Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 20
HEILBRIGOISMÁL / Jóhannes Long mánuðum og árum verður tví- mælalaust vegna smits hérlendis. Hvaða hætta fylgir því að finna ekki alla smitaða? Utbreiðslan verður meiri. Við finnum sennilega aldrei alla smit- aða. Megintilgangur þess að fá fólk til að koma og láta leita að merkjum um smit er tvíþættur. Annars vegar má veita þeim sem reynast smitaðir upplýsingar um eðli sjúkdómsins og hvemig þeir eigi að hegða sér í nánum sam- skiptum við aðra. Það gildir um alla kynsjúkdóma að þeir sem eru sýktir án þess að vita það em hættu- legastir. Hins vegar má veita þeim sem reynast ekki smitaðir nokkra hug- arró. Séu þeir í áhættuhópum má gefa þeim ráðleggingar um hvernig hægt er að forðast smit. Þrátt fyrir að mótefni finnist er ekki útilokað að viðkomandi hafi smitast síð- ustu vikur áður en mæling var gerð. Hvaða áhrif hefur þetta? Mótefni myndast í blóðinu að meðaltali átta til tólf vikum eftir smit. Þeir sem eru nýlega sýktir en mælast án mótefna eiga hugsan- lega eftir að mynda mótefni á næstu vikum eftir mælinguna. Til þess að auka gildi prófsins höfum við ráðlagt þeim sem reynast mót- efnalausir að koma aftur í rannsókn að þrem til fjórum mánuðum liðn- um. Ef sjúkdómurinn breiðist ekki út fyrir þessa hópa má þá ekki reikna með að fljótlega dragi úr útbreiðslu hans, eins og komið hefur í Ijós meðal áhættu- hópanna vestanhafs? Hvenær náum við þessu marki? Eg held að við eigum nokkuð langt í land. Einkum vitum við lítið um útbreiðslu meðal fjöllyndra, jafnt kynvísra og tvíkynhneigðra. Við vitum allt of Iítið um kynhegð- un landsmanna til að geta áttað okkur á hugsanlegri útbreiðslu meðal þessara hópa. Síðasta aldarfjórðung hefur gætt aukins frjálslyndis í kynferðismálum, vegna öruggra getnaðarvarna og breyttra viðhorfa. Allra síðustu ár hef- ur tíðni kynsjúkdóma aukist. Hefur alnæmisumræðan þau áhrif að kyttlífs- byltingunni ljúki? Það má segja að kynlífsbyltingin sé farin að éta bömin sín. Ömögu- legt er að segja hvort byltingunni er lokið, en það frjálslyndi í kynferð- ismálum, sem tíðkaðist á sjöunda og áttunda áratugnum, er ekki áhættulaust. Ekki verður Iögð nógu rík áhersla á að fólk á ekki að hafa samræði við þá sem það þekkir lít- ið. Getur fólk fengið mótefnamælingu án þessa að eiga á hættu að fá á sig einhvern alnæmisstimpil? Já. Sá sem hefur áhyggjur af því að hafa smitast af alnæmi getur til Blóðsýni eru rannsökuð með svonefndu Elisa-prófi til að kanna Iwort mótefni alnæmisveirunnar eru í blóðinu. Já- kvætt sýni þekkist á litnum. Síðar eru niðurstöðurnar staðfestar með Wesf- ern-blot prófi. Báðar þessar rannsóknir eru gerðar á rannsóknastofu Borgar- spítalans. Prófá blóði blóðgjafa er gert í Blóðbankanum. dæmis leitað til heimilislæknis síns, sem sendir blóðsýni til rannsóknar, nafnlaust. Einungis er tilgreint kyn, fæðingarár, fæðingarmánuð- ur og upplýsingar um áhættuhóp. Að sjálfsögðu er ekki unnt að nafn- greina einstaklinga eftir þeim upp- lýsingum. Svarið er síðan sent til heim- ilislæknis sem hefur samband við sjúklinginn. Ef alnæmismótefni hafa fundist í sýninu mun heim- ilislæknirinn fá alla þá aðstoð sem unnt er til að hjálpa þessum sjúkl- ingi til að skynja sinn sjúkdóm og fá nauðsynlega meðferð. Hvernig bregst fólk við þegar því er sagt að það beri smit þessa sjúkdóms sem ekki er hægt að læktta? Að sjálfsögðu bregst það þung- lega við. Það er mikið áfall fyrir flesta að fá að vita þetta. Suma hef- ur þó grunað hvað væri á seyði og þess vegna hefur niðurstaðan ekki komið þeim verulega á óvart. Meginvandamál flestra þessara sjúklinga er þó að gera sér grein fyrir sjúkdómi sínum og læra að lifa með hann. Hvaða áhrifhefur sjúkdómsgreining- itt á daglegt líf sjúklings? Fær hattn að haga lífi sínu eins og áður, að því er varðar samskipti við aðra? Allur venjulegur samgangur al- næmissjúklinga við annað fólk á að vera eðlilegur og sjálfsagður. Þeir geta stundað sína vinnu, farið á veitingahús og sótt skemmtistaði. Við leggjum ríka áherslu á að þeir hafi ekki samræði við fólk nema að verjur séu notaðar og að þeim beri skylda til að fræða væntanlegan rekkjunaut um að þeir séu smitaðir af alnæmisveiru. Allir sem við höf- um greint hafa verið mjög jákvæðir hvað snertir breytingar á lífsmynstri til þess að draga úr smiti. Við reynum einnig að fræða fjölskyldur þessara sjúklinga um að þeir séu ekki hættulegir öðrum svo fremi að sambandið taki ekki til kynlífs. Alþingi samþykkti lög í vor sem skil- greindu alnætni setn kynsjúkdóm. Hverju breyta þau? Nokkrar deilur urðu um frum- varp að þessum lögum. Einkum var rætt um þau ákvæði er lúta að 20 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.