Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Blaðsíða 33
Árangur af þjóðarátakinu sýnir hug almennings til Krabbameinsfélagsins Grein eftir Árna Gunnarsson Krabbameinsfélag íslands efndi til landssöfnunar dagana 12. og 13. apríl undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini — þín vegna". Arangurinn varð mun betri en nokkur hafði þorað að vona. Af alkunnum rausnarskap gáfu ís- lendingar í þessa söfnun rúmlega 27 milljónir króna, sem eru 112 krónur á hvern íbúa landsins. Margir hafa því gefið stórar upp- hæðir, og nemur framlag hverrar vísitölufjölskyldu um 450 krónum. Fáar þjóðir geta státað af slíkum árangri. Á ýmsum stöðum söfnuðust ó- trúlega miklir fjármunir. I nokkrum fámennum sveitahreppum voru dæmi þess að hver íbúi gæfi 4-500 krónur. Þá bárust mjög há framlög frá nokkrum einstaklingum og fyrirtækjum. Dæmi eru þess að ein- staklingar gáfu allt að tíu þúsund krónum og fyrirtæki allt að eitt hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaðurinn við söfnun- ina nam um það bil fimm af hundraði söfnunarfjár. Er það ekki há tala þegar þess er gætt, að víða erlendis þykir ekki óeðlilegt að þriðjungur tekna stórra fjársafnana fari í kostnað. Frændur okkar á hinum Norður- löndunum höfðu undirbúið safn- anir sínar á annað ár þegar starfið hér hófst fyrir alvöru. Engu að síður varð árangur okkar betri en þeirra, og má þakka það mikilli vinnu fjölda fólks og þeirri rausn, sem einkennir Islendinga, þegar þeir leggja fé af mörkum til starf- semi á borð við starf Krabbameins- félagsins. Ef reiknað er í íslenskum krónum komust Svíar næst okkur með 111 krónur á íbúa, en söfnun þeirra stóð samfellt í sex mánuði. Finnar voru í þriðja sæti með 56 krónur á hvern íbúa, þá komu Dan- ir með 32 krónur og Norðmenn ráku lestina með 17 krónur á íbúa. JC-hreyfingin á íslandi tók að sér | að skipuleggja söfnunardagana j tvo, og lagði mikla vinnu af mörk- um. Hreyfingin naut mikils stuðn- ings kvenfélaga um allt land, en þau hafa ávallt verið ein styrkasta stoð Krabbameinsfélagsins. Sem dæmi má nefna, að á Norðurlandi | tóku 62 kvenfélög þátt í söfn- uninni, 4 JC-félög og 6 önnur félög. j Það lætur nærri að um 1700 manns af öllum landinu hafi unnið sjálf- boðastarf í þágu söfnunarinnar. Kynning á þessu átaki var með margvíslegum hætti. Komið var á framfæri miklu rituðu fræðsluefni, hvatt til þáttagerðar í hljóðvarpi, og I sjóvarpið sýndi tvær athyglisverðar myndir um krabbamein. Hin fjöl- breyttu verkefni Krabbameinsfé- lagsins voru kynnt og dregnar fram ýmsar upplýsingar, sem legið höfðu í láginni. Gerðar voru auglýsingamyndir fyrir sjónvarp, | innskot fyrir hljóðvarp, prentuð | veggspjöld og límmiðar, að ó- gleymdum fræðslubæklingi, sem dreift var inn á hvert heimili í landinu. Þá var dreift tugum þús- | unda innkaupapoka með auglýs- j ingu átaksins um land allt. Sér- stakar blaðaauglýsingar voru gerð- ar og mikið samband haft við fjöl- miðla, sem flestir gerðu málinu mjög góð skil. I öllu þessu starfj varð vart mikill- ar vinsemdar í garð Krabbameins- félagsins. Blöð gáfu afslátt af auglýsingaverði, önnur gáfu aug- lýsingar, Ríkisútvarpið studdi dyggilega við bakið á félaginu á margvíslegan hátt og allir vildu stuðla að því að söfnunin tækist sem best. Þá má ekki gleyma mikilvægum þætti forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Hún Iagði sig alla fram um að aðstoða félagið og kom fram í sjónvarpi og flutti þar hvatn- ingarorð. Fyrri söfnunardaginn ferðaðist hún á milli miðstöðva söfnunarinnar á höfðuborgarsvæð- inu, ræddi við sjálfboðaliða og hvatti til raunverulegs þjóðarátaks. Varla verður sagt að í þessari söfnun hafi gefendur haft fyrir aug- um áþreifanlega hluti, miklu frem- ur áætlanir um nýtt átak til varnar vágestinum mikla. En allir vildu leggja sitt af mörkum, af mis- jöfnum efnum þó. Viljinn var fyrir hendi, samkennd lítillar þjóðar, sem hefur metnað. Krabbameinsfé- laginu er mikill heiður af því trausti, sem þjóðin sýndi félaginu við þetta tækifæri. Það er mikil- vægt að ekki komi brestur í þetta traust. Á því þarf Krabbameinsfé- lagið og þjóðin að halda. Árni Gunnarsson var framkvæmda- stjóri söfnunarinnar „Þjóðarátak gegn krabbameini - pín vegna". Hann var í hlutastarfi hjá Krabbameinsfélaginu nokkra mánuði, en að aðalstarfi er hann ritstjóri Alþýðiiblaðsins. Aður en landssöfnunin hófst var dreifí litprentuðum fræðslubæklingi í 80 pús- und eintökum. Þar var fjallað um krabbameinslækningar tíðni krabba- meina og fleira. HEILBR1GÐISMÁL 2/1986 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.