Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 27
TÓBAKSVARNANEFND / Auk hf Flestir vilja vinna í hreinu lofti TAKMARKANIR Á REYKINGUM ÁVINNUSTÖÐUM skv. lögum nr. 74/1984 og reglum nr. 487/1985 Búast má við að draga fari úr tóbaksreykmengun á vinnustöðum í kjölfar nýrra reglna er tóku gildi í ) byrjun þessa árs. Gerð hafa verið veggspjöld sem dreift hefur verið á vinnustaði til kynningar á tak- ) mörkunum á reykingum. Hluti af upplýsingunum á þeim kemur fram hér á síðunni. Reglurnar eru settar samkvæmt fyrirmælum í tóbaksvarnalögum, en þar segir að þess skuli sérstak- lega gætt að þeir sem reykja ekki verði ekki fyrir óþægindum af völdum tóbaksreyks á vinnustöð- ( um. Þessar reglur eru ákveðnari en hjá flestum nálægum þjóðum. A sumum vinnustöðum hefur verið gengið skrefi lengra en áskilið er í þessum reglum. Sem dæmi má nefna að hús Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík er „reyklaust" hús. Nokkuð er um það, bæði hér á landi og erlendis, að tekið sé fram í atvinnuauglýsingum að óskað sé eftir starfsfólki sem reykir ekki. Reiknað hefur verið út að hver starfsmaður sem reykir kosti vinnuveitanda sinn tugi þúsunda króna á ári umfram þann starfs- mann sem reykir ekki. Er þá átt við meiri veikindafjarvistir, aukinn j kostnað við loftræstingu og þrif svo og fleiri þætti. í könnun sem Hagvangur gerði fyrir Tóbaksvarnanefnd í fyrra voru 93,2% þeirra sem tóku af- stöðu hlynntir takmörkunum á ; reykingum á vinnustöðum. At- hyglisvert var að ekki reyndist mik- ! ill munur á afstöðu reykingamanna og þeirra sem reykja ekki (89,7% | og 96,3%). Eftir gildistöku nýju tóbaks- 1 varnalaganna, í ársbyrjun 1985, hefur dregið úr sölu tóbaks hér á landi. Árið 1985 seldist 4,6% minna tóbak en árið áður, og fyrri helming þessa árs var tóbakssalan 3,8% minni en á sama tímabili í fyrra. -y'r. ALMENNAR REGLUR HERBERGI með einum starfsmanni W ft Starfsmaður akveöur siálfur hvort hann reykir. að hofðu samraoi við vinnuveit- anda. Taka skal tillit til þeirra sem eiga enndi þangad. VINNURYMI með tveimur eða fleiri starfsmönnum • • 1*11*1 Reykingar oheimilar nema eftir sam- komulagi starfsmanna og vinnuveitenda. KAFFI- OG MATSTOFUR Leyfa má reykingar á sérstokum af- morkuðum svæðum samkvæmt sam- komulagi starfsmanna og stjórnenda FUNDARHERBERGI Reykingar oheimilar nema með sam- þykki allra viðstaddra. Reykingar bannaðar. BUNINGS- OG FATAHERBERGI Leyfa má reykingar og skal þeim hagað eftir samkomulagi starfsmanna og vmnuveitenda. SNYRTIHERBERGI SALERNI GANGAR FORSTOFUR fll Leyfa má reykingar með samkomulagi starfsmanna og vinnuveitenda. sé almenningi ekki jafnframt ætladur adqanqur. SERREGLUR A. Tilteknir vinnustaðir Grunnskólar Dagvistir barna Félags- og tómstundaheimili fyrir börn og unglinga undir 16 ara aldri Heilsugæslustöðvar • Iwl Reykmgar bannadar Heimilt er að leyfa reykingar i hluta þess húsnæðis sem er ætlað starfsfolki sérstaklega Sjukrahús r + Einungis heimilt að leyfa reykingar a tilteknum afmorkudum svæóum. SERREGLUR B. Afgreiðslu- og þjonustuhusnæði Verslanir og söluturnar Bankar, sparisjoðir og posthús Rakarastofur og hargreiðslustofur Solbaðs- og snyrtistofur, iþrottahus Myndbandaleigur og leiktækjasalir Opinber afgreiðsla Afgreiðsla fyrirtækja Aðrir sambærilegir staðir r \ • • rr Reykmgar bannadar i öllu þvi husnæói sem almennmgur hefur adgang ad. s.s. i afgreiðslusölum. forstofum. gongum. biðstofum. snyrtiherbergjum og a hvers konar áhorfendasvæði L HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 2 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.