun er talin eiga einhvern þátt í þeim stökk- breytingum sem verða sífellt á erfðafrumum. Geislun af mannavöldum. Auk geislunar af völdum náttúr- unnar hefur maðurinn bætt nokkru við sjálfur og skal þar helst nefnd geislun vegna notkunar jón- andi geisla í læknisfræði, bæði geislagreiningu (t.d. röntgen- myndatöku) og geislameðferð. Að meðaltali nemur þessi geislun um 0,1 millisíverti á ári. Einnig er notk- un geislavirkra efna í vísindum, iðnaði og landbúnaði allveruleg og fer vaxandi. Notkun geislavirkra Helstu þættir geislunar Meðaltal á mann á ári Náttúruleg geislun: Geimgeislun 0,3 mSv Geislun frá jarðvegi 0,4 mSv Frá húsveggjum 0,5 mSv Innri geislun 0,2 mSv Geislun af mannavötdum: Röntgenrannsóknir 0,1 mSv Geislalækningar 0,01 mSv ■Frá kjarnorkuverum 0,01 mSv efna í daglegu lífi er einnig vax- andi. Skal nefnd sem dæmi notkun geislavirkra efna í sjálflýsandi úrum og klukkum. Sú notkun hef- ur breytst nokkuð á undaförnum árum í þá átt að nota sífellt mein- lausari efni. Geislavirk efni eru einnig notuð í sumum gerðum reykskynjara, í sjálflýsandi út- gönguskiltum samkomuhúsa og víðar. Nokkur jónandi geislun myndast einnig í radartækjum, sjónvarpstækjum og öðrum mynd- lömpum sem nýta háa rafspennu. Þetta er þó allt óverulegt og skapar áreiðanlega enga geislahættu fyrir mannkynið í heild. Orkufram- leiðsla í kjamorkuverum eykur nokkuð geislaálag mannkyns, að vísu lítið ef allt gengur eðlilega, en þetta geislaálag getur orðið mikið, ef óhöpp verða. Þess má geta hér að Norðmenn hafa reiknað út að þar í landi verði geislun af völdum óhappsins í Sovétríkjunum vorið 1986 jafn mikil samanlagt á næstu fimmtíu árum eins og náttúruleg geislun er á einu ári. I rekstri kjarn- orkuvera er og verður óhjákvæmi- lega alltaf einhver geislahætta, en hana má minnka mjög með ströng- um og skipulögðum vamaraðgerð- um, sem verða að sjálfsögðu að vera óháðar landamærum. Kjamorkusprengjur og tilraunir með þær eru svo alveg sér á báti. Þær hafa bætt nokkru við geisla- álag mannkyns. Fyrir um það bil tuttugu árum mældist talsverð geislun í mjólk og öðmm matvæl- um en einnig í andrúmslofti og regnvatni, vegna slíkra tilrauna. Síðan farið var að gera þessar til- raunir neðanjarðar má þó segja að slík geislun sé vart mælanleg. Geislun kæmi þó fljótlega fram ef tilraunir færu úr böndum á ein- hvem hátt. Óhætt er að segja, að öll umræða um geislaálag á friðar- tímum hverfi í skuggann fyrir til- hugsun um þá skelfingu fyrir mannkynið sem geislun frá kjarn- orkusprengju veldur. Guðmundur S. Jónsson er forstöðu- maður eðlisfræði- og tæknideildar Landspítalans. Guðmundur er bæði eðlisfræðingur og læknir að mennt. Hann var forstöðumaður Geislavarna ríkisins frá 1965 til 1982. Áður en æfingar hefjast Grein eftir Grím Sæmundsen Áhugi á hvers konar heilsurækt hefur aukist í vestrænum ríkjum undanfarin ár. Nú þykir sjálfsagt að fólk hlaupi, hjóli, syndi, fetti sig og bretti í eróbik tímum saman og pumpi lóð löðursveitt. Hægt er að fullyrða, að bylting hafi orðið á við- horfum fólks til hreyfingar, sér til heilsubótar. íslendingar virðast ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Ef íþróttaiðkun íslenskra karla á aldrinum 46—61 árs árin 1967—68 og 1979—80 er borin saman, kemur í ljós að hún hefur aukist um 50%, samkvæmt niðurstöðum úr rann- sóknum Hjartaverndar (1). Yfir- gnæfandi hluti þeirra karla, sem stunda íþróttir, hefur ekki einkenni um kransæðasjúkdóm, samkvæmt sömu rannsókn. Þá er athyglisvert, að rúmlega þriðjungur þeirra sem iðka íþróttir á þessum aldri synda eða stunda gönguferðir og útivist, en hreyfing af því tagi er einmitt 16 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.