Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 28
HEILBRIGÐISMÁL / Ragnar Jónasson (9 ára) Mataræði og krabbamein s Grein eftir Sigurð Arnason Erlendir vísindamenn gera ráð fyrir að rúmlega þrjátíu af hundraði krabbameina megi rekja til reykinga, annað eins til mataræðis, um fimm af hundraði til áfengis- neyslu og nálægt þrjátíu af hundr- aði stafi af öðrum orsökum. Auð- vitað er mjög erfitt að órannsökuðu máli að staðfæra erlendar tilgátur um áhrif mataræðis á nýmyndun krabbameina hérlendis, m. a. vegna þess að matarvenjur Islend- inga eru að ýmsu leyti frábrugðnar því sem tíðkast meðal annarra þjóða. Þó má áætla að 100 til 200 af þeim 700 krabbameinum sem greind eru ár hvert hérlendis geti átt rætur að rekja til mataræðis. Þeir sem styðja kenningar um áhrif mataræðis á krabba- meinsmyndun nefna þrenns konar rannsóknir, sem rök fyrir sínu máli. I fyrsta lagi faraldsfræðilegar rann- sóknir þar sem menn hafa skoðað mismunandi mataræði milli Iand- svæða og heimshluta og síðan fylgni milli þess og mismunandi tíðni, t.d. á ristilkrabbameini. Þannig er ristilkrabbamein sjald- gæfur sjúkdómur í þeim löndum þar sem menn neyta að jafnaði mikilla trefja (t.d. á stórum lands- svæðum í Afríku) en algengt í þeim löndum þar sem trefjar eru lítill hluti fæðu, eins og t.d. á Norður- löndum og í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Einnig hefur verið fylgst með útflytjendum og þannig kom- ið í ljós að Japanir sem flytjast til Hawai fá smám saman sams konar krabbamein og tíðkast hjá öðrum sem á Hawai búa. Hliðstæðar rann- sóknir eru til um íslendinga sem hafa flutt til Kanada. í öðru lagi er stuðst við dýratil- raunir, en tekist hefur að auka tíðni vissra krabbameina í meltingarvegi í rottum og músum sem aldar eru á ákveðnum fæðutegundum. I þriðja lagi erfðafræðirannsóknir sem styðja það að efni, sem geta valdið stökkbreytingum í bakterí- um eða öðrum lífverum, séu líkleg til að vera krabbameinsvaldandi. Enda þótt of snemmt sé að full- yrða að samband sé milli matar- æðis og krabbameins þá telja krabbameinsfélög, t.d. í Kanada og Bandaríkjunum, að miðað við þá þekkingu sem nú er fyrir hendi sé rétt að ráðleggja mönnum um mat- aræði og beita sér fyrir hollari mat- arvenjum. Þannig má reyna að fækka þeim krabbameinum sem ef til vill eiga rætur sínar að rekja til óhollrar fæðu. Þótt unnt reynist með bættum matarvenjum að hafa áhrif á nýgengi sumra krabbameina mun þeirra breytinga ekki gæta fyrr en að tuttugu til þrjátíu árum liðnum, ef að líkum lætur, þar sem talið er að myndun krabbameins af völdum utanaðkomandi efna taki oftast þann tíma. Hér verður getið um ráðlegg- ingar sem krabbameinsfélög vest- anhafs hafa nýlega birt, og telja má að geti einnig átt við hér á landi. Forðastu offitu. Of feitt fólk er að jafnaði í meiri hættu en grannt fólk að fá krabbamein í leg, gall- blöðru, lifur, nýru, maga, ristil og brjóst. í rannsókn sem bandaríska krabbameinsfélagið stóð m.a. fyrir kom í ljós að karlar og konur sem voru 40% eða meira ofan við kjör- þyngd höfðu á bilinu 33% til 55% meiri líkur á því að fá krabbamein en það fólk sem var hæfilega þungt. Eigi fólk við offituvandamál að stríða þá gæti megrun ef til vill verið ein aðferð til þess að minnka líkur á því að fá krabbamein. Minnkaðu fituneyslu. Fleiri og fleiri faraldsfræðiathuganir og 28 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.