Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 22
Ferill ... Ferli sýkingar af völdum al- næmisveiru má skipta í fernt: 1. Einkennalaust smit. Ýmislegt bendir til að um 50% sýktra verði einkennalausir í að minnsta kosti 5 ár eftir smit. A þessu stigi er ein- ungis unnt að greina sjúkdóminn með mælingu mótefna gegn al- næmisveiru í blóði. 2. Bráð einkenni. Lítill hluti sjúkl- inga fær einkenni er svipar til ein- kyrningasóttar (mononucleosis) nokkrum vikum eftir að smit verð- ur. Einnig hefur borið á bráðri heilahimnubólgu af völdum al- næmisveirunnar. Hvoru tveggja batnar án aðgerða og verða sjúk- lingar fljótt aftur einkennalausir, en mótefni verða áfram í blóði. 3. Forstigseinkenni. Pessi einkenni eru almenns eðlis, eitlastækkanir á hálsi, hiti, megrun, nætursviti, nið- urgangur o.fl. Pessum einkennum svipar mjög til einkenna ýmissa al- gengra veirusýkinga, sem ganga fljótt yfir en forstigseinkenni al- næmis eru hins vegar langvarandi. Á þessu stigi ber einnig oft á ein- kennum frá miðtaugakerfi, svo sem gleymsku, rugli og þunglyndi. Rekja má þau til beinnar sýkingar vegna veirunnar í miðtaugakerfi. Gera má ráð fyrir að um helmingur smitaðra einstaklinga fái forstigs- einkenni á fyrstu 5 árum eftir smit. Á þessu stigi er oft unnt að finna mælanlega bælingu ónæmiskerfis af völdum alnæmisveirunnar. Slíkt leiðir til fjórða stigsins, eiginlegs alnæmis. 4. Alnæmi (iokastig sjúkdóms- ins). Á þessu stigi er ónæmiskerfið illa starfhæft og því fá sjúklingar margs konar fylgisýkingar af völd- um ýmissa veira, baktería, sveppa og einfrumunga. Einnig fá sjúk- lingar á þessu stigi illkynja æxli, fyrst og fremst svonefnt Kaposis- sarkmein í húð og innri líffæri og eitilkrabbamein í miðtaugakerfi. Um 80% sjúklinga á lokastigi deyja innan tveggja ára frá því fyrstu merkja um lokastig verður vart. Allt að 30% sjúklinga sem smitast fá einkenni um lokastig sjúkdóms- ins á fyrstu fimm árum eftir greiningu. Orsök ... Lítill vafi virðist leika á því að alnæmi er nýr sjúkdómur. Orsök hans er veira af flokki svonefndra retróveira. Veirur skyldar alnæmis- veiru eru þekktar að því að valda krabbameini í tilraunadýrum og ein þeirra er talin valda ákveðinni teg- und hvítblæðis í mönnum, einkan- lega Japönum. Aðrar veirur úr þessum hópi valda sýkingum og eru þær flestar svonefndar hæg- gengar veirusýkingar. Þeim er það sammerkt að mjög langur tími Iíður frá því að smit verður og þar til einkenni koma í Ijós, og getur það skipt árum til áratugum. Þessu lýsti fyrstur Bjöm Sigurðsson, læknir á Keldum sem verður að teljast einna merkastur íslenskra vísindamanna í læknastétt á þess- ari öld. Hann byggði kenningu sína um hæggengar veirusýkingar á at- hugunum á visnuveiru í íslensku sauðfé. Veira þessi veldur tauga- sjúkdómi (visnu) og lungnasjúk- dómi (þurramæði) í sauðfénu. Barst hún hingað, eins og kunnugt er, með þýskum karakúl-hrútum árið 1933 og hafa aðrir vágestir en visnu- veiran vart valdið eins miklum bú- sifjum fyrir íslenska bændur. Líklegt er að alnæmisveiran hafi orðið til í Afríku. Vitað er að hún er mjög skyld veiru sem fundist hefur í tveimur tegundum afrískra apa. Apaveira þessi veldur sjúkdómi er svipar til alnæmis í annarri apateg- undinni. Líklegt er talið að alnæmis- veiran hafi þróast í stökkbreyting- um um ýmis millistig frá apaveir- unni. Að minnsta kosti tvö þess- ara millistiga hafa fundist. Geturað minnsta kosti annað þeirra smitað menn, en veldur þó ekki einkenn- um að svo miklu leyti sem vitað er. Ekki er vitað hvernig apaveiran eða þróunarstig hennar hafa borist til manna. Vera kann að það hafi gerst við neyslu apakjöts eða vegna bits frá öpum. Útbreiðsla ... Fyrsti alnæmissjúklingur sem vitað er um með nokkurri vissu var dönsk kona, sem var skurðlæknir í Zaire. Árið 1976 veiktist hún þar af sveppaheilahimnubólgu, sem nú er vitað að er ein fylgisýkinga al- næmis, og dó skömmu síðar í heimalandi sínu. Talið er að sjúkdómurinn sé einna tíðastur í Mið-Afríkulöndum og hefur verið leitt að því getum, en ekki sannað, að hartnær 20 millj- ónir manna þar í álfu kunni að hafa smitast. Sjúkdómurinn virðist síðan hafa borist til Karabíska hafsins og það- an til meginlands Norður-Ameríku á næstu árum. Verður hans fyrst vart þar sumarið 1981. Til Evrópu barst hann nokkru seinna og fyrst til Belgíu og Frakklands. Sennilega er það tilviljun að hommar urðu flytjendur þessa sjúkdóms. Ástæð- an virðist fyrst og fremst vera sú að hommar, sem hópur, eru fjöl- lyndari en aðrir, en smithætta virð- ist einkum tengjast kynferðislegu fjöllyndi. I Afríku er sjúkdómurinn nær jafn algengur í konum og körlum og er þeim fyrst og fremst fjöllyndi sameiginlegt. Sjúkdómur- inn hefur breiðst út með geigvæn- legum hraða og hafa nú um 20.000 Bandaríkjamenn og um 1.800 Evr- ópubúar veikst af lokastigi hans. Tvöfaldast nú fjöldi lokastigstilfella í Bandaríkjunum á um 12 til 13 mánaða fresti og á 6 til 8 mánaða fresti í Evrópu. Fróðleiksmolar um alnæmi Sigurður Guðmundsson tók saman 22 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.