Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 18
HEILBRIGÐISMAL / Jóhannes Long Mun fleiri eru smitaðir af alnæmi en þegar hafa fundist Rætt við Sigurð Guðmundsson smitsjúkdómalækni Enginn sjúkdómur hefur fengið meiri umfjöllun síðustu mánuði en AIDS, sem á íslensku er ýmist nefndur alnæmi, ónæmistæring, áunnin ónæmisbæklun eða eyðni. Smám saman hefur þekking á sjúk- dómnum verið að aukast og jafn- harðan er reynt að fræða fólk um hvemig hægt sé að hindra út- breiðslu hans. En hver er staða mála í lok júnímánaðar 1986, rúmu ári eftir að fyrsta alnæmissmitið hér á landi var greint? Sigurður Guðmunds- son er í nefnd lækna Borgarspítala og Landspítala er samræmir að- gerðir gegn alnæmi. Hann svarar hér nokkrum spurningum Heil- brigðismála. Að hvaða leyti er þessi sjúkdómur frábrugðinn öðrum smitsjúkdómum sem læknavísindin hafa getað sigrast á? Allar farsóttir eru ógnvekjandi uns unnt er að hefta för þeirra með bóluefni, sóttvömum eða lyfjum og er alnæmi að því leyti ekki frá- brugðið landfarsóttum fyrri alda. Alnæmi hefur hins vegar breiðst út mun hraðar en flestir aðrir faraldr- ar, enda þótt sjúkdómurinn sé í reynd síður en svo bráðsmitandi. Tækniframfarir nútímans, einkum bættar samgöngur, gera alnæmi svona hraðfara. Til samanburðar má benda á að svartidauði þurfti um þrjár aldir til að breiðast um norðurálfu og ganga yfir, enda þótt sá sjúkdómur sé bráðsmitandi. Ef alnæmi hefði komið fram fyrr á öldum hefði útbreiðslan tekið mjög langan tíma, líklega aldir. Ólíklegt er að alnæmi hefði runnið sitt skeið á enda fyrr á tímum, eins og sumir aðrir smitsjúkdómar hafa gert. Al- næmi er kynsjúkdómur og eðli kynsjúkdóma er ekki þannig að þeir deyi út. Einnig hefur það áhrif að tíminn frá því að smit verður þar til einkenni koma fram er mjög langur, jafnvel mörg ár, og allan þann tíma geta hinir sýktu smitað. Bregst ónæmiskerfi líkamans á ann- an hátt við alnæmi en öðrum veirusjúk- dómum? Já, á tvennan hátt. í fyrsta lagi breyta mótefni þau sem ónæmiskerfið myndar gegn alnæmisveiru litlu eða engu um gang sjúkdómsins. Sértæk mótefni myndast gegn hverjum sýkli fyrir sig, t.d. mislingamótefni gegn misl- ingum, og þau eiga þátt í að vinna bug á sýkingu og koma oft í veg fyrir að einstaklingurinn sýkist af sama sýklinum aftur. Pessu er ekki þannig farið eftir sýkingu af al- næmisveiru, vegna þess að yfir- borð veirunnar er alltaf að breytast. I öðru lagi brýtur alnæmisveiran niður ónæmiskerfið þegar fram líða stundir og veldur þannig hinum alvarlegu fylgisýkingum og jafnvel krabbameini, sem leiða sjúklinginn loks til dauða. Aðrar veirur geta einnig dregið úr starfsemi ónæm- iskerfisins, en gera það einungis tímabundið. Alnæmi er eini þekkti veirusjúkdómurinn, sem veldur óbætanlegu tjóni á varnarkerfi lík- amans gegn sýkingum. Er alnæmi alvarleg ógnun við mannkynið, eins og sagt hefur verið? Par sem ekki eru til ráð við al- næmi er það mjög alvarlegur sjúk- dómur. En meðan alnæmi breiðist ekki út með öðrum hætti en við þekkjum nú, verður það ekki stær- sta heilbrigðisvandamál vestrænna þjóða. Krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar skipa enn um sinn þann sess. Hve margir hafafundist með alnæm- issmit hér á landi? í júnílok höfðu 25 íslendingar greinst með smit af völdum alnæm- isveiru. Tíu þeirra hafa haft ein- kenni og af þeim hafa tveir greinst með lokastig sjúkdómsins, það er eiginlegt alnæmi. Af hinum átta sem hafa forstigseinkenni eru flest- ir með þau væg. Sjúklingarnir eru allir úr þekkt- um áhættuhópum sjúkdómsins. Langflestir eru á þrítugsaldri, en aðrir eldri. Sigurður Guðmundsson læknir segir að alnæmi eigi eftir að aukast á næstu árum, en að með virkum varnaraðgerð- um megi draga úr útbreiðslu þess. Myndin var tekin á rannsóknastofu Borgarspítalans. Hægra megin á myndinni er Stefanía Geirsdóttir meinatæknir. 1 18 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.