Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 31
LANDSPlTALINN krabbameini samfara mikilli vín- neyslu. Borðaðu saltan, reyktan og saltpétursblandaðan mat í hófi. Reyktur matur eins og hangikjöt, bjúgu og reyktur fiskur, hefur aö geyma tjöruefni ýmiss konar sem myndast við ófullkominn bruna. í þessum tjöruefnum eru margvísleg krabbameinsvaldandi efni sem hafa svipaða efnasamsetningu og krabbameinsvaldandi tjöruefni tóbaksreyks. Komið hefur í ljós að tíðni magakrabbameins er hærri í þeim löndum þar sem mikið er not- að af saltpétri og öðrum nítrítsam- böndum í mat eins og til dæmis hefur tíðkast á íslandi og í Japan. Vitað er að nítrat- og nítrítsambönd geta aukið myndun nítrósamína bæði í matvælum og í fæðu í melt- ingarvegi manna, en mörg nítrós- amín eru einmitt kröftugir krabba- meinsvaldar í dýrum og sennilega í mönnum. Nítrít munu samt halda áfram að vera mikilvæg rotvarnar- efni í kjöti því þau vinna vel gegn ákveðinni tegund af hættulegri matareitrun (botulismus) og bæta auk þess lit og bragð kjötsins. Nú orðið eru nítrít notuð sjaldnar og í minna magni en áður var, enda I kveða reglugerðir nú á um hámark þeirra í matvælum. Lokaorð. Eins og að ofan greinir er | margt á huldu um samband matar- I æðis og krabbameina. En ljóst er að aukin natni í fæðuvali eykur vellíð- an fólks og leiðir þar með til bættrar heilsu. Verði bætt mataræði til þess að fækka krabbameinum, er mikil- vægu marki náð. Miðað við þær rannsóknir sem fyrir liggja eru nægileg rök fyrir hendi til þess að ráðleggja fólki að huga vandlega að því hvað það leggur sér til munns. ! ítarefni: Nutrition and cancer. Cause and pre- vention. An American Cancer Society Special Report. Ca-A Cancer Journal for Clinicians, 1984;34:121-126. Walter C. Willett, Brian MacMahon: Diet and cancer. An overwiev. N. Engl. J. Med., 1984;310(10):633-638. 1984;310(11) 697-703. Hrafn Tulinius: Magakrabbameinið er á undanhaldi. Heilbrigðismál, 1983;31(4):11- 14. Sigurður Arnason er sérfræðingur í krabbameinslækningum og starfar á Landspítalanum. Bættur aðbúnaður nýfæddra barna Grein eftir Gunnar Biering Lífshorfur nýfæddra barna hafa ' aukist mikið síðasta áratug. Pað má fyrst og fremst þakka góðu sam- [ starfi barnalækna og fæðingar- | lækna um málefni þungaðra kvenna og nýfæddra barna, stór- sh'gum framförum í mæðravernd ) almennt, meðferð á sjúkdómum í meðgöngu og bættri tækni í fæð- ingarhjálp. Einn mælikvarði á ár- angur í nýburameðferð er svo- ( nefndur burðarmálsdauði. Með burðarmálsdauða er átt við fjölda andvana fæddra barna og lifandi fæddra sem látast á fyrstu viku eftir fæðingu, reiknað sem hlutfall af öll- um fæddum börnum. Ef litið er á breytingar á burðarmálsdauða á ís- landi einstök ár sést að frá 1966 til 1976 lækkaði hann um helming (úr 2,06% í 1,01%) og aftur um nær helming frá 1976 til 1985 (í 0,55%), og er þar með sá lægsti í heimi. Á þessu ári eru Iiðin tíu ár síðan vökudeild Barnaspítala Hringsins tók til starfa. Hún á stóran þátt í þessum árangri og því ástæða til að Iíta nánar á hlutverk hennar. Fæðingardeild Landspítalans, sem nú nefnist Kvennadeild, tók til starfa árið 1949. ÖII nýburameðferð í á deildinni var í höndum fæðingar- lækna og ljósmæðra þar til barna- deild Landspítalans tók til starfa árið 1957, en þá hófust afskipti bamalækna af þessum aldurshópi. Árið 1961 var ráðinn sérstakur bamalæknir að fæðingardeildinni. Hann annaðist alla nýburameðferð þar til vökudeild tók til starfa í febrúar 1976. Jafnframt varð sú breyting á að öll nýburaþjónusta við Landspítalann fluttist frá Kvennadeild til Barnaspítala Hringsins. Vökudeildin þjónar nýburum sem þurfa á sérmeðferð að halda. Flest barnanna eru fyrirburar, þ.e. börn sem fæðast fyrir tímann, eða léttburar, þ.e. börn sem eru of létt miðað við meðalþyngd samkvæmt lengd meðgöngunnar. Auk þess eru lögð þar inn fullburða börn sem þurfa læknismeðferð vegna sýk- inga og meðfæddra galla. Einnig eru lagðir inn þeir nýburar sem þurfa að ganga undir skurðaðgerð. Vökudeild er á þriðju hæð Kvenna- deildar, en þar eru einnig fæðingar- stofur og skurðstofur þeirrar deildar. Vökudeildin er ætluð 14 börnum, en fjöldi þeirra sem þar dvelja hverju sinni er breytilegur og getur orðið allt að 20. Allur þorri kvenna á íslandi sem þarf á sérmeðferð að halda vegna sjúkdóma eða afbrigða í meðgöngu og fæðingu er lagður inn á Kvenna- deild Landspítalans. Petta hefur í för með sér að ríflega 90% allra nýbura sem gista vökudeild hafa fæðst á Kvennadeildinni. Fyrstu árin sem vökudeild