Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 4
Að vernda heilsuna * -»0 Forvamir, eða öðru nafni fyrir- byggjandi aðgerðir, virðast vera að komast í tísku, að minnsta kosti í orði kveðnu. Pegar rætt er um for- vamir á sviði heilbrigðismála vill stundum gleymast að til er skýrt og fagurt orð sem oft á betur við - heilsuvernd. Svipuðu máli gegnir um orðið slysavamir sem gleymist oft í umræðum um svonefndar forvarnir gegn slysum á sjó og landi. í þessu sambandi er rétt að benda á muninn á orðunum vernd og vöm eða varnir. Við verndum heilsuna og hjartað, en beitum vörn gegn berklum og slysum. I forystugrein dagblaðs í vor var þessum hugtökum ruglað saman og rætt um „fyrirbyggjandi aðgerð- ir í heilsuvömum." Sú spuming vaknar hvort fé til heilbrigðismála er skipt rétt. Af margra milljarða útgjöldum til heil- brigðismála á þessu ári er litlum hluta varið til heilsuverndar. Ónæmisaðgerðir, mæðraskoðun og ýmsir fleiri þættir heilsuverndar hafa unnið sér sess í heilbrigðis- þjónustunni, en aðrir þættir, eins og heilbrigðisfræðsla fyrir almenn- ing, eiga erfiðara uppdráttar. Þó orkar ekki tvímælis að tóbaksvamir hafa skilað verulegum árangri, en betur má ef duga skal. Fjárveiting ríkisins til þeirra mála jafngildir kostnaði við aðeins eitt sjúkrarúm af þeim þremur til fjómm þúsund- um sjúkrarúma sem hér eru. I bar- áttunni við eyðni virðist almenn- ingsfræðsla einnig vera arðbær aðgerð. Dregið hefur úr reykingum full- orðins fólks, a.m.k. síðan 1968, samkvæmt rannsóknum Hjarta- vemdar. Kannanir Hagvangs fyrir Tóbaksvarnanefnd sýna verulegan samdrátt í reykingum frá 1985 til 1986, eftir að ný tóbaksvarnalög fóm að hafa áhrif. Árið 1985 reyktu 43,2% karla og 38,0% kvenna, en 1986 reyktu 37,2% karla og 35,2% kvenna (miðað er við daglegar reykingar 18-69 ára). Kannanir borgarlæknisins í Reykjavík á reykingavenjum 9-16 ára nem- enda sýna að dregið hefur verulega úr reykingum í þeim aldurshópum síðan 1974. Loks má nefna kannan- ir sem landlæknisembættið hefur gert í framhaldsskólum sem sýna samdrátt í reykingum í þeim ald- urshópum einnig. Sé tekið mið af þróun síðustu ára má gera ráð fyrir að einungis 10—20% fullorðinna ís- lendinga muni reykja daglega um næstu aldamót og að reykingar ungs fólks verði að mestu leyti úr sögunni, miðað við að ekki verði dregið úr fjárveitingum. Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in tileinkar þetta ár forvörnum undir kjörorðinu „Heilbrigt líf — hagur allra." Forsvarsmenn þeirrar stofnunar hafa bent á að hvert um sig getum við lagt okkur fram til þess að ná árangri í heilsuvemd með því að þjálfa líkamann, neyta hollrar fæðu og finna til ábyrgðar þegar ávana- og fíkniefni eiga í hlut. Þetta er þörf áminning. Við getum ekki eingöngu ætlast til þess að opinberir aðilar bæti heilsu okk- ar heldur verðum við, hvert og eitt, að gera allt sem í okkar valdi stendur. Þegar stjómvöld gera ráðstafan- ir, m.a í efnahagsmálum, gleymist oft að líta á málin í samhengi. Eitt dæmi um það er ákvörðun tóbaks- verðs, sem tekin er til af uppfylla áætlun í fjárlögum, en ekki með hliðsjón af mikilvægi verðstýringar til að draga úr reykingum. Annað dæmi er meiri skattlagning á hollar vörur en óhollar. í þessu sambandi ber að fagna ákvörðun ríkisstjóm- arinnar um að láta gera svonefnda landsáætlun í forvörnum, þar sem ætlunin er að yfirvöld heilbrigðis- mála hafi samvinnu við yfirvöld fjármála og annarra mála um að- gerðir. Þannig hlýtur að nást betri árangur. Jónas Ragnarsson, ritstjóri. 4 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.