Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 17
talin minnka hættu á kransæða- sjúkdómum. Ætla má, að hliðstæðar tölur fyrir sama aldurshóp 1985—86 myndu sýna frekari aukningu frá 1979-80, svo mjög hefur áhugi al- mennings aukist á iðkun íþrótta, bæði til heilsubótar og ánægju. Hér á eftir eru nefnd nokkur atr- iði, sem rétt er að kyrrsetumenn hafi í huga áður en þeir hefja lík- amsþjálfun. Ljóst er að líkamleg áreynsla eykur vellíðan, er streitulosandi, hefur góð áhrif á svefn, meltingu og aðra líkamsstarfsemi. Vísinda- rannsóknir benda eíndregið til að ákveðnar æfingar, stundaðar reglu- lega, stuðli að langlífi. Setjið ykkur ákveðið markmið með þeim æfingum sem þið veljið. Fullorðinn maður sem vill styrkja hjarta og Iungu velur t.d. sund eða langhlaup, ungt fólk sem vill stæla vöðva velur æfingar með lóðum. Veljið íþrótt sem þið hafið gaman af að stunda. Það eykur vellíðan og einnig líkur þess að ástundunin verði hluti af lífsmynstri ykkar. Það skiptir mestu máli. Varið ykkur á að fara of geyst af g stað, sérstaklega ef þið hafið ekki | stundað líkamlega áreynslu af ein- m hverju tagi lengi. Ef þið fáið ein- ? hver einkenni við áreynsluna, sem I þið hafið ekki fundið fyrir áður, g t.d. brjóstverk, mikla mæði, ógleði 3 eða aðra almenna vanlíðan, hættið - þá strax. Hafið samband við lækni. Mikil þátttaka var í Afríkuhlaupinu í maí, eins og myndin sýnir. Onnur götuhlaup síðustu misserin hafa einnig orðið vinsæl. Þetta er til marks um vaxandi áhuga fólks á Itkamsþjálfun'. Hitið vel upp í hvert skipti fyrir æfingar. Upphitun býr líkamann undir áreynsluna, hjartsláttarhraði og öndunartíðni aukast, blóðflæði til vöðva eykst og líkamshiti hækk- ar. Upphitun er fólgin í léttri hreyf- ingu og vöðvateygjum. Hætta á meiðslum í sinum og vöðvum minnkar. Harðsperrur eru bandvefsmeiðsl í vöðvum sem koma fram eftir mikla áreynslu óþjálfaðra vöðva. Þessi einkenni koma yfirleitt fram einum til þremur sólarhringum eft- ir áreynsluna. Vöðvamir jafna sig fullkomlega og besta leiðin til að slá á einkennin er áframhaldandi hreyfing. Hættið ekki að stunda æfingar vegna harðsperra, en farið varlega vegna þess að álagshæfni vöðvanna minnkar um skeið og hætta eykst á meiðslum í sinum og vöðvum. Hér sannar góð upphitun gildi sitt. Best er að borða ekkert í tvær klukkustundir fyrir æfingar og alls ekki þunga fituríka máltíð. Þetta gefur maganum tækifæri á að tæm- ast en það minnkar hættu á vanlíð- an frá meltingarfærum og blóðflæði til þeirra er minna. Við höfum ann- að við blóðið að gera á meðan á áreynslunni stendur (súrefnisflutn- ingur til vöðva). Fjölbreytt fæði, m.a. grænmeti og ávextir, er best til að fá þá orku sem til þarf. Fólki sem stundar æfingar reglulega, gengur oft betur að stjórna mataræði sínu en öðr- um. Athugið að hreyfing ein ber sjaldnast árangur til megrunar, nema um mikla þjálfun sé að ræða. Fólk með langvinna sjúkdóma getur stundað æfingar og haft gott af, bæði andlega og líkamlega. Haf- ið samráð við lækni í þessum tilvik- um. Kransæðasjúklingar fá nú leið- beiningar um að stunda þolæfingar eftir hjartaaðgerðir. Rannsóknir sýna að við ákveðna líkamlega áreynslu má hafa jákvæð áhrif á stjórnun blóðþrýstings, sykur- sýki og fleiri sjúkdóma. Síðast en ekki síst má nefna fé- lagslegan ávinning af ástundun íþrótta. Þið kynnist hressu og lífs- glöðu fólki, sem auðvelt er að finna til samkenndar með. Þetta auð- veldar manni að takast á við verk- efni daglegs lífs. Tilvitnun: 1. Ólafur Ólafsson: Iðkun íþrótta meðal karla, með tilliti til kransæðasjúkdóma. Hjartavernd 1985;22(2):6-7. Grímur Sæmundsen læknir stundar heimilislækningar í Reykjavík. Hann hefur um árabil keppt með meistara- flokki Vals í knattspyrnu. HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 1 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.