starfaði var nokkuð algengt að veikir nýburar væru fluttir þangað utan af landi. Þessum sjúklingum hefur stöðugt fækkað af þeim ástæðum sem um getur hér að framan. Árið 1985 gistu 504 börn vökudeildina eða 13% þeirra barna sem fæddust í landinu. Dvalartími barnanna get- 30 HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 ur verið allt frá nokkrum klukku- í stundum upp í þrjá mánuði, eftir j atvikum og ástæðum. Vökudeild [ Landspítalans er eina deild sinnar | j tegundar hér á landi. Fjórðungs- | | sjúkrahúsið á Akureyri hefur tæki ' | og aðstæður til að annast nýbura j sem þurfa á sérmeðferð að halda, þó ekki sé um sérstaka deild að ræða þar. Allt frá upphafi hefur vöku- | deildin verið vel búin tækjum, mið- að við kröfur tímans hverju sinni. Kvenfélagið Hringurinn hefur alla tíð reynst deildinni ómetanleg hjálparhella í þeim efnum. Pannig má segja að ef undanskilin eru veggföst tæki og hitakassar hafi kvenfélagið fært vökudeild að gjöf við ýmis tækifæri allt að 70% þess tækjabúnaðar sem deildin býr að í dag. Við vökudeildina eru þrettán stöður hjúkrunarfræðinga og fimm stöður sjúkraliða. Fjórir barnalækn- ar starfa við deildina, en þeir starfa einnig við skurðstofur og fæðingar- I stofur Kvennadeildar, þegar á þarf að halda, barnastofur á sængur- I kvennagöngum deildarinnar og Burðarmálsdauði Andvana fædd börn og dáin á fyrstu viku, sem hlutfall af öll- um fæddum 1961-65 2,40% 1966-70 2,04% 1971-75 1,72% 1976-80 1,06% 1981-85 0,70% annast jafnframt alla nýburaþjón- ustu við Fæðingarheimili Reykja- víkur. Viðamikil göngudeildar- þjónusta er rekin á vegum vöku- deildar og í sumum tilfellum er börnunum fylgt eftir allt til tveggja ára aldurs. Húsnæðisþrengsli hafa háð starfssemi á deildinni verulega allt frá upphafi. Það var ljóst þegar deildin var stofnuð að henni var ætlað of lítið rými. Stærra rými var hins vegar ekki tiltækt á þeim tíma er hús Kvennadeildar var hannað og húsnæði á þriðju hæð bygging- arinnar var skipt á milli fæðingar- deildar, skurðdeildar og vöku- deildar. Tækjabúnaður sem þarf til að veita sjúkum nýburum fyllstu nútímameðferð hefur jafnframt aukist og margfaldast frá því deildin tók til starfa og hefur það aukið þrengsli. Það hefur meðal annars bitnað á aðstöðu til að veita foreldrum og ættingjum viðunandi þjónustu. Breytt starfsskipulag á sængur- kvennagöngum Kvennadeildar hefur nú skapað möguleika á stækkun vökudeildar. Vonir standa til að þessi stækkun verði að j veruleika síðar á þessu ári. Mun þá j öll aðstaða deildarinnar batna svo um munar. Gunnar Biering barnalæknir er yfir- \ læknir á vökudeild Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum. Innlent Hindranir gegn hröðum akstri. Að minnsta kosti 20 upp- hækkanir (eða rimar eins og Um- ferðamefnd Reykjavíkur vill nefna það) bætast á þessu sumri við þær 63 upphækkanir sem gerðar hafa verið á götum Reykjavíkur síðustu árin. Sh'kar hraðahindranir eru yfir- leitt settar á íbúðagötur og gefa aukna öryggiskennd fyrir þá sem þurfa að ganga yfir götur. Auk þess sýna erlendar rannsóknir að með ' einföldum aðgerðum af þessu tagi megi fækka slysum á þessum stöð- um um 60%. Nú er 31 umferð- arljós á gatnamótum í höfuð- borginni og 7 bætast við í sumar. Þá em gangbrautaljós á 20 stöðum. Að sögn Guttorms Þormar, yfir- verkfræðings umferðardeildar Reykjavíkurborgar, kostar hver rimi um 70 þúsund krónur þegar allt er talið, gangbrautarljós um 700 þúsund krónur, en umferðarljós á gatnamótum um 1 milljón króna. Kransæðastífla fyrir fertugt. Á lyflæknaþingi, sem haldið var á Akureyri í byrjun júní, var meðal annars sagt frá könnun sem gerð hefur verið á þeim sem fengu bráða kransæðatíflu hér á landi á ámnum 1980 til 1984 og vom fertugir eða yngri. Könnun þessa gerðu lækn- arnir Axel Finnur Sigurðsson, Gest- ur Þorgeirsson og Guðmundur Þorgeirsson. Könnunin náði til 36 karla og 2 kvenna. Alls létust 9. Af þeim 29 sjúklingum sem lögðust inn á sjúkrahús reyktu allir nema einn. Áxel sagði, í samtali við Heilbrigðismál, að kransæðastífla væri geysilegt áfall fyrir unga menn, og þeir virtust ekki átta sig á því hve reykingar væm ríkur áhættuþáttur hjartasjúkdóma. Neftóbak úr tísku. Fyrir 40 árum nam neftóbakssalan 410 grömmum á hvem fullorðinn íbúa, j fyrir 30 ámm var hún um 330 grömm, fyrir 20 árum 260 grömm og fyrir einum áratug 115 grömm. Síðan hefur enn dregið úr sölunni og í fyrra var hún 70 grömm á hvem fullorðinn íbúa, eða aðeins 17% þess sem var árið 1945. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.